Vantar allt að fjörutíu leiguíbúðir í Vík í Mýrdal Kristín Ólafsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 25. janúar 2020 13:48 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. Mikill skortur er á húsnæði í Vík í Mýrdal, ekki síst leiguhúsnæði. Fólki hefur fjölgað mikið í þorpinu vegna mikilla umsvifa í ferðaþjónustu. Tæpur helmingur íbúa sveitarfélagsins er af erlendu bergi brotinn. Í Mýrdalshreppi búa rúmlega 700 manns og þar af eru 44% íbúa af erlendu bergi brotnir. Fjölmennasti aldursflokkurinn er á bilinu 25 til 34 ára. Tvö ár í röð hefur sveitarfélagið verið með hvað mesta hlutfallslega fjölgun íbúa á landsvísu. Það dylst engum að drifkrafturinn í þessari fjölgun er ferðamannaþjónusta sem hefur blómstrað síðustu ár. Þessari íbúafjölgun og umbreytingu sveitarfélagsins úr bændasamfélagi í ferðaþjónustusamfélag fylgja töluverðir vaxtarverkir. Á sama tíma og störfum fjölgar eykst þörfin á búsetuúrræði fyrir íbúana en mikill húsnæðisskortur er í Vík um þessar mundir. Það kemur glöggt fram í nýrri húsnæðisskýrslu, sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps lét vinna fyrir sig. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það er bara þannig að okkur vantar leiguhúsnæði og okkur vantar fyrst og fremst minni, litlar og meðalstórar íbúðir inn á makraðinn. Bæði til kaups og svo til leigu.“ Séð yfir Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason. Þorbjörg segir að það vanti nú þegar 20 til 40 leiguíbúðir, 20 þriggja herbergja íbúðir og 10 stærri íbúðir í Vík. „Það eru í dag í byggingu 15 íbúðir en það dugar bara ekki til.“ Er ekki gaman að vera svona vinsælt sveitarfélag? „Jú, það er rosalega gaman en við myndum gjarnan vilja sjá fleiri börn og fleiri unglinga. Það kannski vantar hjá okkur en það kemur kannski. Það er vísbending um það að það verði fleiri börn þegar svona stór hópur fólks er á barneignaaldri.“ Getið þið ekki skellt í ástarviku? „Það hefur alveg komið til umræðu og hver veit.“ Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi er í Mýrdalshreppi en alls eru 44% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang. „Við bara fögnum því. Það er fjölbreytileikinn sem drífur okkur áfram og þetta hjálpar okkur við að fá fólk í þau störf sem vantar. Margir eru að læra íslensku. Ég hef til dæmis sagt frá því áður að á skrifstofunni hjá mér, þar sem við störfum fimm, þar eru tveir starfsmenn af erlendu bergi brotnir sem eru mjög góðir í íslensku og hafa fengið tækifæri samkvæmt því. Þannig er það í Mýrdalnum, við gefum fólki tækifæri ef það hefur áhuga á því og leggur sig fram.“ Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mýrdalshreppur Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Mikill skortur er á húsnæði í Vík í Mýrdal, ekki síst leiguhúsnæði. Fólki hefur fjölgað mikið í þorpinu vegna mikilla umsvifa í ferðaþjónustu. Tæpur helmingur íbúa sveitarfélagsins er af erlendu bergi brotinn. Í Mýrdalshreppi búa rúmlega 700 manns og þar af eru 44% íbúa af erlendu bergi brotnir. Fjölmennasti aldursflokkurinn er á bilinu 25 til 34 ára. Tvö ár í röð hefur sveitarfélagið verið með hvað mesta hlutfallslega fjölgun íbúa á landsvísu. Það dylst engum að drifkrafturinn í þessari fjölgun er ferðamannaþjónusta sem hefur blómstrað síðustu ár. Þessari íbúafjölgun og umbreytingu sveitarfélagsins úr bændasamfélagi í ferðaþjónustusamfélag fylgja töluverðir vaxtarverkir. Á sama tíma og störfum fjölgar eykst þörfin á búsetuúrræði fyrir íbúana en mikill húsnæðisskortur er í Vík um þessar mundir. Það kemur glöggt fram í nýrri húsnæðisskýrslu, sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps lét vinna fyrir sig. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það er bara þannig að okkur vantar leiguhúsnæði og okkur vantar fyrst og fremst minni, litlar og meðalstórar íbúðir inn á makraðinn. Bæði til kaups og svo til leigu.“ Séð yfir Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason. Þorbjörg segir að það vanti nú þegar 20 til 40 leiguíbúðir, 20 þriggja herbergja íbúðir og 10 stærri íbúðir í Vík. „Það eru í dag í byggingu 15 íbúðir en það dugar bara ekki til.“ Er ekki gaman að vera svona vinsælt sveitarfélag? „Jú, það er rosalega gaman en við myndum gjarnan vilja sjá fleiri börn og fleiri unglinga. Það kannski vantar hjá okkur en það kemur kannski. Það er vísbending um það að það verði fleiri börn þegar svona stór hópur fólks er á barneignaaldri.“ Getið þið ekki skellt í ástarviku? „Það hefur alveg komið til umræðu og hver veit.“ Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi er í Mýrdalshreppi en alls eru 44% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang. „Við bara fögnum því. Það er fjölbreytileikinn sem drífur okkur áfram og þetta hjálpar okkur við að fá fólk í þau störf sem vantar. Margir eru að læra íslensku. Ég hef til dæmis sagt frá því áður að á skrifstofunni hjá mér, þar sem við störfum fimm, þar eru tveir starfsmenn af erlendu bergi brotnir sem eru mjög góðir í íslensku og hafa fengið tækifæri samkvæmt því. Þannig er það í Mýrdalnum, við gefum fólki tækifæri ef það hefur áhuga á því og leggur sig fram.“
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mýrdalshreppur Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent