Mistök í svari ráðuneytis um laun hjúkrunarfræðinga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:00 Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur biðst velvirðingar á mistökunum. Vísir/Vilhelm Mistök voru gerð við vinnslu svars heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um launamun hjúkrunarfræðinga eftir sjúkrahúsum. Nýtt svar með uppfærðum upplýsingum verður sent Alþingi síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem svar ráðherra er sagt vera „í engum takti við raunveruleikann,“Í svari ráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, var birt á vef Alþingis í vikunni en þar kemur meðal annars fram að heildarlaun almennra hjúkrunarfræðinga séu að meðaltali 1,7 milljónir á mánuði og dagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga á Landspítala séu 668 þúsund en heildarlaun um ein milljón. „Launatölurnar virðast vera settar fram með launatengdum gjöldum og miðaðar við fullt starf. Þær eru því fjarri þeim launum sem hjúkrunarfræðingar eru raunverulega með. Hjúkrunarfræðingar eru að meðaltali í 71% starfshlutfalli hjá ríkinu og eru fæstir í fullu starfi. Enginn fyrirvari er gerður við framsetningu talnanna, forsendur eða fjölda á bak við meðaltöl,“ segir í tilkynningunni sem Fíh sendi frá sér í gær. Félagið mótmælir jafnframt harðlega þeirri tímasetningu sem svörin koma fram enda þokist hægt í kjaraviðræðum við hjúkrunarfræðinga. Í tilkynningunni sem barst frá heilbrigðisráðuneytinu í dag segir að mistök hafi verið gerð og tekið er undir athugasemdir um að framsetningin í svarinu gefi ranga mynd af meðalgrunnlaunum og meðalheildarlaunum hjúkrunarfræðinga. „Mistök urðu við vinnslu svarsins en það var byggt á röngum forsendum og verður unnið að nýju,“ segir í tilkynningunni. Tölurnar hafi verið settar fram með launatengdum gjöldum en við upplýsingagjöf um laun og kjör eru launatengd gjöld almennt ekki höfð með, og „tryggt verður að sambærileg mistök gerist ekki aftur.“ Þá biðst ráðuneytið velvirðingar á mistökunum. Alþingi Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Mistök voru gerð við vinnslu svars heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um launamun hjúkrunarfræðinga eftir sjúkrahúsum. Nýtt svar með uppfærðum upplýsingum verður sent Alþingi síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem svar ráðherra er sagt vera „í engum takti við raunveruleikann,“Í svari ráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, var birt á vef Alþingis í vikunni en þar kemur meðal annars fram að heildarlaun almennra hjúkrunarfræðinga séu að meðaltali 1,7 milljónir á mánuði og dagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga á Landspítala séu 668 þúsund en heildarlaun um ein milljón. „Launatölurnar virðast vera settar fram með launatengdum gjöldum og miðaðar við fullt starf. Þær eru því fjarri þeim launum sem hjúkrunarfræðingar eru raunverulega með. Hjúkrunarfræðingar eru að meðaltali í 71% starfshlutfalli hjá ríkinu og eru fæstir í fullu starfi. Enginn fyrirvari er gerður við framsetningu talnanna, forsendur eða fjölda á bak við meðaltöl,“ segir í tilkynningunni sem Fíh sendi frá sér í gær. Félagið mótmælir jafnframt harðlega þeirri tímasetningu sem svörin koma fram enda þokist hægt í kjaraviðræðum við hjúkrunarfræðinga. Í tilkynningunni sem barst frá heilbrigðisráðuneytinu í dag segir að mistök hafi verið gerð og tekið er undir athugasemdir um að framsetningin í svarinu gefi ranga mynd af meðalgrunnlaunum og meðalheildarlaunum hjúkrunarfræðinga. „Mistök urðu við vinnslu svarsins en það var byggt á röngum forsendum og verður unnið að nýju,“ segir í tilkynningunni. Tölurnar hafi verið settar fram með launatengdum gjöldum en við upplýsingagjöf um laun og kjör eru launatengd gjöld almennt ekki höfð með, og „tryggt verður að sambærileg mistök gerist ekki aftur.“ Þá biðst ráðuneytið velvirðingar á mistökunum.
Alþingi Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira