Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 02:57 Rútan valt á Gjábakkavegi, á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Þyngdalsheiðar. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján manns innanborðs valt á Gjábakkavegi, um miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Viðbragðsaðilar í Árnessýslu fengu tilkynningu um slysið skömmu eftir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og var mikið lið sent á vettvang. Tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu, á Selfossi og Laugarvatni, þrír sjúkrabílar frá Selfossi auk lögreglu. Þá var óskað eftir aðstoð frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem sendi þrjá sjúkrabíla á vettvang. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði í samtali við fréttastofu, á vettvangi slyssins í nótt, að aðstæður að hafi verið bærilegar. Smá vindur en mikil kuldi, eða um sjö stiga frost. Þæfingur var á veginum og mikil hálka. Haukur segir að í fyrstu hafi ekki verið vitað hvort einhverjir væru fastir í rútunni eða hversu mikið farþegarnir væru slasaðir en þegar lögregla kom á vettvang voru þeir allir að týnast út úr rútunni, sem lá á hliðinni. Haukur segir einnig að einn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík en aðrir farþegar, ökumaður og leiðsögumaður, voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Farþegarnir sem um borð voru eru erlendir ferðamenn. Farþegar rútunnar, ökumaður og leiðsögumaður komu út úr rútunni, einn af öðrum, þegar lögregla kom á vettvang.Vísir/Jóhann K. Ljóst að bílbelti björguðu miklu Haukur segir það alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. Farþegarnir sem voru um um borð voru sautján auk ökumanns og leiðsögumanns, samtals nítján manns. Þá segir Haukur að hefði rútan farið út af veginum örlítið fyrr eða seinna hefði einnig getað farið verr það sem hátt er niður af veginum. Það var mat sjúkraflutningamanna, sem skoðuðu fólkið á þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, að ekki væri þörf á að flytja fleiri á slysadeild nema þeir sjálfir óskuðu eftir því. Var því önnur rútu fengin á vettvang til þess að ferja fólkið til Reykjavíkur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins. Farþegar, ökurmaður og leiðsögumaður voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu fólkið. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.Vísir/Jóhann K. Annað hópslysið í uppsveitum Árnessýslu á nokkrum dögum Slysið á Gjábakkavegi er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á einungis nokkrum dögum. Daginn fyrir gamlársdag skullu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt, ofan við Geysi. Fimmtán voru í bílunum tveimur og voru nokkrir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík. Bláskógabyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Þingvellir Tengdar fréttir Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján manns innanborðs valt á Gjábakkavegi, um miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Viðbragðsaðilar í Árnessýslu fengu tilkynningu um slysið skömmu eftir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og var mikið lið sent á vettvang. Tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu, á Selfossi og Laugarvatni, þrír sjúkrabílar frá Selfossi auk lögreglu. Þá var óskað eftir aðstoð frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem sendi þrjá sjúkrabíla á vettvang. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði í samtali við fréttastofu, á vettvangi slyssins í nótt, að aðstæður að hafi verið bærilegar. Smá vindur en mikil kuldi, eða um sjö stiga frost. Þæfingur var á veginum og mikil hálka. Haukur segir að í fyrstu hafi ekki verið vitað hvort einhverjir væru fastir í rútunni eða hversu mikið farþegarnir væru slasaðir en þegar lögregla kom á vettvang voru þeir allir að týnast út úr rútunni, sem lá á hliðinni. Haukur segir einnig að einn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík en aðrir farþegar, ökumaður og leiðsögumaður, voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Farþegarnir sem um borð voru eru erlendir ferðamenn. Farþegar rútunnar, ökumaður og leiðsögumaður komu út úr rútunni, einn af öðrum, þegar lögregla kom á vettvang.Vísir/Jóhann K. Ljóst að bílbelti björguðu miklu Haukur segir það alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. Farþegarnir sem voru um um borð voru sautján auk ökumanns og leiðsögumanns, samtals nítján manns. Þá segir Haukur að hefði rútan farið út af veginum örlítið fyrr eða seinna hefði einnig getað farið verr það sem hátt er niður af veginum. Það var mat sjúkraflutningamanna, sem skoðuðu fólkið á þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, að ekki væri þörf á að flytja fleiri á slysadeild nema þeir sjálfir óskuðu eftir því. Var því önnur rútu fengin á vettvang til þess að ferja fólkið til Reykjavíkur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins. Farþegar, ökurmaður og leiðsögumaður voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu fólkið. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.Vísir/Jóhann K. Annað hópslysið í uppsveitum Árnessýslu á nokkrum dögum Slysið á Gjábakkavegi er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á einungis nokkrum dögum. Daginn fyrir gamlársdag skullu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt, ofan við Geysi. Fimmtán voru í bílunum tveimur og voru nokkrir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík.
Bláskógabyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Þingvellir Tengdar fréttir Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45