Vantar allt að fjörutíu leiguíbúðir í Vík í Mýrdal Kristín Ólafsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 25. janúar 2020 13:48 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. Mikill skortur er á húsnæði í Vík í Mýrdal, ekki síst leiguhúsnæði. Fólki hefur fjölgað mikið í þorpinu vegna mikilla umsvifa í ferðaþjónustu. Tæpur helmingur íbúa sveitarfélagsins er af erlendu bergi brotinn. Í Mýrdalshreppi búa rúmlega 700 manns og þar af eru 44% íbúa af erlendu bergi brotnir. Fjölmennasti aldursflokkurinn er á bilinu 25 til 34 ára. Tvö ár í röð hefur sveitarfélagið verið með hvað mesta hlutfallslega fjölgun íbúa á landsvísu. Það dylst engum að drifkrafturinn í þessari fjölgun er ferðamannaþjónusta sem hefur blómstrað síðustu ár. Þessari íbúafjölgun og umbreytingu sveitarfélagsins úr bændasamfélagi í ferðaþjónustusamfélag fylgja töluverðir vaxtarverkir. Á sama tíma og störfum fjölgar eykst þörfin á búsetuúrræði fyrir íbúana en mikill húsnæðisskortur er í Vík um þessar mundir. Það kemur glöggt fram í nýrri húsnæðisskýrslu, sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps lét vinna fyrir sig. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það er bara þannig að okkur vantar leiguhúsnæði og okkur vantar fyrst og fremst minni, litlar og meðalstórar íbúðir inn á makraðinn. Bæði til kaups og svo til leigu.“ Séð yfir Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason. Þorbjörg segir að það vanti nú þegar 20 til 40 leiguíbúðir, 20 þriggja herbergja íbúðir og 10 stærri íbúðir í Vík. „Það eru í dag í byggingu 15 íbúðir en það dugar bara ekki til.“ Er ekki gaman að vera svona vinsælt sveitarfélag? „Jú, það er rosalega gaman en við myndum gjarnan vilja sjá fleiri börn og fleiri unglinga. Það kannski vantar hjá okkur en það kemur kannski. Það er vísbending um það að það verði fleiri börn þegar svona stór hópur fólks er á barneignaaldri.“ Getið þið ekki skellt í ástarviku? „Það hefur alveg komið til umræðu og hver veit.“ Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi er í Mýrdalshreppi en alls eru 44% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang. „Við bara fögnum því. Það er fjölbreytileikinn sem drífur okkur áfram og þetta hjálpar okkur við að fá fólk í þau störf sem vantar. Margir eru að læra íslensku. Ég hef til dæmis sagt frá því áður að á skrifstofunni hjá mér, þar sem við störfum fimm, þar eru tveir starfsmenn af erlendu bergi brotnir sem eru mjög góðir í íslensku og hafa fengið tækifæri samkvæmt því. Þannig er það í Mýrdalnum, við gefum fólki tækifæri ef það hefur áhuga á því og leggur sig fram.“ Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mýrdalshreppur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikill skortur er á húsnæði í Vík í Mýrdal, ekki síst leiguhúsnæði. Fólki hefur fjölgað mikið í þorpinu vegna mikilla umsvifa í ferðaþjónustu. Tæpur helmingur íbúa sveitarfélagsins er af erlendu bergi brotinn. Í Mýrdalshreppi búa rúmlega 700 manns og þar af eru 44% íbúa af erlendu bergi brotnir. Fjölmennasti aldursflokkurinn er á bilinu 25 til 34 ára. Tvö ár í röð hefur sveitarfélagið verið með hvað mesta hlutfallslega fjölgun íbúa á landsvísu. Það dylst engum að drifkrafturinn í þessari fjölgun er ferðamannaþjónusta sem hefur blómstrað síðustu ár. Þessari íbúafjölgun og umbreytingu sveitarfélagsins úr bændasamfélagi í ferðaþjónustusamfélag fylgja töluverðir vaxtarverkir. Á sama tíma og störfum fjölgar eykst þörfin á búsetuúrræði fyrir íbúana en mikill húsnæðisskortur er í Vík um þessar mundir. Það kemur glöggt fram í nýrri húsnæðisskýrslu, sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps lét vinna fyrir sig. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það er bara þannig að okkur vantar leiguhúsnæði og okkur vantar fyrst og fremst minni, litlar og meðalstórar íbúðir inn á makraðinn. Bæði til kaups og svo til leigu.“ Séð yfir Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason. Þorbjörg segir að það vanti nú þegar 20 til 40 leiguíbúðir, 20 þriggja herbergja íbúðir og 10 stærri íbúðir í Vík. „Það eru í dag í byggingu 15 íbúðir en það dugar bara ekki til.“ Er ekki gaman að vera svona vinsælt sveitarfélag? „Jú, það er rosalega gaman en við myndum gjarnan vilja sjá fleiri börn og fleiri unglinga. Það kannski vantar hjá okkur en það kemur kannski. Það er vísbending um það að það verði fleiri börn þegar svona stór hópur fólks er á barneignaaldri.“ Getið þið ekki skellt í ástarviku? „Það hefur alveg komið til umræðu og hver veit.“ Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi er í Mýrdalshreppi en alls eru 44% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang. „Við bara fögnum því. Það er fjölbreytileikinn sem drífur okkur áfram og þetta hjálpar okkur við að fá fólk í þau störf sem vantar. Margir eru að læra íslensku. Ég hef til dæmis sagt frá því áður að á skrifstofunni hjá mér, þar sem við störfum fimm, þar eru tveir starfsmenn af erlendu bergi brotnir sem eru mjög góðir í íslensku og hafa fengið tækifæri samkvæmt því. Þannig er það í Mýrdalnum, við gefum fólki tækifæri ef það hefur áhuga á því og leggur sig fram.“
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mýrdalshreppur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira