Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 14:39 Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður meints brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar. Aðsend Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður meints brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, hafnar því að hafa brotið þagnar- eða starfsskyldu sína með gagnrýni á verklag lögreglu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sögu Ýri sem send var fjölmiðlum nú á þriðja tímanum. Greint var frá því í morgun að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði kannað það fyrir helgi hvort ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns frá störfum vegna brota á starfsskyldum. Brotin voru sögð felast í viðtölum sem réttargæslumennirnir veittu fjölmiðlum og þeir þannig rofið þagnarskyldu. Tveir réttargæslumenn tjáðu sig við fjölmiðla, áðurnefnd Saga Ýrr og Leifur Runólfsson. Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. Saga Ýrr hafi gagnrýnt tiltekna þætti í verklagi lögreglu en með þeirri gagnrýni hafi hún þó hvorki brotið þagnarskyldu né starfsskyldur sínar að öðru leyti. „Ég stend föst á því að þessi gagnrýni átti fullan rétt á sér enda vakti ég máls á því í fjölmiðlum að verklag og vinnubrögð lögreglu í aðdraganda handtöku hins grunaða væri mögulega ábótavant og þarfnaðist nánari skoðunar. Jafnframt tók ég fram að vel hafði verið staðið að rannsókn málsins að öðru leyti. Eftir stendur að gagnrýni undirritaðrar á störf og verklag lögreglu í málinu er enn ósvarað,“ segir í yfirlýsingu Sögu Ýrar. Þá kveðst hún sjálf ekki hafin yfir gagnrýni, ekki frekar en lögreglan. Hún viti þó að ekki sé tilefni til að leysa sig undan störfum. „[…] og tel að þetta útspil lögreglunnar, að reyna gera störf mín tortryggileg í fjölmiðlum, sé léleg tilraun til að beina kastljósi fjölmiðla frá vinnu embættisins sjálfs í málinu. Fórnarlömb ofbeldis eiga skilið að hafa sterka málsvara sem standa með þeim af fullum krafti og þora að gagnrýna störf þeirra sem eiga að vernda þau, sé tilefni til. Það hef ég gert í þessu máli og mun gera áfram ef þörf krefur.“ Leifur Runólfsson, annar réttargæslumaðurinn sem tjáði sig við fjölmiðla, hafnar því einnig að hafa rofið þagnarskyldu. Hann sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið að öðru leyti. Mál Kristjáns Gunnars, lektors við Háskóla Íslands, hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Kristján var handtekinn á jóladag á heimili sínu við Aragötu í Reykjavík vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega gegn þremur konum og svipt þær frelsi sínu. Mál hans er nú komið til Landsréttar og er þar til meðferðar.Yfirlýsing Sögu Ýrar í heild sinni:Í morgun birtust fréttir í fjölmiðlum þess efnis að undirrituð hafi mögulega brotið starfsskyldur sínar sem réttargæslumaður og að lögreglan skoðaði fyrir helgi hvort tilefni væri til að þess yrði krafist að ég yrði leyst undan störfum í máli vegna brota á starfsskyldum mínum, m.a. þagnarskyldu.Ég hef sinnt störfum mínum af heilindum og með hagsmuni umbjóðanda míns að leiðarljósi. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum gagnrýndi ég tiltekna þætti í verklagi lögreglu en með þeirri gagnrýni minni braut ég hvorki þagnarskyldu né starfsskyldur mínar að öðru leyti. Ég stend föst á því að þessi gagnrýni átti fullan rétt á sér enda vakti ég máls á því í fjölmiðlum að verklag og vinnubrögð lögreglu í aðdraganda handtöku hins grunaða væri mögulega ábótavant og þarfnaðist nánari skoðunar. Jafnframt tók ég fram að vel hafði verið staðið að rannsókn málsins að öðru leyti. Eftir stendur að gagnrýni undirritaðrar á störf og verklag lögreglu í málinu er enn ósvarað.Hvorki lögreglan né önnur opinber yfirvöld eru hafin yfir gagnrýni á störf sín og er það réttur minn, sem og annarra þegna landsins, að setja fram gagnrýni með það fyrir augum að auka gagnsæi og aðhald til að unnt sé að gera úrbætur á störfum og þjónustu á þeim sviðum sem þörf er. Ef rétt reynist að viðbrögð lögreglunnar hafi verið á þann veg að vilja fá mig leysta undan störfum mínum sem réttargæslumaður, vegna gangrýni á verklag og vinnubrögð lögregluembættisins, þá dæma slík viðbrögð sig sjálf að mínu mati. Ég er ekki, frekar en lögreglan, hafin yfir gagnrýni en veit að ekkert tilefni er til að leysa mig undan störfum og tel að þetta útspil lögreglunnar, að reyna gera störf mín tortryggileg í fjölmiðlum, sé léleg tilraun til að beina kastljósi fjölmiðla frá vinnu embættisins sjálfs í málinu. Fórnarlömb ofbeldis eiga skilið að hafa sterka málsvara sem standa með þeim af fullum krafti og þora að gagnrýna störf þeirra sem eiga að vernda þau, sé tilefni til. Það hef ég gert í þessu máli og mun gera áfram ef þörf krefur. Dómsmál Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04 Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður meints brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, hafnar því að hafa brotið þagnar- eða starfsskyldu sína með gagnrýni á verklag lögreglu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sögu Ýri sem send var fjölmiðlum nú á þriðja tímanum. Greint var frá því í morgun að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði kannað það fyrir helgi hvort ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns frá störfum vegna brota á starfsskyldum. Brotin voru sögð felast í viðtölum sem réttargæslumennirnir veittu fjölmiðlum og þeir þannig rofið þagnarskyldu. Tveir réttargæslumenn tjáðu sig við fjölmiðla, áðurnefnd Saga Ýrr og Leifur Runólfsson. Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. Saga Ýrr hafi gagnrýnt tiltekna þætti í verklagi lögreglu en með þeirri gagnrýni hafi hún þó hvorki brotið þagnarskyldu né starfsskyldur sínar að öðru leyti. „Ég stend föst á því að þessi gagnrýni átti fullan rétt á sér enda vakti ég máls á því í fjölmiðlum að verklag og vinnubrögð lögreglu í aðdraganda handtöku hins grunaða væri mögulega ábótavant og þarfnaðist nánari skoðunar. Jafnframt tók ég fram að vel hafði verið staðið að rannsókn málsins að öðru leyti. Eftir stendur að gagnrýni undirritaðrar á störf og verklag lögreglu í málinu er enn ósvarað,“ segir í yfirlýsingu Sögu Ýrar. Þá kveðst hún sjálf ekki hafin yfir gagnrýni, ekki frekar en lögreglan. Hún viti þó að ekki sé tilefni til að leysa sig undan störfum. „[…] og tel að þetta útspil lögreglunnar, að reyna gera störf mín tortryggileg í fjölmiðlum, sé léleg tilraun til að beina kastljósi fjölmiðla frá vinnu embættisins sjálfs í málinu. Fórnarlömb ofbeldis eiga skilið að hafa sterka málsvara sem standa með þeim af fullum krafti og þora að gagnrýna störf þeirra sem eiga að vernda þau, sé tilefni til. Það hef ég gert í þessu máli og mun gera áfram ef þörf krefur.“ Leifur Runólfsson, annar réttargæslumaðurinn sem tjáði sig við fjölmiðla, hafnar því einnig að hafa rofið þagnarskyldu. Hann sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið að öðru leyti. Mál Kristjáns Gunnars, lektors við Háskóla Íslands, hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Kristján var handtekinn á jóladag á heimili sínu við Aragötu í Reykjavík vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega gegn þremur konum og svipt þær frelsi sínu. Mál hans er nú komið til Landsréttar og er þar til meðferðar.Yfirlýsing Sögu Ýrar í heild sinni:Í morgun birtust fréttir í fjölmiðlum þess efnis að undirrituð hafi mögulega brotið starfsskyldur sínar sem réttargæslumaður og að lögreglan skoðaði fyrir helgi hvort tilefni væri til að þess yrði krafist að ég yrði leyst undan störfum í máli vegna brota á starfsskyldum mínum, m.a. þagnarskyldu.Ég hef sinnt störfum mínum af heilindum og með hagsmuni umbjóðanda míns að leiðarljósi. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum gagnrýndi ég tiltekna þætti í verklagi lögreglu en með þeirri gagnrýni minni braut ég hvorki þagnarskyldu né starfsskyldur mínar að öðru leyti. Ég stend föst á því að þessi gagnrýni átti fullan rétt á sér enda vakti ég máls á því í fjölmiðlum að verklag og vinnubrögð lögreglu í aðdraganda handtöku hins grunaða væri mögulega ábótavant og þarfnaðist nánari skoðunar. Jafnframt tók ég fram að vel hafði verið staðið að rannsókn málsins að öðru leyti. Eftir stendur að gagnrýni undirritaðrar á störf og verklag lögreglu í málinu er enn ósvarað.Hvorki lögreglan né önnur opinber yfirvöld eru hafin yfir gagnrýni á störf sín og er það réttur minn, sem og annarra þegna landsins, að setja fram gagnrýni með það fyrir augum að auka gagnsæi og aðhald til að unnt sé að gera úrbætur á störfum og þjónustu á þeim sviðum sem þörf er. Ef rétt reynist að viðbrögð lögreglunnar hafi verið á þann veg að vilja fá mig leysta undan störfum mínum sem réttargæslumaður, vegna gangrýni á verklag og vinnubrögð lögregluembættisins, þá dæma slík viðbrögð sig sjálf að mínu mati. Ég er ekki, frekar en lögreglan, hafin yfir gagnrýni en veit að ekkert tilefni er til að leysa mig undan störfum og tel að þetta útspil lögreglunnar, að reyna gera störf mín tortryggileg í fjölmiðlum, sé léleg tilraun til að beina kastljósi fjölmiðla frá vinnu embættisins sjálfs í málinu. Fórnarlömb ofbeldis eiga skilið að hafa sterka málsvara sem standa með þeim af fullum krafti og þora að gagnrýna störf þeirra sem eiga að vernda þau, sé tilefni til. Það hef ég gert í þessu máli og mun gera áfram ef þörf krefur.
Dómsmál Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04 Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57
Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04
Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27