Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 17:06 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. Þetta kemur fram í færslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Facebook í dag þar sem hún bregst við ummælum um meintan niðurskurð fjárframlaga til spítalans. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu en í morgun sendi þingflokkur Samfylkingarinnar meðal annars frá sér ályktun þar sem staðan er hörmuð og ríkisstjórnin hvött til að bregðast við ástandinu strax. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að íslensk stjórnvöld hafi tekið pólitíska ákvörðun um að setja ekki nægt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Svandís segir allt tal um niðurskurð fjárframlaga til Landspítalans í besta falli vera byggt á misskilningi. Engin niðurskurðarkrafa hefur verið gerð á Landspítala af minni hálfu á kjörtímabilinu. Landspítalinn hefur þó þurft að bregðast við hallarekstri til þess að hagræða eftir að rekstur spítalans fór verulega fram úr þeim stórauknu heimildum sem stofnunin hefur fengið undanfarin ár á fjárlögum,“ skrifar Svandís í færslu sinni. Ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið með ýmsum ráðum. Þær áherslur endurspeglist meðal annars í nýrri heilbrigðisstefnu þar sem til að mynda er lögð áhersla á að efla heilsugæsluna. „Fjárframlög til þjónustunnar nemur 19.5% á kjörtímabilinu auk þess sem hlutverk og staða heilsugæslunnar í þjónustunni um allt land hefur verið styrkt og skilgreind enn betur en áður var,“ skrifar Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. Þetta kemur fram í færslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Facebook í dag þar sem hún bregst við ummælum um meintan niðurskurð fjárframlaga til spítalans. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu en í morgun sendi þingflokkur Samfylkingarinnar meðal annars frá sér ályktun þar sem staðan er hörmuð og ríkisstjórnin hvött til að bregðast við ástandinu strax. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að íslensk stjórnvöld hafi tekið pólitíska ákvörðun um að setja ekki nægt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Svandís segir allt tal um niðurskurð fjárframlaga til Landspítalans í besta falli vera byggt á misskilningi. Engin niðurskurðarkrafa hefur verið gerð á Landspítala af minni hálfu á kjörtímabilinu. Landspítalinn hefur þó þurft að bregðast við hallarekstri til þess að hagræða eftir að rekstur spítalans fór verulega fram úr þeim stórauknu heimildum sem stofnunin hefur fengið undanfarin ár á fjárlögum,“ skrifar Svandís í færslu sinni. Ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið með ýmsum ráðum. Þær áherslur endurspeglist meðal annars í nýrri heilbrigðisstefnu þar sem til að mynda er lögð áhersla á að efla heilsugæsluna. „Fjárframlög til þjónustunnar nemur 19.5% á kjörtímabilinu auk þess sem hlutverk og staða heilsugæslunnar í þjónustunni um allt land hefur verið styrkt og skilgreind enn betur en áður var,“ skrifar Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira