Hefja undirbúning verkfallsaðgerða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 15:39 Mynd er af fundi samninganefndarinnar í dag 10. janúar þar sem tillaga um vinnustöðvun var samþykkt. Nefndin er skipuð félagsmönnum Eflingar hjá borginni. efling Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsmenn þurfi að samþykkja tillöguna og að undirbúningur sé hafinn á skrifstofum Eflingar fyrir atkvæðagreiðslu. Samkvæmt tillögunni verða hálfir og heilir verkfallsdagar með stigvaxandi þéttleika fyrri hluta febrúarmánuðar og ótímabundið verkfall frá mánudeginum 17. febrúar. Rúmlega 1800 starfsmenn Reykjavíkurborgar starfa undir kjarasamningi Eflingar. Þar af eru yfir 1000 á leikskólum, 710 í umönnunarstörfum á Velferðarsviði og um 140 í fjölbreyttum störfum á Umhverfis- og skipulagssviði. „Reykjavíkurborg hefur enga viðleitni sýnt til að koma til móts við vanda láglaunafólksins sem heldur uppi grunnþjónustu borgarinnar eða til að standa við eigin fagurgala um borgina sem vinnustað jöfnuðar. Reykjavíkurborg hefur sýnt starfsfólki sínu á lægstu laununum vanvirðingu í þessum viðræðum, með framkomu sinni, töfum og sinnuleysi,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formaður Eflingar. „Við höfum fengið nóg. Við krefjumst þess að gengið verði frá sanngjörnum samningi sem fyrst. Við bindum vonir við fundinn í næstu viku.“ Tillögu samninganefndar Eflingar um vinnustöðvun má sjá hér fyrir neðan: Fundur samninganefndar Eflingar - stéttarfélags gagnvart Reykjavíkurborg haldinn 10. janúar 2020 kl. 13:30 í salarkynnum Ríkissáttasemjara, Borgartúni 21, samþykkir að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar skv. 15. grein laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Samningaviðræður um framlagðar kröfur Eflingar - stéttarfélags vegna endurnýjunar kjarasamnings við Reykjavíkurborg fyrir hönd félagsmanna Eflingar hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Yfirlýsing um að félagið telji viðræðurnar árangurslausar var send til ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborgar þann 20. desember 2019 og staðfest á fundi 10. janúar 2020. Vinnustöðvunin tekur til félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkurborg skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar - stéttarfélags sem rann út þann 31. mars 2019. Vinnustöðvunin tekur til allra þeirra starfa sem unnin eru samkvæmt ofangreindum samningi. Vinnustöðvunin er með þeim hætti að félagsmenn leggja niður vinnu annars vegar tímabundið á tilgreindum dögum og hins vegar ótímabundið frá tiltekinni dagsetningu. - Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 á hádegi og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:00 á hádegi og fram til klukkan 23:59. - Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. 4. desember 2019 12:48 Efling slítur viðræðum við Reykjavíkurborg Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 16:39 Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 22:17 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsmenn þurfi að samþykkja tillöguna og að undirbúningur sé hafinn á skrifstofum Eflingar fyrir atkvæðagreiðslu. Samkvæmt tillögunni verða hálfir og heilir verkfallsdagar með stigvaxandi þéttleika fyrri hluta febrúarmánuðar og ótímabundið verkfall frá mánudeginum 17. febrúar. Rúmlega 1800 starfsmenn Reykjavíkurborgar starfa undir kjarasamningi Eflingar. Þar af eru yfir 1000 á leikskólum, 710 í umönnunarstörfum á Velferðarsviði og um 140 í fjölbreyttum störfum á Umhverfis- og skipulagssviði. „Reykjavíkurborg hefur enga viðleitni sýnt til að koma til móts við vanda láglaunafólksins sem heldur uppi grunnþjónustu borgarinnar eða til að standa við eigin fagurgala um borgina sem vinnustað jöfnuðar. Reykjavíkurborg hefur sýnt starfsfólki sínu á lægstu laununum vanvirðingu í þessum viðræðum, með framkomu sinni, töfum og sinnuleysi,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formaður Eflingar. „Við höfum fengið nóg. Við krefjumst þess að gengið verði frá sanngjörnum samningi sem fyrst. Við bindum vonir við fundinn í næstu viku.“ Tillögu samninganefndar Eflingar um vinnustöðvun má sjá hér fyrir neðan: Fundur samninganefndar Eflingar - stéttarfélags gagnvart Reykjavíkurborg haldinn 10. janúar 2020 kl. 13:30 í salarkynnum Ríkissáttasemjara, Borgartúni 21, samþykkir að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar skv. 15. grein laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Samningaviðræður um framlagðar kröfur Eflingar - stéttarfélags vegna endurnýjunar kjarasamnings við Reykjavíkurborg fyrir hönd félagsmanna Eflingar hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Yfirlýsing um að félagið telji viðræðurnar árangurslausar var send til ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborgar þann 20. desember 2019 og staðfest á fundi 10. janúar 2020. Vinnustöðvunin tekur til félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkurborg skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar - stéttarfélags sem rann út þann 31. mars 2019. Vinnustöðvunin tekur til allra þeirra starfa sem unnin eru samkvæmt ofangreindum samningi. Vinnustöðvunin er með þeim hætti að félagsmenn leggja niður vinnu annars vegar tímabundið á tilgreindum dögum og hins vegar ótímabundið frá tiltekinni dagsetningu. - Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 á hádegi og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:00 á hádegi og fram til klukkan 23:59. - Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. 4. desember 2019 12:48 Efling slítur viðræðum við Reykjavíkurborg Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 16:39 Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 22:17 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. 4. desember 2019 12:48
Efling slítur viðræðum við Reykjavíkurborg Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 16:39
Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 22:17