Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2020 23:00 Átakshópur verður skipaður. Vísir/Vilhelm Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir að á fundinum hafi verið fjallað um aðstæður á bráðamóttöku Landspítalans, vandamálin sem þar er helst við að etja og aðgerðir til að leysa vandann til skemmri og lengri tíma. Í gær afhenti landlæknir í heilbrigðisráðherra minnisblað varðandi stöðuna á bráðamóttöku Landspítala og var efni þess kynnt fyrir forstjóra sjúkrahússins og þeim stjórnendum sjúkrahússins sem sátu fundinn í dag auk hans. Þar segir að þrátt fyrir fjölda aðgerða sem gripið hafi verið til af hálfu heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans hafi staðan á bráðamóttökunni ekki batnað. Allt of margir sjúklingar bíði þar eftir innlögn á deildir spítalans. Telur embætti Landlæknis meginvandann vera skort á hjúkrunarrýmum og vöntun á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á legudeildum spítalans. Alls eru nú 40 rúm lokuð á bráðalegudeildum spítalans vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en voru 35 fyrir ári. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Lést úr blóðtappa stuttu eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttöku Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. 5. janúar 2020 22:16 Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00 Aðeins færri sjúklingar á göngum bráðamóttökunnar Vandi bráðamóttökunnar er ekkert annað en birtingarmynd vandans í heilbrigðiskerfinu í heild að sögn forstjóra Landspítalans. 14. janúar 2020 20:00 Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir að á fundinum hafi verið fjallað um aðstæður á bráðamóttöku Landspítalans, vandamálin sem þar er helst við að etja og aðgerðir til að leysa vandann til skemmri og lengri tíma. Í gær afhenti landlæknir í heilbrigðisráðherra minnisblað varðandi stöðuna á bráðamóttöku Landspítala og var efni þess kynnt fyrir forstjóra sjúkrahússins og þeim stjórnendum sjúkrahússins sem sátu fundinn í dag auk hans. Þar segir að þrátt fyrir fjölda aðgerða sem gripið hafi verið til af hálfu heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans hafi staðan á bráðamóttökunni ekki batnað. Allt of margir sjúklingar bíði þar eftir innlögn á deildir spítalans. Telur embætti Landlæknis meginvandann vera skort á hjúkrunarrýmum og vöntun á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á legudeildum spítalans. Alls eru nú 40 rúm lokuð á bráðalegudeildum spítalans vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en voru 35 fyrir ári.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Lést úr blóðtappa stuttu eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttöku Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. 5. janúar 2020 22:16 Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00 Aðeins færri sjúklingar á göngum bráðamóttökunnar Vandi bráðamóttökunnar er ekkert annað en birtingarmynd vandans í heilbrigðiskerfinu í heild að sögn forstjóra Landspítalans. 14. janúar 2020 20:00 Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Lést úr blóðtappa stuttu eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttöku Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. 5. janúar 2020 22:16
Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00
Aðeins færri sjúklingar á göngum bráðamóttökunnar Vandi bráðamóttökunnar er ekkert annað en birtingarmynd vandans í heilbrigðiskerfinu í heild að sögn forstjóra Landspítalans. 14. janúar 2020 20:00
Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30
Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06