Mistök í svari ráðuneytis um laun hjúkrunarfræðinga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:00 Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur biðst velvirðingar á mistökunum. Vísir/Vilhelm Mistök voru gerð við vinnslu svars heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um launamun hjúkrunarfræðinga eftir sjúkrahúsum. Nýtt svar með uppfærðum upplýsingum verður sent Alþingi síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem svar ráðherra er sagt vera „í engum takti við raunveruleikann,“Í svari ráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, var birt á vef Alþingis í vikunni en þar kemur meðal annars fram að heildarlaun almennra hjúkrunarfræðinga séu að meðaltali 1,7 milljónir á mánuði og dagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga á Landspítala séu 668 þúsund en heildarlaun um ein milljón. „Launatölurnar virðast vera settar fram með launatengdum gjöldum og miðaðar við fullt starf. Þær eru því fjarri þeim launum sem hjúkrunarfræðingar eru raunverulega með. Hjúkrunarfræðingar eru að meðaltali í 71% starfshlutfalli hjá ríkinu og eru fæstir í fullu starfi. Enginn fyrirvari er gerður við framsetningu talnanna, forsendur eða fjölda á bak við meðaltöl,“ segir í tilkynningunni sem Fíh sendi frá sér í gær. Félagið mótmælir jafnframt harðlega þeirri tímasetningu sem svörin koma fram enda þokist hægt í kjaraviðræðum við hjúkrunarfræðinga. Í tilkynningunni sem barst frá heilbrigðisráðuneytinu í dag segir að mistök hafi verið gerð og tekið er undir athugasemdir um að framsetningin í svarinu gefi ranga mynd af meðalgrunnlaunum og meðalheildarlaunum hjúkrunarfræðinga. „Mistök urðu við vinnslu svarsins en það var byggt á röngum forsendum og verður unnið að nýju,“ segir í tilkynningunni. Tölurnar hafi verið settar fram með launatengdum gjöldum en við upplýsingagjöf um laun og kjör eru launatengd gjöld almennt ekki höfð með, og „tryggt verður að sambærileg mistök gerist ekki aftur.“ Þá biðst ráðuneytið velvirðingar á mistökunum. Alþingi Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Mistök voru gerð við vinnslu svars heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um launamun hjúkrunarfræðinga eftir sjúkrahúsum. Nýtt svar með uppfærðum upplýsingum verður sent Alþingi síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem svar ráðherra er sagt vera „í engum takti við raunveruleikann,“Í svari ráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, var birt á vef Alþingis í vikunni en þar kemur meðal annars fram að heildarlaun almennra hjúkrunarfræðinga séu að meðaltali 1,7 milljónir á mánuði og dagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga á Landspítala séu 668 þúsund en heildarlaun um ein milljón. „Launatölurnar virðast vera settar fram með launatengdum gjöldum og miðaðar við fullt starf. Þær eru því fjarri þeim launum sem hjúkrunarfræðingar eru raunverulega með. Hjúkrunarfræðingar eru að meðaltali í 71% starfshlutfalli hjá ríkinu og eru fæstir í fullu starfi. Enginn fyrirvari er gerður við framsetningu talnanna, forsendur eða fjölda á bak við meðaltöl,“ segir í tilkynningunni sem Fíh sendi frá sér í gær. Félagið mótmælir jafnframt harðlega þeirri tímasetningu sem svörin koma fram enda þokist hægt í kjaraviðræðum við hjúkrunarfræðinga. Í tilkynningunni sem barst frá heilbrigðisráðuneytinu í dag segir að mistök hafi verið gerð og tekið er undir athugasemdir um að framsetningin í svarinu gefi ranga mynd af meðalgrunnlaunum og meðalheildarlaunum hjúkrunarfræðinga. „Mistök urðu við vinnslu svarsins en það var byggt á röngum forsendum og verður unnið að nýju,“ segir í tilkynningunni. Tölurnar hafi verið settar fram með launatengdum gjöldum en við upplýsingagjöf um laun og kjör eru launatengd gjöld almennt ekki höfð með, og „tryggt verður að sambærileg mistök gerist ekki aftur.“ Þá biðst ráðuneytið velvirðingar á mistökunum.
Alþingi Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira