Blaðakonan sem tísti um nauðgunarmál Kobe Bryant braut ekki reglur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 08:06 Kobe Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudagsmorgun. Dóttir hans, Gianna Bryant, lést einnig í slysinu, sem og sjö aðrir. Vísir/getty Blaðamaður Washington Post, sem vikið var tímabundið frá störfum vegna tísta um körfuboltamanninn Kobe Bryant í kjölfar andláts hans, braut ekki í bága við samfélagsmiðlastefnu blaðsins með tístum sínum. Þá kveðst ritstjóri hjá blaðinu sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu blaðamannsins. Sjá einnig: Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudag, ásamt Giönnu, þrettán ára dóttur sinni, og sjö öðrum. Skömmu eftir að fregnir bárust af andláti Bryants birti Felicia Sonmez, umræddur blaðamaður Washington Post, á Twitter-reikningi sínum hlekk á þriggja ára gamla grein Daily Beast um Bryant, þar sem fjallað er ítarlega um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi árið 2003. Felicia Sonmez, blaðamaður Washington Post.Twitter Sonmez eyddi að endingu tístum sínum um málið, alls þremur, að ósk ritstjóra hjá Washington Post. Þá var henni tjáð að hún hefði með tístum sínum sýnt af sér alvarlegt dómgreindarleysi og grafið undan störfum samstarfsfélaga sinna. Henni var að lokum vikið tímabundið frá störfum á meðan yfirmenn könnuðu hvort hún hefði brotið í bága við samfélagsmiðlastefnu Washington Post. Tíst Sonmez vöktu einnig mikla reiði reiði netverja, sem margir sendu henni líflátshótanir og birtu heimilisfang hennar. Yfir 200 blaðamenn Washington Post skrifuðu í kjölfarið undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð ritstjóra hjá blaðinu voru harðlega gagnrýnd. Í yfirlýsingu frá Tracy Grant, öðrum ritstjóranum sem fór með mál Sonmez, segir að hún hafi ekki gerst brotleg við umræddar samfélagsmiðlareglur starfsmanna. Þá kvaðst Grant sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu Sonmez. Ekki kemur fram í frétt Guardian hvort Sonmez hafi hafið störf hjá blaðinu að nýju. Kobe Bryant var handtekinn árið 2003 eftir að starfsmaður hótels í Colorado-ríki í Bandaríkjunum sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Ákæra á hendur honum var látin niður falla tveimur árum síðar og samkomulag náðist við meintan þolanda. Bryant sagði í yfirlýsingu um málið á sínum tíma að hann hefði talið að hann hefði fengið samþykki konunnar áður en þau stunduðu kynlíf. Hann væri hins vegar meðvitaður um að konan hefði ekki verið á sama máli. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fjölmiðlar Körfubolti Tengdar fréttir Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. 28. janúar 2020 13:00 Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. 28. janúar 2020 11:15 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. 29. janúar 2020 07:30 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Blaðamaður Washington Post, sem vikið var tímabundið frá störfum vegna tísta um körfuboltamanninn Kobe Bryant í kjölfar andláts hans, braut ekki í bága við samfélagsmiðlastefnu blaðsins með tístum sínum. Þá kveðst ritstjóri hjá blaðinu sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu blaðamannsins. Sjá einnig: Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudag, ásamt Giönnu, þrettán ára dóttur sinni, og sjö öðrum. Skömmu eftir að fregnir bárust af andláti Bryants birti Felicia Sonmez, umræddur blaðamaður Washington Post, á Twitter-reikningi sínum hlekk á þriggja ára gamla grein Daily Beast um Bryant, þar sem fjallað er ítarlega um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi árið 2003. Felicia Sonmez, blaðamaður Washington Post.Twitter Sonmez eyddi að endingu tístum sínum um málið, alls þremur, að ósk ritstjóra hjá Washington Post. Þá var henni tjáð að hún hefði með tístum sínum sýnt af sér alvarlegt dómgreindarleysi og grafið undan störfum samstarfsfélaga sinna. Henni var að lokum vikið tímabundið frá störfum á meðan yfirmenn könnuðu hvort hún hefði brotið í bága við samfélagsmiðlastefnu Washington Post. Tíst Sonmez vöktu einnig mikla reiði reiði netverja, sem margir sendu henni líflátshótanir og birtu heimilisfang hennar. Yfir 200 blaðamenn Washington Post skrifuðu í kjölfarið undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð ritstjóra hjá blaðinu voru harðlega gagnrýnd. Í yfirlýsingu frá Tracy Grant, öðrum ritstjóranum sem fór með mál Sonmez, segir að hún hafi ekki gerst brotleg við umræddar samfélagsmiðlareglur starfsmanna. Þá kvaðst Grant sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu Sonmez. Ekki kemur fram í frétt Guardian hvort Sonmez hafi hafið störf hjá blaðinu að nýju. Kobe Bryant var handtekinn árið 2003 eftir að starfsmaður hótels í Colorado-ríki í Bandaríkjunum sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Ákæra á hendur honum var látin niður falla tveimur árum síðar og samkomulag náðist við meintan þolanda. Bryant sagði í yfirlýsingu um málið á sínum tíma að hann hefði talið að hann hefði fengið samþykki konunnar áður en þau stunduðu kynlíf. Hann væri hins vegar meðvitaður um að konan hefði ekki verið á sama máli.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fjölmiðlar Körfubolti Tengdar fréttir Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. 28. janúar 2020 13:00 Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. 28. janúar 2020 11:15 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. 29. janúar 2020 07:30 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. 28. janúar 2020 13:00
Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. 28. janúar 2020 11:15
Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30
Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. 29. janúar 2020 07:30