Málverk eftir Klimt sem stolið var fyrir 23 árum fundið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 13:56 Málverkið eftir Klimt fannst í byrjun desember síðastliðnum. getty/DeAgostini Málverk eftir austurríska listmálarann Gustav Klimt fannst fyrir tilviljun á dögunum en því var stolið fyrir tæpum 23 árum. Þetta staðfestu ítölsk yfirvöld. Málverkinu, sem er þekkt sem Portrait of a Lady, var stolið af listasafni í borginni Piacenza árið 1997. Talið var að málverkið væri endanlega horfið þar til garðyrkjumenn fundu það falið inn í útvegg sama listasafns og því var stolið af. Garðyrkjumennirnir römbuðu á málverkið þegar þeir voru að hreinsa bergfléttur af útvegnum. Málverkið er metið 60 milljóna evra virði, sem samsvarar tæpum 8,2 milljörðum íslenskra króna. Hvers vegna málverkið var skilið eftir inni í veggnum er enn ekki vitað. Saksóknarinn Ornella Chicca sagði að málverkið væri vissulega hið upprunalega en frekari rannsóknir myndu leiða það í ljós hvort málverkið hafi verið inni í veggnum frá því því var stolið eða hvort því hafi verið komið fyrir þar seinna. Eftir þær rannsóknir verður verkið hengt aftur upp á listasafninu bætti Chicca við. Málverkið var málað af austurríska málaranum Gustav Klimt á árunum 1916 og 1917 þegar hann var dauðvona. Giuseppe Ricci Oddi keypti verkið árið 1925 og geymdi það á listasafninu þar til því var stolið 22. febrúar 1997 þegar verið var að undirbúa sérstaka sýningu á safninu. Ramminn sem málverkið var í var skilinn eftir á þaki safnsins og er talið að það hafi verið gert til að láta fólk halda að þjófarnir hafi brotist inn í gegn um þakgluggann. Það var ekki málið enda var þakglugginn of lítill til að hægt hefði verið að koma málverkinu í gegn um hann. Stuttu áður en verkinu var stolið komst listneminn Claudia Maga að því að verkið hafði verið málað yfir annað Klimt verk, þekkt sem Portrait of a Young Lady, sem hafði ekki sést síðan árið 1912. Þetta sannaði hún þegar hún sannfærði fyrrverandi safnstjóra safnsins um að skoða verkið með röntgentækni. Upprunalega málverkið var af ungri stúlku frá Vínarborg sem hafði skyndilega fallið frá. Klimt málaði yfir upprunalegu myndina þegar stúlkan dó skyndilega. Austurríki Ítalía Myndlist Söfn Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Málverk eftir austurríska listmálarann Gustav Klimt fannst fyrir tilviljun á dögunum en því var stolið fyrir tæpum 23 árum. Þetta staðfestu ítölsk yfirvöld. Málverkinu, sem er þekkt sem Portrait of a Lady, var stolið af listasafni í borginni Piacenza árið 1997. Talið var að málverkið væri endanlega horfið þar til garðyrkjumenn fundu það falið inn í útvegg sama listasafns og því var stolið af. Garðyrkjumennirnir römbuðu á málverkið þegar þeir voru að hreinsa bergfléttur af útvegnum. Málverkið er metið 60 milljóna evra virði, sem samsvarar tæpum 8,2 milljörðum íslenskra króna. Hvers vegna málverkið var skilið eftir inni í veggnum er enn ekki vitað. Saksóknarinn Ornella Chicca sagði að málverkið væri vissulega hið upprunalega en frekari rannsóknir myndu leiða það í ljós hvort málverkið hafi verið inni í veggnum frá því því var stolið eða hvort því hafi verið komið fyrir þar seinna. Eftir þær rannsóknir verður verkið hengt aftur upp á listasafninu bætti Chicca við. Málverkið var málað af austurríska málaranum Gustav Klimt á árunum 1916 og 1917 þegar hann var dauðvona. Giuseppe Ricci Oddi keypti verkið árið 1925 og geymdi það á listasafninu þar til því var stolið 22. febrúar 1997 þegar verið var að undirbúa sérstaka sýningu á safninu. Ramminn sem málverkið var í var skilinn eftir á þaki safnsins og er talið að það hafi verið gert til að láta fólk halda að þjófarnir hafi brotist inn í gegn um þakgluggann. Það var ekki málið enda var þakglugginn of lítill til að hægt hefði verið að koma málverkinu í gegn um hann. Stuttu áður en verkinu var stolið komst listneminn Claudia Maga að því að verkið hafði verið málað yfir annað Klimt verk, þekkt sem Portrait of a Young Lady, sem hafði ekki sést síðan árið 1912. Þetta sannaði hún þegar hún sannfærði fyrrverandi safnstjóra safnsins um að skoða verkið með röntgentækni. Upprunalega málverkið var af ungri stúlku frá Vínarborg sem hafði skyndilega fallið frá. Klimt málaði yfir upprunalegu myndina þegar stúlkan dó skyndilega.
Austurríki Ítalía Myndlist Söfn Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira