Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2020 12:22 Kóralar eru viðkvæmir fyrir breytingum á hitastigi. Fjöldi sjávarlífvera reiðir sig á kóralrif og hlýnun sjávar getur því ógnað vistkerfum hafsins. Vísir/Getty Methlýnun varð í höfum jarðar í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn og eru fimm síðustu ár þau fimm hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni þar sem höfin hafa tekið við meira en 90% af hnattrænni hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna. Vísindamenn við Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna notuðu göng frá Argo, þúsundum bauja sem mæla hita og dýpt, til að meta hita í hafinu. Argo var tekið í notkun árið 2007 en fyrir áratugina á undan notuðu vísindamenn þekkingu sem baujurnar hafa aflað til þess að áætla þróun sjávarhita aftur til 1958. Grein um rannsókn þeirra birtist í vísindaritinu Advances in Atmospheric Sciences í gær. Sjávarhiti er minni sveiflum háður en hiti við yfirborð jarðar. Þannig var árið 2019 það hlýjasta í hafinu þrátt fyrir að það hafi verið talið það annað hlýjasta á yfirborðinu. Að sama skapi var árið 2016 það hlýjasta í sögunni á yfirborði jarðar en aðeins það fimmta hlýjasta í hafinu. Síðustu þrjú ár hafa verið hvert öðru hlýrra í sjónum. Árið 2015 er í fjórða sæti og 2016 í því fimmta. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni í hafinu. Hefur áhrif á veður og loftslag á yfirborðinu Áætlað er að höfin hafi tekið við um 93% þeirrar umfram varmaorku sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, hefur valdið frá miðri síðustu öld. Vísindamenn telja að hlýnun hafsins hafi skaðleg áhrif á margar lífverur, þar á meðal kóralrif sem halda uppi fjölbreyttum vistkerfum. Áhrif hlýnunar í hafinu eru þó ekki bundin við það. Varminn sem er bundinn í höfum jarðar þýðir að jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar héldi hlýnun jarðar áfram um einhverra áratuga skeið. „Þessi sjávarhiti hefur áhrif á staðbundið veður og stundum jafnvel hnattrænt loftslag,“ segir Kevin E. Trenberth, vísindamaður hjá Loftslagsrannsóknastofnuninni við New York Times. Þannig bendir hann á að mikil hlýindi í hafinu hafi verið orsök úrhellis sem olli mannskaða í Jakarta á Indónesíu í kringum áramótin. Sjávarhiti hafi einnig haft áhrif á þurrkana í Ástralíu sem sköpuðu aðstæður fyrir sögulega gróðurelda sem hafa geisað þar frá því í september. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Methlýnun varð í höfum jarðar í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn og eru fimm síðustu ár þau fimm hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni þar sem höfin hafa tekið við meira en 90% af hnattrænni hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna. Vísindamenn við Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna notuðu göng frá Argo, þúsundum bauja sem mæla hita og dýpt, til að meta hita í hafinu. Argo var tekið í notkun árið 2007 en fyrir áratugina á undan notuðu vísindamenn þekkingu sem baujurnar hafa aflað til þess að áætla þróun sjávarhita aftur til 1958. Grein um rannsókn þeirra birtist í vísindaritinu Advances in Atmospheric Sciences í gær. Sjávarhiti er minni sveiflum háður en hiti við yfirborð jarðar. Þannig var árið 2019 það hlýjasta í hafinu þrátt fyrir að það hafi verið talið það annað hlýjasta á yfirborðinu. Að sama skapi var árið 2016 það hlýjasta í sögunni á yfirborði jarðar en aðeins það fimmta hlýjasta í hafinu. Síðustu þrjú ár hafa verið hvert öðru hlýrra í sjónum. Árið 2015 er í fjórða sæti og 2016 í því fimmta. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni í hafinu. Hefur áhrif á veður og loftslag á yfirborðinu Áætlað er að höfin hafi tekið við um 93% þeirrar umfram varmaorku sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, hefur valdið frá miðri síðustu öld. Vísindamenn telja að hlýnun hafsins hafi skaðleg áhrif á margar lífverur, þar á meðal kóralrif sem halda uppi fjölbreyttum vistkerfum. Áhrif hlýnunar í hafinu eru þó ekki bundin við það. Varminn sem er bundinn í höfum jarðar þýðir að jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar héldi hlýnun jarðar áfram um einhverra áratuga skeið. „Þessi sjávarhiti hefur áhrif á staðbundið veður og stundum jafnvel hnattrænt loftslag,“ segir Kevin E. Trenberth, vísindamaður hjá Loftslagsrannsóknastofnuninni við New York Times. Þannig bendir hann á að mikil hlýindi í hafinu hafi verið orsök úrhellis sem olli mannskaða í Jakarta á Indónesíu í kringum áramótin. Sjávarhiti hafi einnig haft áhrif á þurrkana í Ástralíu sem sköpuðu aðstæður fyrir sögulega gróðurelda sem hafa geisað þar frá því í september.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03