Jóhannes Þór gefur lítið fyrir lobbíistatal Björns Levís Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2020 14:48 Jóhannes Þór segir fundinn fullkomlega eðlilegan hluta samskipta Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegur. visir/vilhelm „Ef farið væri eftir skilyrðum sem Björn Leví setur fram í dag ættu þingmenn að sitja á skrifstofu sinni og lesa skýrslur og umsagnir og taka ákvörðun um þingmál út frá þeim eingöngu. Allir sjá að þannig virkar lýðræðisleg ákvarðanataka ekki,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir greindi frá því fyrr í dag að Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata hafi ekki liðið vel á fundi sem hann ásamt nokkrum þingmönnum öðrum var boðaður á af hagsmunahópi tengdum ferðaþjónustunnar. Tilefni er frumvarp um þjóðgarð á miðhálendinu sem hefur verið til umsagnar. Björn Leví telur þetta óeðlileg afskipti lobbíista af störfum þingsins, hann tjáði sig um það á téðum fundi. Þá greip Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins inn í og bað fundarmenn afsökunar á orðum Björns Levís. Andlýðræðisleg hugsun Björns Levís Jóhannes Þór var ekki á fundinum en hann hefur rætt við ýmsa sem á honum voru og er vel af honum látið; góð skoðanaskipti upplýsingamiðlun á bóga. „Björn Leví þingmaður Pírata lætur nú að því liggja að það sé á einhvern hátt óeðlilegt að þingmenn hitti umbjóðendur sína, einstaklinga, fyrirtæki og hagsmunaaðila, á fundum og ræði mál sem hafa áhrif á starfsemi þeirra. Þetta er undarleg hugsun, nánast andlýðræðisleg,“ segir Jóhannes Þór en hann hefur skrifað pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir þessa sýn Björns Levís að umtalsefni. Eðlileg samskipti við fólkið í landinu „Þetta er allt fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegt. Fundurinn með ferðaþjónustuaðilum á hálendinu sem Björn Leví sótti var ekki á neinn hátt frábrugðinn öðrum fundum af þessu tagi,“ segir Jóhannes sem vill benda á að Björn Leví hafi í starfi sínu á Alþingi undanfarin ár setið fjölda slíkra harðlokaðra funda. „Með fulltrúum „lobbýista“ (eins og hann kallar það) þar sem lobbýistarnir eru sérstaklega boðaðir til fundar og fá tækifæri til að fara yfir sjónarmið sín á ýmsum málum í lokuðu herbergi með þingmönnum. Þeir fundir eru kallaðir nefndafundir Alþingis,“ segir Jóhannes Þór háðskur. En hann starfaði á árum áður sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá forsætisráðherra og þekkir því gjörla hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
„Ef farið væri eftir skilyrðum sem Björn Leví setur fram í dag ættu þingmenn að sitja á skrifstofu sinni og lesa skýrslur og umsagnir og taka ákvörðun um þingmál út frá þeim eingöngu. Allir sjá að þannig virkar lýðræðisleg ákvarðanataka ekki,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir greindi frá því fyrr í dag að Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata hafi ekki liðið vel á fundi sem hann ásamt nokkrum þingmönnum öðrum var boðaður á af hagsmunahópi tengdum ferðaþjónustunnar. Tilefni er frumvarp um þjóðgarð á miðhálendinu sem hefur verið til umsagnar. Björn Leví telur þetta óeðlileg afskipti lobbíista af störfum þingsins, hann tjáði sig um það á téðum fundi. Þá greip Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins inn í og bað fundarmenn afsökunar á orðum Björns Levís. Andlýðræðisleg hugsun Björns Levís Jóhannes Þór var ekki á fundinum en hann hefur rætt við ýmsa sem á honum voru og er vel af honum látið; góð skoðanaskipti upplýsingamiðlun á bóga. „Björn Leví þingmaður Pírata lætur nú að því liggja að það sé á einhvern hátt óeðlilegt að þingmenn hitti umbjóðendur sína, einstaklinga, fyrirtæki og hagsmunaaðila, á fundum og ræði mál sem hafa áhrif á starfsemi þeirra. Þetta er undarleg hugsun, nánast andlýðræðisleg,“ segir Jóhannes Þór en hann hefur skrifað pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir þessa sýn Björns Levís að umtalsefni. Eðlileg samskipti við fólkið í landinu „Þetta er allt fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegt. Fundurinn með ferðaþjónustuaðilum á hálendinu sem Björn Leví sótti var ekki á neinn hátt frábrugðinn öðrum fundum af þessu tagi,“ segir Jóhannes sem vill benda á að Björn Leví hafi í starfi sínu á Alþingi undanfarin ár setið fjölda slíkra harðlokaðra funda. „Með fulltrúum „lobbýista“ (eins og hann kallar það) þar sem lobbýistarnir eru sérstaklega boðaðir til fundar og fá tækifæri til að fara yfir sjónarmið sín á ýmsum málum í lokuðu herbergi með þingmönnum. Þeir fundir eru kallaðir nefndafundir Alþingis,“ segir Jóhannes Þór háðskur. En hann starfaði á árum áður sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá forsætisráðherra og þekkir því gjörla hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46