Vantar allt að fjörutíu leiguíbúðir í Vík í Mýrdal Kristín Ólafsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 25. janúar 2020 13:48 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. Mikill skortur er á húsnæði í Vík í Mýrdal, ekki síst leiguhúsnæði. Fólki hefur fjölgað mikið í þorpinu vegna mikilla umsvifa í ferðaþjónustu. Tæpur helmingur íbúa sveitarfélagsins er af erlendu bergi brotinn. Í Mýrdalshreppi búa rúmlega 700 manns og þar af eru 44% íbúa af erlendu bergi brotnir. Fjölmennasti aldursflokkurinn er á bilinu 25 til 34 ára. Tvö ár í röð hefur sveitarfélagið verið með hvað mesta hlutfallslega fjölgun íbúa á landsvísu. Það dylst engum að drifkrafturinn í þessari fjölgun er ferðamannaþjónusta sem hefur blómstrað síðustu ár. Þessari íbúafjölgun og umbreytingu sveitarfélagsins úr bændasamfélagi í ferðaþjónustusamfélag fylgja töluverðir vaxtarverkir. Á sama tíma og störfum fjölgar eykst þörfin á búsetuúrræði fyrir íbúana en mikill húsnæðisskortur er í Vík um þessar mundir. Það kemur glöggt fram í nýrri húsnæðisskýrslu, sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps lét vinna fyrir sig. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það er bara þannig að okkur vantar leiguhúsnæði og okkur vantar fyrst og fremst minni, litlar og meðalstórar íbúðir inn á makraðinn. Bæði til kaups og svo til leigu.“ Séð yfir Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason. Þorbjörg segir að það vanti nú þegar 20 til 40 leiguíbúðir, 20 þriggja herbergja íbúðir og 10 stærri íbúðir í Vík. „Það eru í dag í byggingu 15 íbúðir en það dugar bara ekki til.“ Er ekki gaman að vera svona vinsælt sveitarfélag? „Jú, það er rosalega gaman en við myndum gjarnan vilja sjá fleiri börn og fleiri unglinga. Það kannski vantar hjá okkur en það kemur kannski. Það er vísbending um það að það verði fleiri börn þegar svona stór hópur fólks er á barneignaaldri.“ Getið þið ekki skellt í ástarviku? „Það hefur alveg komið til umræðu og hver veit.“ Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi er í Mýrdalshreppi en alls eru 44% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang. „Við bara fögnum því. Það er fjölbreytileikinn sem drífur okkur áfram og þetta hjálpar okkur við að fá fólk í þau störf sem vantar. Margir eru að læra íslensku. Ég hef til dæmis sagt frá því áður að á skrifstofunni hjá mér, þar sem við störfum fimm, þar eru tveir starfsmenn af erlendu bergi brotnir sem eru mjög góðir í íslensku og hafa fengið tækifæri samkvæmt því. Þannig er það í Mýrdalnum, við gefum fólki tækifæri ef það hefur áhuga á því og leggur sig fram.“ Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mýrdalshreppur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Mikill skortur er á húsnæði í Vík í Mýrdal, ekki síst leiguhúsnæði. Fólki hefur fjölgað mikið í þorpinu vegna mikilla umsvifa í ferðaþjónustu. Tæpur helmingur íbúa sveitarfélagsins er af erlendu bergi brotinn. Í Mýrdalshreppi búa rúmlega 700 manns og þar af eru 44% íbúa af erlendu bergi brotnir. Fjölmennasti aldursflokkurinn er á bilinu 25 til 34 ára. Tvö ár í röð hefur sveitarfélagið verið með hvað mesta hlutfallslega fjölgun íbúa á landsvísu. Það dylst engum að drifkrafturinn í þessari fjölgun er ferðamannaþjónusta sem hefur blómstrað síðustu ár. Þessari íbúafjölgun og umbreytingu sveitarfélagsins úr bændasamfélagi í ferðaþjónustusamfélag fylgja töluverðir vaxtarverkir. Á sama tíma og störfum fjölgar eykst þörfin á búsetuúrræði fyrir íbúana en mikill húsnæðisskortur er í Vík um þessar mundir. Það kemur glöggt fram í nýrri húsnæðisskýrslu, sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps lét vinna fyrir sig. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það er bara þannig að okkur vantar leiguhúsnæði og okkur vantar fyrst og fremst minni, litlar og meðalstórar íbúðir inn á makraðinn. Bæði til kaups og svo til leigu.“ Séð yfir Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason. Þorbjörg segir að það vanti nú þegar 20 til 40 leiguíbúðir, 20 þriggja herbergja íbúðir og 10 stærri íbúðir í Vík. „Það eru í dag í byggingu 15 íbúðir en það dugar bara ekki til.“ Er ekki gaman að vera svona vinsælt sveitarfélag? „Jú, það er rosalega gaman en við myndum gjarnan vilja sjá fleiri börn og fleiri unglinga. Það kannski vantar hjá okkur en það kemur kannski. Það er vísbending um það að það verði fleiri börn þegar svona stór hópur fólks er á barneignaaldri.“ Getið þið ekki skellt í ástarviku? „Það hefur alveg komið til umræðu og hver veit.“ Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi er í Mýrdalshreppi en alls eru 44% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang. „Við bara fögnum því. Það er fjölbreytileikinn sem drífur okkur áfram og þetta hjálpar okkur við að fá fólk í þau störf sem vantar. Margir eru að læra íslensku. Ég hef til dæmis sagt frá því áður að á skrifstofunni hjá mér, þar sem við störfum fimm, þar eru tveir starfsmenn af erlendu bergi brotnir sem eru mjög góðir í íslensku og hafa fengið tækifæri samkvæmt því. Þannig er það í Mýrdalnum, við gefum fólki tækifæri ef það hefur áhuga á því og leggur sig fram.“
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mýrdalshreppur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira