Dómarar við Landsrétt fjalla áfram um gæsluvarðhaldskröfu lögreglu á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2020 19:00 Landréttur hefur ekki komist að niðurstöðu vegna úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna gæsluvarðhaldi yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni sem grunaður er um kynferðis- og ofbeldisbrot gegn þremur konum. Úrskurðar er að vænta í fyrsta lagi á morgun. Kristján Gunnar Valdimarsson var handtekinn á aðfararnótt aðfangadags og síðar sleppt en handtekinn aftur á jóladag vegna meintra kynferðisbrota, ofbeldis og frelsissviptingu gegn þremur konum. Kristján Gunnar var um jólin úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald sem rann út 29. desember. Þá var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en dómari við héraðsdóm Reykjavíkur tók sér sólarhringsumhugsunarfrest til að úrskurða. Gæsluvarðhaldskrafa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni var hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur daginn fyrir gamlársdag. Síðan þá hefur hann gengið laus. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem tók málið fyrir í dag. Landsréttur úrskurðaði ekki í málinu í dag en fjallað verður áfram um kröfu lögreglunnar á morgun. Þá fyrst er úrskurðar um gæsluvarðhald að vænta. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að til greina hafi komið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að beina því til dómara að leysa réttargæslumenn tveggja meintra brotaþola Kristjáns Gunnars frá störfum þar sem talið var að þeir hefðu brotið þagnarskyldu er þeir veittu fjölmiðlum viðtöl um rannsókn málsins en horfið var frá því. Báðir réttagæslumennirnir hafna ásökunum lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu miðar rannsókn málsins áfram en er þó á viðkvæmu stigi. Dómsmál Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. 2. janúar 2020 14:39 Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektorunum á mánudag. Kæra lögreglunnar á þeim úrskurði er enn til meðferðar í Landsrétti. 2. janúar 2020 17:01 Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04 Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Landréttur hefur ekki komist að niðurstöðu vegna úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna gæsluvarðhaldi yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni sem grunaður er um kynferðis- og ofbeldisbrot gegn þremur konum. Úrskurðar er að vænta í fyrsta lagi á morgun. Kristján Gunnar Valdimarsson var handtekinn á aðfararnótt aðfangadags og síðar sleppt en handtekinn aftur á jóladag vegna meintra kynferðisbrota, ofbeldis og frelsissviptingu gegn þremur konum. Kristján Gunnar var um jólin úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald sem rann út 29. desember. Þá var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en dómari við héraðsdóm Reykjavíkur tók sér sólarhringsumhugsunarfrest til að úrskurða. Gæsluvarðhaldskrafa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni var hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur daginn fyrir gamlársdag. Síðan þá hefur hann gengið laus. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem tók málið fyrir í dag. Landsréttur úrskurðaði ekki í málinu í dag en fjallað verður áfram um kröfu lögreglunnar á morgun. Þá fyrst er úrskurðar um gæsluvarðhald að vænta. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að til greina hafi komið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að beina því til dómara að leysa réttargæslumenn tveggja meintra brotaþola Kristjáns Gunnars frá störfum þar sem talið var að þeir hefðu brotið þagnarskyldu er þeir veittu fjölmiðlum viðtöl um rannsókn málsins en horfið var frá því. Báðir réttagæslumennirnir hafna ásökunum lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu miðar rannsókn málsins áfram en er þó á viðkvæmu stigi.
Dómsmál Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. 2. janúar 2020 14:39 Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektorunum á mánudag. Kæra lögreglunnar á þeim úrskurði er enn til meðferðar í Landsrétti. 2. janúar 2020 17:01 Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04 Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. 2. janúar 2020 14:39
Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektorunum á mánudag. Kæra lögreglunnar á þeim úrskurði er enn til meðferðar í Landsrétti. 2. janúar 2020 17:01
Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04
Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27