Blaðakonan sem tísti um nauðgunarmál Kobe Bryant braut ekki reglur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 08:06 Kobe Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudagsmorgun. Dóttir hans, Gianna Bryant, lést einnig í slysinu, sem og sjö aðrir. Vísir/getty Blaðamaður Washington Post, sem vikið var tímabundið frá störfum vegna tísta um körfuboltamanninn Kobe Bryant í kjölfar andláts hans, braut ekki í bága við samfélagsmiðlastefnu blaðsins með tístum sínum. Þá kveðst ritstjóri hjá blaðinu sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu blaðamannsins. Sjá einnig: Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudag, ásamt Giönnu, þrettán ára dóttur sinni, og sjö öðrum. Skömmu eftir að fregnir bárust af andláti Bryants birti Felicia Sonmez, umræddur blaðamaður Washington Post, á Twitter-reikningi sínum hlekk á þriggja ára gamla grein Daily Beast um Bryant, þar sem fjallað er ítarlega um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi árið 2003. Felicia Sonmez, blaðamaður Washington Post.Twitter Sonmez eyddi að endingu tístum sínum um málið, alls þremur, að ósk ritstjóra hjá Washington Post. Þá var henni tjáð að hún hefði með tístum sínum sýnt af sér alvarlegt dómgreindarleysi og grafið undan störfum samstarfsfélaga sinna. Henni var að lokum vikið tímabundið frá störfum á meðan yfirmenn könnuðu hvort hún hefði brotið í bága við samfélagsmiðlastefnu Washington Post. Tíst Sonmez vöktu einnig mikla reiði reiði netverja, sem margir sendu henni líflátshótanir og birtu heimilisfang hennar. Yfir 200 blaðamenn Washington Post skrifuðu í kjölfarið undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð ritstjóra hjá blaðinu voru harðlega gagnrýnd. Í yfirlýsingu frá Tracy Grant, öðrum ritstjóranum sem fór með mál Sonmez, segir að hún hafi ekki gerst brotleg við umræddar samfélagsmiðlareglur starfsmanna. Þá kvaðst Grant sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu Sonmez. Ekki kemur fram í frétt Guardian hvort Sonmez hafi hafið störf hjá blaðinu að nýju. Kobe Bryant var handtekinn árið 2003 eftir að starfsmaður hótels í Colorado-ríki í Bandaríkjunum sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Ákæra á hendur honum var látin niður falla tveimur árum síðar og samkomulag náðist við meintan þolanda. Bryant sagði í yfirlýsingu um málið á sínum tíma að hann hefði talið að hann hefði fengið samþykki konunnar áður en þau stunduðu kynlíf. Hann væri hins vegar meðvitaður um að konan hefði ekki verið á sama máli. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fjölmiðlar Körfubolti Tengdar fréttir Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. 28. janúar 2020 13:00 Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. 28. janúar 2020 11:15 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. 29. janúar 2020 07:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Blaðamaður Washington Post, sem vikið var tímabundið frá störfum vegna tísta um körfuboltamanninn Kobe Bryant í kjölfar andláts hans, braut ekki í bága við samfélagsmiðlastefnu blaðsins með tístum sínum. Þá kveðst ritstjóri hjá blaðinu sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu blaðamannsins. Sjá einnig: Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudag, ásamt Giönnu, þrettán ára dóttur sinni, og sjö öðrum. Skömmu eftir að fregnir bárust af andláti Bryants birti Felicia Sonmez, umræddur blaðamaður Washington Post, á Twitter-reikningi sínum hlekk á þriggja ára gamla grein Daily Beast um Bryant, þar sem fjallað er ítarlega um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi árið 2003. Felicia Sonmez, blaðamaður Washington Post.Twitter Sonmez eyddi að endingu tístum sínum um málið, alls þremur, að ósk ritstjóra hjá Washington Post. Þá var henni tjáð að hún hefði með tístum sínum sýnt af sér alvarlegt dómgreindarleysi og grafið undan störfum samstarfsfélaga sinna. Henni var að lokum vikið tímabundið frá störfum á meðan yfirmenn könnuðu hvort hún hefði brotið í bága við samfélagsmiðlastefnu Washington Post. Tíst Sonmez vöktu einnig mikla reiði reiði netverja, sem margir sendu henni líflátshótanir og birtu heimilisfang hennar. Yfir 200 blaðamenn Washington Post skrifuðu í kjölfarið undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð ritstjóra hjá blaðinu voru harðlega gagnrýnd. Í yfirlýsingu frá Tracy Grant, öðrum ritstjóranum sem fór með mál Sonmez, segir að hún hafi ekki gerst brotleg við umræddar samfélagsmiðlareglur starfsmanna. Þá kvaðst Grant sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu Sonmez. Ekki kemur fram í frétt Guardian hvort Sonmez hafi hafið störf hjá blaðinu að nýju. Kobe Bryant var handtekinn árið 2003 eftir að starfsmaður hótels í Colorado-ríki í Bandaríkjunum sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Ákæra á hendur honum var látin niður falla tveimur árum síðar og samkomulag náðist við meintan þolanda. Bryant sagði í yfirlýsingu um málið á sínum tíma að hann hefði talið að hann hefði fengið samþykki konunnar áður en þau stunduðu kynlíf. Hann væri hins vegar meðvitaður um að konan hefði ekki verið á sama máli.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fjölmiðlar Körfubolti Tengdar fréttir Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. 28. janúar 2020 13:00 Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. 28. janúar 2020 11:15 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. 29. janúar 2020 07:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. 28. janúar 2020 13:00
Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. 28. janúar 2020 11:15
Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30
Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. 29. janúar 2020 07:30
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent