Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 11:33 Óeirðarlögreglumaður beinir skotvopni að mótmælendum í Hong Kong á nýársdag. Vísir/EPA Lögreglan í Hong Kong handtók um fjögur hundruð manns á mótmælum sem fóru fram í borginni á nýársdag. Tugir þúsunda manna tóku þátt í áframhaldandi lýðræðismótmælum sem voru friðsöm í fyrstu en leystust upp þegar lögreglumenn skutu táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka kom fljótlega eftir að lögregla handtók mótmælendur í Wan Chai-hverfinu nærri útibúi HSBC-bankans sem hefur verið skotmark þeirra undanfarið. Hóp svartklæddra mótmælenda dreif að og aðrir mynduðu mannlegar keðju til að flytja vistir og aðra hluti, þar á meðal múrsteina. Lögregla kallaði þá til liðsauka og bað skipuleggjendur mótmælanna um að leysa þau upp. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu að flestir hefðu verið handteknir fyrir að taka þátt í ólöglegri samkomu. Fólkið hafi ekki verið handtekið fyrr en eftir að lögregla hafi tilkynnt skipuleggjendum mótmælanna að ráðist yrði í aðgerðir og mótmælendum gefinn kostur á að yfirgefa svæðið. Skipuleggjendur gagnrýna aðgerðir lögreglunnar á móti, sérstaklega að mótmælendum hafi verið gefinn skammur tími til að fara og að þeir hafi verið handteknir af handahófi. Alls hafa um 7.000 manns verið handteknir frá því að regluleg fjöldamótmæli hófust í Hong Kong í júní. Upphaflega beindust mótmælin að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum til meginlands Kína. Mótmælin héldu áfram eftir að frumvarpið var látið falla niður og snúast kröfur mótmælenda nú um fullt lýðræði og óháða rannsókn á kvörtunum um lögregluofbeldi. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 26. desember 2019 10:58 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Lögreglan í Hong Kong handtók um fjögur hundruð manns á mótmælum sem fóru fram í borginni á nýársdag. Tugir þúsunda manna tóku þátt í áframhaldandi lýðræðismótmælum sem voru friðsöm í fyrstu en leystust upp þegar lögreglumenn skutu táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka kom fljótlega eftir að lögregla handtók mótmælendur í Wan Chai-hverfinu nærri útibúi HSBC-bankans sem hefur verið skotmark þeirra undanfarið. Hóp svartklæddra mótmælenda dreif að og aðrir mynduðu mannlegar keðju til að flytja vistir og aðra hluti, þar á meðal múrsteina. Lögregla kallaði þá til liðsauka og bað skipuleggjendur mótmælanna um að leysa þau upp. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu að flestir hefðu verið handteknir fyrir að taka þátt í ólöglegri samkomu. Fólkið hafi ekki verið handtekið fyrr en eftir að lögregla hafi tilkynnt skipuleggjendum mótmælanna að ráðist yrði í aðgerðir og mótmælendum gefinn kostur á að yfirgefa svæðið. Skipuleggjendur gagnrýna aðgerðir lögreglunnar á móti, sérstaklega að mótmælendum hafi verið gefinn skammur tími til að fara og að þeir hafi verið handteknir af handahófi. Alls hafa um 7.000 manns verið handteknir frá því að regluleg fjöldamótmæli hófust í Hong Kong í júní. Upphaflega beindust mótmælin að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum til meginlands Kína. Mótmælin héldu áfram eftir að frumvarpið var látið falla niður og snúast kröfur mótmælenda nú um fullt lýðræði og óháða rannsókn á kvörtunum um lögregluofbeldi.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 26. desember 2019 10:58 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 26. desember 2019 10:58