Framkvæmdin var byggð á sandi Hópur bæjarfulltrúa Viðreisnar skrifar 24. janúar 2020 16:45 Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Í nýbirtri skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkur birtist áfellisdómur yfir stjórnun Sorpu sem staðfestir vandann sem við greindum þá. Þó svo að upplýsingagjöf til stjórnar hafi ekki verið fullnægjandi og framkvæmdastjóri beri þar mikla ábyrgð, þá kemur einnig fram í skýrslunni að stjórn hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu og að stjórnarformaður og stjórnarmenn hefðu átt að hafa frumkvæði að því að afla upplýsinga. Í stjórn Sorpu sitja þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Framsóknarflokks og einn fulltrúi Vinstri grænna. Einnig kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar gagnrýni á skort á eftirliti stýrihóps eigenda en eigendavettvangur er skipaður fimm bæjarstjórum Sjálfstæðisflokks og einum borgarstjóra Samfylkingar. Það er ljóst hvar ábyrgðin liggur. Sjálfstæðisflokkurinn, með nánast alla fulltrúa eigendavettvangs og helming stjórnar Sorpu getur ekki vikið sér undan ábyrgð á þessum alvarlegu mistökum frekar en Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn. Oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík væri því nær að hafa samband við sína flokksfélaga til að viðra athugasemdir sínar enda hafa þeir frá árinu 2013 skipað annað hvort helming stjórnar Sorpu eða meirihluta, rétt eins og þeir eru með 5 af 6 fulltrúum á eigendavettvangi Sorpu. Bæjarfulltrúar Viðreisnar taka undir með niðurstöðu Innri endurskoðunar um að lög um skipan opinberra framkvæmda eigi ætíð að vera höfð til hliðsjónar við stórar framkvæmdir á vegum byggðasamlags í eigu sveitarfélaga. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hljóta að þurfa að bregðast við þessari skýrslu með nýjum og bættum vinnubrögðum fyrirtækja í þeirra eigu sem byggja á gagnsæi og tryggja almannahagsmuni íbúanna.Einar Þorvarðarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í KópavogiJón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í HafnarfirðiKarl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á SeltjarnarnesiSara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í GarðabæValdimar Birgisson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorpa Viðreisn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Í nýbirtri skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkur birtist áfellisdómur yfir stjórnun Sorpu sem staðfestir vandann sem við greindum þá. Þó svo að upplýsingagjöf til stjórnar hafi ekki verið fullnægjandi og framkvæmdastjóri beri þar mikla ábyrgð, þá kemur einnig fram í skýrslunni að stjórn hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu og að stjórnarformaður og stjórnarmenn hefðu átt að hafa frumkvæði að því að afla upplýsinga. Í stjórn Sorpu sitja þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Framsóknarflokks og einn fulltrúi Vinstri grænna. Einnig kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar gagnrýni á skort á eftirliti stýrihóps eigenda en eigendavettvangur er skipaður fimm bæjarstjórum Sjálfstæðisflokks og einum borgarstjóra Samfylkingar. Það er ljóst hvar ábyrgðin liggur. Sjálfstæðisflokkurinn, með nánast alla fulltrúa eigendavettvangs og helming stjórnar Sorpu getur ekki vikið sér undan ábyrgð á þessum alvarlegu mistökum frekar en Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn. Oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík væri því nær að hafa samband við sína flokksfélaga til að viðra athugasemdir sínar enda hafa þeir frá árinu 2013 skipað annað hvort helming stjórnar Sorpu eða meirihluta, rétt eins og þeir eru með 5 af 6 fulltrúum á eigendavettvangi Sorpu. Bæjarfulltrúar Viðreisnar taka undir með niðurstöðu Innri endurskoðunar um að lög um skipan opinberra framkvæmda eigi ætíð að vera höfð til hliðsjónar við stórar framkvæmdir á vegum byggðasamlags í eigu sveitarfélaga. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hljóta að þurfa að bregðast við þessari skýrslu með nýjum og bættum vinnubrögðum fyrirtækja í þeirra eigu sem byggja á gagnsæi og tryggja almannahagsmuni íbúanna.Einar Þorvarðarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í KópavogiJón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í HafnarfirðiKarl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á SeltjarnarnesiSara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í GarðabæValdimar Birgisson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar