Mistök í svari ráðuneytis um laun hjúkrunarfræðinga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:00 Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur biðst velvirðingar á mistökunum. Vísir/Vilhelm Mistök voru gerð við vinnslu svars heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um launamun hjúkrunarfræðinga eftir sjúkrahúsum. Nýtt svar með uppfærðum upplýsingum verður sent Alþingi síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem svar ráðherra er sagt vera „í engum takti við raunveruleikann,“Í svari ráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, var birt á vef Alþingis í vikunni en þar kemur meðal annars fram að heildarlaun almennra hjúkrunarfræðinga séu að meðaltali 1,7 milljónir á mánuði og dagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga á Landspítala séu 668 þúsund en heildarlaun um ein milljón. „Launatölurnar virðast vera settar fram með launatengdum gjöldum og miðaðar við fullt starf. Þær eru því fjarri þeim launum sem hjúkrunarfræðingar eru raunverulega með. Hjúkrunarfræðingar eru að meðaltali í 71% starfshlutfalli hjá ríkinu og eru fæstir í fullu starfi. Enginn fyrirvari er gerður við framsetningu talnanna, forsendur eða fjölda á bak við meðaltöl,“ segir í tilkynningunni sem Fíh sendi frá sér í gær. Félagið mótmælir jafnframt harðlega þeirri tímasetningu sem svörin koma fram enda þokist hægt í kjaraviðræðum við hjúkrunarfræðinga. Í tilkynningunni sem barst frá heilbrigðisráðuneytinu í dag segir að mistök hafi verið gerð og tekið er undir athugasemdir um að framsetningin í svarinu gefi ranga mynd af meðalgrunnlaunum og meðalheildarlaunum hjúkrunarfræðinga. „Mistök urðu við vinnslu svarsins en það var byggt á röngum forsendum og verður unnið að nýju,“ segir í tilkynningunni. Tölurnar hafi verið settar fram með launatengdum gjöldum en við upplýsingagjöf um laun og kjör eru launatengd gjöld almennt ekki höfð með, og „tryggt verður að sambærileg mistök gerist ekki aftur.“ Þá biðst ráðuneytið velvirðingar á mistökunum. Alþingi Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Mistök voru gerð við vinnslu svars heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um launamun hjúkrunarfræðinga eftir sjúkrahúsum. Nýtt svar með uppfærðum upplýsingum verður sent Alþingi síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem svar ráðherra er sagt vera „í engum takti við raunveruleikann,“Í svari ráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, var birt á vef Alþingis í vikunni en þar kemur meðal annars fram að heildarlaun almennra hjúkrunarfræðinga séu að meðaltali 1,7 milljónir á mánuði og dagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga á Landspítala séu 668 þúsund en heildarlaun um ein milljón. „Launatölurnar virðast vera settar fram með launatengdum gjöldum og miðaðar við fullt starf. Þær eru því fjarri þeim launum sem hjúkrunarfræðingar eru raunverulega með. Hjúkrunarfræðingar eru að meðaltali í 71% starfshlutfalli hjá ríkinu og eru fæstir í fullu starfi. Enginn fyrirvari er gerður við framsetningu talnanna, forsendur eða fjölda á bak við meðaltöl,“ segir í tilkynningunni sem Fíh sendi frá sér í gær. Félagið mótmælir jafnframt harðlega þeirri tímasetningu sem svörin koma fram enda þokist hægt í kjaraviðræðum við hjúkrunarfræðinga. Í tilkynningunni sem barst frá heilbrigðisráðuneytinu í dag segir að mistök hafi verið gerð og tekið er undir athugasemdir um að framsetningin í svarinu gefi ranga mynd af meðalgrunnlaunum og meðalheildarlaunum hjúkrunarfræðinga. „Mistök urðu við vinnslu svarsins en það var byggt á röngum forsendum og verður unnið að nýju,“ segir í tilkynningunni. Tölurnar hafi verið settar fram með launatengdum gjöldum en við upplýsingagjöf um laun og kjör eru launatengd gjöld almennt ekki höfð með, og „tryggt verður að sambærileg mistök gerist ekki aftur.“ Þá biðst ráðuneytið velvirðingar á mistökunum.
Alþingi Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira