Málverk eftir Klimt sem stolið var fyrir 23 árum fundið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 13:56 Málverkið eftir Klimt fannst í byrjun desember síðastliðnum. getty/DeAgostini Málverk eftir austurríska listmálarann Gustav Klimt fannst fyrir tilviljun á dögunum en því var stolið fyrir tæpum 23 árum. Þetta staðfestu ítölsk yfirvöld. Málverkinu, sem er þekkt sem Portrait of a Lady, var stolið af listasafni í borginni Piacenza árið 1997. Talið var að málverkið væri endanlega horfið þar til garðyrkjumenn fundu það falið inn í útvegg sama listasafns og því var stolið af. Garðyrkjumennirnir römbuðu á málverkið þegar þeir voru að hreinsa bergfléttur af útvegnum. Málverkið er metið 60 milljóna evra virði, sem samsvarar tæpum 8,2 milljörðum íslenskra króna. Hvers vegna málverkið var skilið eftir inni í veggnum er enn ekki vitað. Saksóknarinn Ornella Chicca sagði að málverkið væri vissulega hið upprunalega en frekari rannsóknir myndu leiða það í ljós hvort málverkið hafi verið inni í veggnum frá því því var stolið eða hvort því hafi verið komið fyrir þar seinna. Eftir þær rannsóknir verður verkið hengt aftur upp á listasafninu bætti Chicca við. Málverkið var málað af austurríska málaranum Gustav Klimt á árunum 1916 og 1917 þegar hann var dauðvona. Giuseppe Ricci Oddi keypti verkið árið 1925 og geymdi það á listasafninu þar til því var stolið 22. febrúar 1997 þegar verið var að undirbúa sérstaka sýningu á safninu. Ramminn sem málverkið var í var skilinn eftir á þaki safnsins og er talið að það hafi verið gert til að láta fólk halda að þjófarnir hafi brotist inn í gegn um þakgluggann. Það var ekki málið enda var þakglugginn of lítill til að hægt hefði verið að koma málverkinu í gegn um hann. Stuttu áður en verkinu var stolið komst listneminn Claudia Maga að því að verkið hafði verið málað yfir annað Klimt verk, þekkt sem Portrait of a Young Lady, sem hafði ekki sést síðan árið 1912. Þetta sannaði hún þegar hún sannfærði fyrrverandi safnstjóra safnsins um að skoða verkið með röntgentækni. Upprunalega málverkið var af ungri stúlku frá Vínarborg sem hafði skyndilega fallið frá. Klimt málaði yfir upprunalegu myndina þegar stúlkan dó skyndilega. Austurríki Ítalía Myndlist Söfn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Sjá meira
Málverk eftir austurríska listmálarann Gustav Klimt fannst fyrir tilviljun á dögunum en því var stolið fyrir tæpum 23 árum. Þetta staðfestu ítölsk yfirvöld. Málverkinu, sem er þekkt sem Portrait of a Lady, var stolið af listasafni í borginni Piacenza árið 1997. Talið var að málverkið væri endanlega horfið þar til garðyrkjumenn fundu það falið inn í útvegg sama listasafns og því var stolið af. Garðyrkjumennirnir römbuðu á málverkið þegar þeir voru að hreinsa bergfléttur af útvegnum. Málverkið er metið 60 milljóna evra virði, sem samsvarar tæpum 8,2 milljörðum íslenskra króna. Hvers vegna málverkið var skilið eftir inni í veggnum er enn ekki vitað. Saksóknarinn Ornella Chicca sagði að málverkið væri vissulega hið upprunalega en frekari rannsóknir myndu leiða það í ljós hvort málverkið hafi verið inni í veggnum frá því því var stolið eða hvort því hafi verið komið fyrir þar seinna. Eftir þær rannsóknir verður verkið hengt aftur upp á listasafninu bætti Chicca við. Málverkið var málað af austurríska málaranum Gustav Klimt á árunum 1916 og 1917 þegar hann var dauðvona. Giuseppe Ricci Oddi keypti verkið árið 1925 og geymdi það á listasafninu þar til því var stolið 22. febrúar 1997 þegar verið var að undirbúa sérstaka sýningu á safninu. Ramminn sem málverkið var í var skilinn eftir á þaki safnsins og er talið að það hafi verið gert til að láta fólk halda að þjófarnir hafi brotist inn í gegn um þakgluggann. Það var ekki málið enda var þakglugginn of lítill til að hægt hefði verið að koma málverkinu í gegn um hann. Stuttu áður en verkinu var stolið komst listneminn Claudia Maga að því að verkið hafði verið málað yfir annað Klimt verk, þekkt sem Portrait of a Young Lady, sem hafði ekki sést síðan árið 1912. Þetta sannaði hún þegar hún sannfærði fyrrverandi safnstjóra safnsins um að skoða verkið með röntgentækni. Upprunalega málverkið var af ungri stúlku frá Vínarborg sem hafði skyndilega fallið frá. Klimt málaði yfir upprunalegu myndina þegar stúlkan dó skyndilega.
Austurríki Ítalía Myndlist Söfn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent