Banaslys í Hestfirði: Sofnaði líklega undir stýri og lenti á grjóti sem til stóð að fjarlægja Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:15 Mynd af grjótinu sem bíllinn lenti á. Skjáskot/RNSA Ökumaður sendibifreiðar, sem lést þegar bifreiðin hafnaði utan vegar og á grjóti við veginn í Hestfirði sumarið 2018, sofnaði líklega undir stýri. Þá höfðu verið gerðar ráðstafanir til að fjarlægja grjótið áður en slysið varð en tafir urðu á grjóthreinsun vegna votviðris vikurnar á undan. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, sem birt var í dag. Slysið varð þann 13. júní 2018 með þeim hætti að ökumaður sendibifreiðarinnar missti stjórn á henni í Djúpvegi í Hestfirði. Bifreiðin fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn, ofan í nærliggjandi vatnsrás. Einn farþegi var í bílnum sem hlaut talsverða áverka og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Engin hemlaför á veginum Í skýrslu RNSA segir að veður hafi verið gott, þurrt, bjart og nánast logn. Sjá mátti för eftir bifreiðina í vegöxlinni fjallsmegin vegarins en för sýndu að bílnum var ekið yfir á öfugan vegarhelming og út af veginum. Vinstra framhorn bifreiðarinnar lenti á grjótinu og afturendi hennar kastaðist aftur upp á veginn, þar sem hún stöðvaðist. Talsverð aflögun varð á bifreiðinni, einkum ökumannsins. Haft er eftir vitni, sem ók á undan sendibifreiðinni og sá slysið í baksýnisspegli, að bifreiðin hafi sveigt lítillega til vinstri. Ekki hefði verið að sjá að reynt hefði verið að sveigja henni aftur inn á veginn og styðja ummerki á vettvangi þessa frásögn. Engin hemla- eða skriðför sáust á slitlagi. Hjólför í vegfláanum mældust 52 metrar og þyngd grjótsins sem bifreiðin lenti á var metin um 6 tonn. Skýringarmynd af vettvangi slyssins.Skjáskot/RNSA Farþegi líklega ekki í belti Farþeginn hlaut talsverða áverka í slysinu, líkt og áður segir. Öryggisbeltið í farþegasætinu lá faststrekkt upp við póstann sem bendir til þess að það hafi ekki verið í notkun, að því er segir í skýrslu RNSA. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúðar í stýri og fyrir framan farþega sprungu út í slysinu. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka, að því er segir í skýrslunni. Þá benda ummerki á vettvangi og frásagnir vitna til þess að ökuhraði hafi verið innan hámarkshraða, auk þess sem ökumaðurinn var ekki undir áhrifum áfengis eða lyfja. Rannsóknarnefndin telur sennilegt að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri og bifreiðin runnið út af veginum. Þá hafi stóra grjótið við veginn ollið mikilli aflögun í ökumannsrýminu og ökumaðurinn hlotið banvæna áverka. Árleg grjóthreinsun tafðist Nefndin beinir því til veghaldara að skoða hvort hægt sé að takmarka frekar þá hættu sem stafar af reglulegu grjóthruni úr hlíðinni fyrir ofan veginn. Þá hafi grjótið sem bifreiðin lenti á verið innan sex metra öryggissvæðis vegarins samkvæmt vegstaðli. Grjótið hafi jafnframt nýlega fallið í vegrásina og ráðstafanir höfðu verið gerðar til að fjarlægja það. Árleg grjóthreinsun á vatnsrásinni hafi tafist sökum votrar tíðar vikurnar á undan en hreinsunin var gerð skömmu eftir slysið. Lögreglumál Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34 Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ökumaður sendibifreiðar, sem lést þegar bifreiðin hafnaði utan vegar og á grjóti við veginn í Hestfirði sumarið 2018, sofnaði líklega undir stýri. Þá höfðu verið gerðar ráðstafanir til að fjarlægja grjótið áður en slysið varð en tafir urðu á grjóthreinsun vegna votviðris vikurnar á undan. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, sem birt var í dag. Slysið varð þann 13. júní 2018 með þeim hætti að ökumaður sendibifreiðarinnar missti stjórn á henni í Djúpvegi í Hestfirði. Bifreiðin fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn, ofan í nærliggjandi vatnsrás. Einn farþegi var í bílnum sem hlaut talsverða áverka og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Engin hemlaför á veginum Í skýrslu RNSA segir að veður hafi verið gott, þurrt, bjart og nánast logn. Sjá mátti för eftir bifreiðina í vegöxlinni fjallsmegin vegarins en för sýndu að bílnum var ekið yfir á öfugan vegarhelming og út af veginum. Vinstra framhorn bifreiðarinnar lenti á grjótinu og afturendi hennar kastaðist aftur upp á veginn, þar sem hún stöðvaðist. Talsverð aflögun varð á bifreiðinni, einkum ökumannsins. Haft er eftir vitni, sem ók á undan sendibifreiðinni og sá slysið í baksýnisspegli, að bifreiðin hafi sveigt lítillega til vinstri. Ekki hefði verið að sjá að reynt hefði verið að sveigja henni aftur inn á veginn og styðja ummerki á vettvangi þessa frásögn. Engin hemla- eða skriðför sáust á slitlagi. Hjólför í vegfláanum mældust 52 metrar og þyngd grjótsins sem bifreiðin lenti á var metin um 6 tonn. Skýringarmynd af vettvangi slyssins.Skjáskot/RNSA Farþegi líklega ekki í belti Farþeginn hlaut talsverða áverka í slysinu, líkt og áður segir. Öryggisbeltið í farþegasætinu lá faststrekkt upp við póstann sem bendir til þess að það hafi ekki verið í notkun, að því er segir í skýrslu RNSA. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúðar í stýri og fyrir framan farþega sprungu út í slysinu. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka, að því er segir í skýrslunni. Þá benda ummerki á vettvangi og frásagnir vitna til þess að ökuhraði hafi verið innan hámarkshraða, auk þess sem ökumaðurinn var ekki undir áhrifum áfengis eða lyfja. Rannsóknarnefndin telur sennilegt að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri og bifreiðin runnið út af veginum. Þá hafi stóra grjótið við veginn ollið mikilli aflögun í ökumannsrýminu og ökumaðurinn hlotið banvæna áverka. Árleg grjóthreinsun tafðist Nefndin beinir því til veghaldara að skoða hvort hægt sé að takmarka frekar þá hættu sem stafar af reglulegu grjóthruni úr hlíðinni fyrir ofan veginn. Þá hafi grjótið sem bifreiðin lenti á verið innan sex metra öryggissvæðis vegarins samkvæmt vegstaðli. Grjótið hafi jafnframt nýlega fallið í vegrásina og ráðstafanir höfðu verið gerðar til að fjarlægja það. Árleg grjóthreinsun á vatnsrásinni hafi tafist sökum votrar tíðar vikurnar á undan en hreinsunin var gerð skömmu eftir slysið.
Lögreglumál Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34 Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34
Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07