Eitt fallegasta lag Elvis Presley sungið þegar goðsögnin Vilhjálmur var borinn til grafar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 16:30 Fjöldi manns minntist Vilhjálms í Hallgrímskirkju auk þess sem fylgst var með útsendingunni víða um land. Vísir/vilhelm Útför Vilhjálms Einarssonar, skólastjóra og frjálsíþróttamanns, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Vilhjálmur lést á Landspítalanum þann 28. desember síðastliðinn, 85 ára að aldri. Óhætt er að segja að goðsögn hafi kvatt þennan heim en Vilhjálmur var fyrsti verðlaunahafi Íslands á Ólympíuleikum. Mikill fjöldi sótti útförina í Hallgrímskirkju auk þess sem þúsundir fylgdust með henni í beinni útsendingu víða um land. Félagar í Karlakór Reykjavíkur sungu lagið I can't help falling in love sem Elvis Presley gerði frægt á sínum tíma. Elvis og Vilhjálmur voru af sömu kynslóð en aðeins eitt ár skildi þá að. Vilhjálmur var handhafi Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu íþrótta- og uppeldismála, en hann starfaði lengst af sem kennari og skólameistari. Þá telst Vilhjálmur einnig meðal fræknustu íþróttamanna Íslandssögunnar eftir að hafa hlotið silfurverðlaun, fyrstur Íslendinga, á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Þar að auki var hann fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Vilhjálmur var 85 ára þegar hann lést. Vinir, samstarfsmenn og ættingjar Vilhjálms minntust hans í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. Þar er Vilhjálmi lýst sem góðum uppalanda sem aldrei fór í manngreinigarálit, laus við allt yfirlæti og dramb. „Pabbi var hetja í augum margra. Fyrir mér var hann annað og meira en íþróttahetja. Hann var leikfélagi, kennari og hugmyndasmiður sem bauð upp á ýmislegt skemmtilegt og fjölbreytileikinn mikill sem okkur bræðrum var boðið upp á að kynnast,“ skrifar sonur hans Einar sem var sjálfur um árabil í fremstu röð í heiminum í spjótkasti. Þá er Vilhjálmur jafnframt sagður hafa verið góður sönglagasmiður og afkastamikill frístundamálari. Myndir hans prýða fjölmörg íslensk heimili, auk þess sem þeim er gert hátt undir höfði í útfararskrá Vilhjálms. Lítið ferðaveður er á landinu í dag og var því ákveðið að sýna jafnframt frá athöfninni á breiðtjaldi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin var í höndum séra Sigurðs Jónssonar. Jónas Þórir lék á orgel og Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Valgerður Guðnadóttir auk félaga úr Karlakór Reykjavíkur sáu um söng. Vilhjálmur verður jarðsettur síðar í Reykholtskirkjugarði. Upptöku frá útförinni má sjá hér að neðan. Andlát Reykjavík Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Útför Vilhjálms Einarssonar, skólastjóra og frjálsíþróttamanns, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Vilhjálmur lést á Landspítalanum þann 28. desember síðastliðinn, 85 ára að aldri. Óhætt er að segja að goðsögn hafi kvatt þennan heim en Vilhjálmur var fyrsti verðlaunahafi Íslands á Ólympíuleikum. Mikill fjöldi sótti útförina í Hallgrímskirkju auk þess sem þúsundir fylgdust með henni í beinni útsendingu víða um land. Félagar í Karlakór Reykjavíkur sungu lagið I can't help falling in love sem Elvis Presley gerði frægt á sínum tíma. Elvis og Vilhjálmur voru af sömu kynslóð en aðeins eitt ár skildi þá að. Vilhjálmur var handhafi Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu íþrótta- og uppeldismála, en hann starfaði lengst af sem kennari og skólameistari. Þá telst Vilhjálmur einnig meðal fræknustu íþróttamanna Íslandssögunnar eftir að hafa hlotið silfurverðlaun, fyrstur Íslendinga, á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Þar að auki var hann fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Vilhjálmur var 85 ára þegar hann lést. Vinir, samstarfsmenn og ættingjar Vilhjálms minntust hans í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. Þar er Vilhjálmi lýst sem góðum uppalanda sem aldrei fór í manngreinigarálit, laus við allt yfirlæti og dramb. „Pabbi var hetja í augum margra. Fyrir mér var hann annað og meira en íþróttahetja. Hann var leikfélagi, kennari og hugmyndasmiður sem bauð upp á ýmislegt skemmtilegt og fjölbreytileikinn mikill sem okkur bræðrum var boðið upp á að kynnast,“ skrifar sonur hans Einar sem var sjálfur um árabil í fremstu röð í heiminum í spjótkasti. Þá er Vilhjálmur jafnframt sagður hafa verið góður sönglagasmiður og afkastamikill frístundamálari. Myndir hans prýða fjölmörg íslensk heimili, auk þess sem þeim er gert hátt undir höfði í útfararskrá Vilhjálms. Lítið ferðaveður er á landinu í dag og var því ákveðið að sýna jafnframt frá athöfninni á breiðtjaldi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin var í höndum séra Sigurðs Jónssonar. Jónas Þórir lék á orgel og Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Valgerður Guðnadóttir auk félaga úr Karlakór Reykjavíkur sáu um söng. Vilhjálmur verður jarðsettur síðar í Reykholtskirkjugarði. Upptöku frá útförinni má sjá hér að neðan.
Andlát Reykjavík Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent