Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 14:39 Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður meints brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar. Aðsend Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður meints brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, hafnar því að hafa brotið þagnar- eða starfsskyldu sína með gagnrýni á verklag lögreglu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sögu Ýri sem send var fjölmiðlum nú á þriðja tímanum. Greint var frá því í morgun að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði kannað það fyrir helgi hvort ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns frá störfum vegna brota á starfsskyldum. Brotin voru sögð felast í viðtölum sem réttargæslumennirnir veittu fjölmiðlum og þeir þannig rofið þagnarskyldu. Tveir réttargæslumenn tjáðu sig við fjölmiðla, áðurnefnd Saga Ýrr og Leifur Runólfsson. Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. Saga Ýrr hafi gagnrýnt tiltekna þætti í verklagi lögreglu en með þeirri gagnrýni hafi hún þó hvorki brotið þagnarskyldu né starfsskyldur sínar að öðru leyti. „Ég stend föst á því að þessi gagnrýni átti fullan rétt á sér enda vakti ég máls á því í fjölmiðlum að verklag og vinnubrögð lögreglu í aðdraganda handtöku hins grunaða væri mögulega ábótavant og þarfnaðist nánari skoðunar. Jafnframt tók ég fram að vel hafði verið staðið að rannsókn málsins að öðru leyti. Eftir stendur að gagnrýni undirritaðrar á störf og verklag lögreglu í málinu er enn ósvarað,“ segir í yfirlýsingu Sögu Ýrar. Þá kveðst hún sjálf ekki hafin yfir gagnrýni, ekki frekar en lögreglan. Hún viti þó að ekki sé tilefni til að leysa sig undan störfum. „[…] og tel að þetta útspil lögreglunnar, að reyna gera störf mín tortryggileg í fjölmiðlum, sé léleg tilraun til að beina kastljósi fjölmiðla frá vinnu embættisins sjálfs í málinu. Fórnarlömb ofbeldis eiga skilið að hafa sterka málsvara sem standa með þeim af fullum krafti og þora að gagnrýna störf þeirra sem eiga að vernda þau, sé tilefni til. Það hef ég gert í þessu máli og mun gera áfram ef þörf krefur.“ Leifur Runólfsson, annar réttargæslumaðurinn sem tjáði sig við fjölmiðla, hafnar því einnig að hafa rofið þagnarskyldu. Hann sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið að öðru leyti. Mál Kristjáns Gunnars, lektors við Háskóla Íslands, hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Kristján var handtekinn á jóladag á heimili sínu við Aragötu í Reykjavík vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega gegn þremur konum og svipt þær frelsi sínu. Mál hans er nú komið til Landsréttar og er þar til meðferðar.Yfirlýsing Sögu Ýrar í heild sinni:Í morgun birtust fréttir í fjölmiðlum þess efnis að undirrituð hafi mögulega brotið starfsskyldur sínar sem réttargæslumaður og að lögreglan skoðaði fyrir helgi hvort tilefni væri til að þess yrði krafist að ég yrði leyst undan störfum í máli vegna brota á starfsskyldum mínum, m.a. þagnarskyldu.Ég hef sinnt störfum mínum af heilindum og með hagsmuni umbjóðanda míns að leiðarljósi. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum gagnrýndi ég tiltekna þætti í verklagi lögreglu en með þeirri gagnrýni minni braut ég hvorki þagnarskyldu né starfsskyldur mínar að öðru leyti. Ég stend föst á því að þessi gagnrýni átti fullan rétt á sér enda vakti ég máls á því í fjölmiðlum að verklag og vinnubrögð lögreglu í aðdraganda handtöku hins grunaða væri mögulega ábótavant og þarfnaðist nánari skoðunar. Jafnframt tók ég fram að vel hafði verið staðið að rannsókn málsins að öðru leyti. Eftir stendur að gagnrýni undirritaðrar á störf og verklag lögreglu í málinu er enn ósvarað.Hvorki lögreglan né önnur opinber yfirvöld eru hafin yfir gagnrýni á störf sín og er það réttur minn, sem og annarra þegna landsins, að setja fram gagnrýni með það fyrir augum að auka gagnsæi og aðhald til að unnt sé að gera úrbætur á störfum og þjónustu á þeim sviðum sem þörf er. Ef rétt reynist að viðbrögð lögreglunnar hafi verið á þann veg að vilja fá mig leysta undan störfum mínum sem réttargæslumaður, vegna gangrýni á verklag og vinnubrögð lögregluembættisins, þá dæma slík viðbrögð sig sjálf að mínu mati. Ég er ekki, frekar en lögreglan, hafin yfir gagnrýni en veit að ekkert tilefni er til að leysa mig undan störfum og tel að þetta útspil lögreglunnar, að reyna gera störf mín tortryggileg í fjölmiðlum, sé léleg tilraun til að beina kastljósi fjölmiðla frá vinnu embættisins sjálfs í málinu. Fórnarlömb ofbeldis eiga skilið að hafa sterka málsvara sem standa með þeim af fullum krafti og þora að gagnrýna störf þeirra sem eiga að vernda þau, sé tilefni til. Það hef ég gert í þessu máli og mun gera áfram ef þörf krefur. Dómsmál Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04 Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður meints brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, hafnar því að hafa brotið þagnar- eða starfsskyldu sína með gagnrýni á verklag lögreglu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sögu Ýri sem send var fjölmiðlum nú á þriðja tímanum. Greint var frá því í morgun að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði kannað það fyrir helgi hvort ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns frá störfum vegna brota á starfsskyldum. Brotin voru sögð felast í viðtölum sem réttargæslumennirnir veittu fjölmiðlum og þeir þannig rofið þagnarskyldu. Tveir réttargæslumenn tjáðu sig við fjölmiðla, áðurnefnd Saga Ýrr og Leifur Runólfsson. Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. Saga Ýrr hafi gagnrýnt tiltekna þætti í verklagi lögreglu en með þeirri gagnrýni hafi hún þó hvorki brotið þagnarskyldu né starfsskyldur sínar að öðru leyti. „Ég stend föst á því að þessi gagnrýni átti fullan rétt á sér enda vakti ég máls á því í fjölmiðlum að verklag og vinnubrögð lögreglu í aðdraganda handtöku hins grunaða væri mögulega ábótavant og þarfnaðist nánari skoðunar. Jafnframt tók ég fram að vel hafði verið staðið að rannsókn málsins að öðru leyti. Eftir stendur að gagnrýni undirritaðrar á störf og verklag lögreglu í málinu er enn ósvarað,“ segir í yfirlýsingu Sögu Ýrar. Þá kveðst hún sjálf ekki hafin yfir gagnrýni, ekki frekar en lögreglan. Hún viti þó að ekki sé tilefni til að leysa sig undan störfum. „[…] og tel að þetta útspil lögreglunnar, að reyna gera störf mín tortryggileg í fjölmiðlum, sé léleg tilraun til að beina kastljósi fjölmiðla frá vinnu embættisins sjálfs í málinu. Fórnarlömb ofbeldis eiga skilið að hafa sterka málsvara sem standa með þeim af fullum krafti og þora að gagnrýna störf þeirra sem eiga að vernda þau, sé tilefni til. Það hef ég gert í þessu máli og mun gera áfram ef þörf krefur.“ Leifur Runólfsson, annar réttargæslumaðurinn sem tjáði sig við fjölmiðla, hafnar því einnig að hafa rofið þagnarskyldu. Hann sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið að öðru leyti. Mál Kristjáns Gunnars, lektors við Háskóla Íslands, hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Kristján var handtekinn á jóladag á heimili sínu við Aragötu í Reykjavík vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega gegn þremur konum og svipt þær frelsi sínu. Mál hans er nú komið til Landsréttar og er þar til meðferðar.Yfirlýsing Sögu Ýrar í heild sinni:Í morgun birtust fréttir í fjölmiðlum þess efnis að undirrituð hafi mögulega brotið starfsskyldur sínar sem réttargæslumaður og að lögreglan skoðaði fyrir helgi hvort tilefni væri til að þess yrði krafist að ég yrði leyst undan störfum í máli vegna brota á starfsskyldum mínum, m.a. þagnarskyldu.Ég hef sinnt störfum mínum af heilindum og með hagsmuni umbjóðanda míns að leiðarljósi. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum gagnrýndi ég tiltekna þætti í verklagi lögreglu en með þeirri gagnrýni minni braut ég hvorki þagnarskyldu né starfsskyldur mínar að öðru leyti. Ég stend föst á því að þessi gagnrýni átti fullan rétt á sér enda vakti ég máls á því í fjölmiðlum að verklag og vinnubrögð lögreglu í aðdraganda handtöku hins grunaða væri mögulega ábótavant og þarfnaðist nánari skoðunar. Jafnframt tók ég fram að vel hafði verið staðið að rannsókn málsins að öðru leyti. Eftir stendur að gagnrýni undirritaðrar á störf og verklag lögreglu í málinu er enn ósvarað.Hvorki lögreglan né önnur opinber yfirvöld eru hafin yfir gagnrýni á störf sín og er það réttur minn, sem og annarra þegna landsins, að setja fram gagnrýni með það fyrir augum að auka gagnsæi og aðhald til að unnt sé að gera úrbætur á störfum og þjónustu á þeim sviðum sem þörf er. Ef rétt reynist að viðbrögð lögreglunnar hafi verið á þann veg að vilja fá mig leysta undan störfum mínum sem réttargæslumaður, vegna gangrýni á verklag og vinnubrögð lögregluembættisins, þá dæma slík viðbrögð sig sjálf að mínu mati. Ég er ekki, frekar en lögreglan, hafin yfir gagnrýni en veit að ekkert tilefni er til að leysa mig undan störfum og tel að þetta útspil lögreglunnar, að reyna gera störf mín tortryggileg í fjölmiðlum, sé léleg tilraun til að beina kastljósi fjölmiðla frá vinnu embættisins sjálfs í málinu. Fórnarlömb ofbeldis eiga skilið að hafa sterka málsvara sem standa með þeim af fullum krafti og þora að gagnrýna störf þeirra sem eiga að vernda þau, sé tilefni til. Það hef ég gert í þessu máli og mun gera áfram ef þörf krefur.
Dómsmál Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04 Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57
Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04
Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27