Jörðin opnaðist undir rútu Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 07:01 Farþegar og gangandi vegfarendur féllu ofan í holuna. Hér má sjá slökkviliðsmenn að störfum, sem að lokum tókst að lyfta rútunni úr holunni. Getty/str Hið minnsta sex eru látin og sextán slösuð eftir að rúta ók ofan í gríðarstóra holu, svokallaðan vatnspytt, sem myndaðist fyrirvaralaust á fjölfarinni götu í kínversku borginni Xining í gær. Þar að auki eru nokkrir gangandi vegfarendur, sem voru á heimleið í lok vinnudags, jafnframt sagðir hafa fallið ofan í holuna. Myndbandsupptökur sýna sprengingu í holunni þegar rútan stóð þar upp á rönd. Nákvæm tildrög slyssins liggja ekki fyrir en héraðsyfirvöld hafa heitið rannsókn á málinu, að því er fram kom í þarlendum fjölmiðlum í nótt. #China Another angle of the same event where a bus fell into a sinkhole in Xining, Qinghai Province. pic.twitter.com/2FiHkzscO2— W. B. Yeats (@WBYeats1865) January 13, 2020 Slys sem þessi eru ekki óalgeng í Kína og eru þau jafnan rakin til lélegs frágangs eftir framkvæmdir og bilaðra vatnslagna. Þannig létust fimm verkamenn þegar hola myndaðist á framkvæmdasvæði í borginni Shenzen árið 2013 og fjórir gangandi vegfarendur féllu ofan í vatnspytt sem birtist óforvarandis á gangstétt í Dazhou, í Suðvestur-Kína, árið 2018. Hér að neðan má sjá myndband Guardian af sambærilegu tilfelli, þegar kona féll ofan í vatnspytt í lok árs 2018. Bílar Kína Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Hið minnsta sex eru látin og sextán slösuð eftir að rúta ók ofan í gríðarstóra holu, svokallaðan vatnspytt, sem myndaðist fyrirvaralaust á fjölfarinni götu í kínversku borginni Xining í gær. Þar að auki eru nokkrir gangandi vegfarendur, sem voru á heimleið í lok vinnudags, jafnframt sagðir hafa fallið ofan í holuna. Myndbandsupptökur sýna sprengingu í holunni þegar rútan stóð þar upp á rönd. Nákvæm tildrög slyssins liggja ekki fyrir en héraðsyfirvöld hafa heitið rannsókn á málinu, að því er fram kom í þarlendum fjölmiðlum í nótt. #China Another angle of the same event where a bus fell into a sinkhole in Xining, Qinghai Province. pic.twitter.com/2FiHkzscO2— W. B. Yeats (@WBYeats1865) January 13, 2020 Slys sem þessi eru ekki óalgeng í Kína og eru þau jafnan rakin til lélegs frágangs eftir framkvæmdir og bilaðra vatnslagna. Þannig létust fimm verkamenn þegar hola myndaðist á framkvæmdasvæði í borginni Shenzen árið 2013 og fjórir gangandi vegfarendur féllu ofan í vatnspytt sem birtist óforvarandis á gangstétt í Dazhou, í Suðvestur-Kína, árið 2018. Hér að neðan má sjá myndband Guardian af sambærilegu tilfelli, þegar kona féll ofan í vatnspytt í lok árs 2018.
Bílar Kína Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira