Nýbúið að lagfæra veginn þar sem rútan valt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 12:00 Vegurinn þar sem rútan valt var nýlega endurbættur á um átta kílóbetra kafla. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján innanborðs valt á vegnum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Bílbelti björguðu því að fólk slasaðist ekki alvarlega. Nýlega er búið að lagafæra veginn þar sem slysið varð. Sautján erlendir ferðamenn af ýmsum þjóðernum, voru um borð í rútunni auk ökumanns og leiðsögumanns. Var hópurinn í skipulagðri ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Rútan valt á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Í fyrstu var óttast að slysið væri alvarlegt. En ekki lágu fyrir upplýsingar um hvort fólk væri fast í bílnum og hversu mikið það væri slasað. Mikið lið var sent á vettvang, tækjabílar slökkviliðs frá Laugarvatni og Selfossi, sjúkrabílar frá Selfossi og höfuðborgarsvæðinu auk lögreglu sem kom fyrst á staðinn en þá voru þeir sem í rútunni voru að týnast út úr henni einn af öðrum. Ekki þurfti að beita klippum til að ná fólki út. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði á vettvangi slyssins í nótt mildi að ekki hafi farið verr. „Þetta er hreint ótrúlegt því eins og þú sérð þá er eins og rútunni sé lagt hérna á hliðina því sitthvoru megin er brött öxl. Þetta er bara mesta mildi og svo er rétt að það komi fram að það voru allir í bílbeltum og það er bara engin spurning að það hafði mikið að segja um hversu lítil meiðsli eru á fólki,“ Meiðsli þeirra sem í rútunni voru eru ekki alvarleg.Vísir/Jóhann K. Vegur endurbættur á um átta kílómetra kafla nýverið Vegurinn þar sem slysið varð í gærkvöldi, liggur í gegnum þjóðgarðinn, hann var endurbættur nýverið á um átta kílómetra kafla til austurs, frá þjónustumiðstöðinni. Vegurinn var opnaður aftur fyrir umferð um miðjan september í fyrra. Lengi hafa verið áhyggjur um alvegleg slys á þessum slóðum vegna þess hve þröngur vegurinn er í gegnum Þingvelli og mikil umferð hópferðabíla, með erlenda ferðamenn. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík eftir slysið í gær en aðrir voru fluttir í þjónustumiðstöðina þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Það var mat þeirra að ekki þurfti að flytja fleiri á spítala nema þeir sjálfir óskuðu þess. Slysið á Þingvöllum í gær er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á aðeins þremur dögum en daginn fyrir gamlársdag lentu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut. Fimmtán voru þá í bílunum tveimur. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir menn hafa áhyggjur af þróuninni. „Við höfum svo sem sagt það áður að við höfum heilmiklar áhyggjur af þeirri þróun. Við erum að fá hjá okkur alltaf meira og meira af þessum hópslysum sem er kannski eðlileg þróun í því að fjölgun ferðamanna er töluvert mikil og hún er mikil á svæðinu hjá okkur,“ segir Sveinn Kristján. Skýrsla tekin af ökumanni í dag og rútan fjarlægð Mikil hálka var á vettvangi slyssins í gær og snjór yfir öllu. Lögreglan hefur tildrög slyssins til rannsóknar. „Rannsóknin mun halda áfram og reynt að ná betri skýrslu af ökumanni núna í dag geri ég ráð fyrir. Bílinn verður væntanlega fjarlægður í dag,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Bláskógabyggð Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Rúta valt skammt frá Þingvöllum Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni. 2. janúar 2020 23:54 Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. 3. janúar 2020 02:57 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján innanborðs valt á vegnum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Bílbelti björguðu því að fólk slasaðist ekki alvarlega. Nýlega er búið að lagafæra veginn þar sem slysið varð. Sautján erlendir ferðamenn af ýmsum þjóðernum, voru um borð í rútunni auk ökumanns og leiðsögumanns. Var hópurinn í skipulagðri ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Rútan valt á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Í fyrstu var óttast að slysið væri alvarlegt. En ekki lágu fyrir upplýsingar um hvort fólk væri fast í bílnum og hversu mikið það væri slasað. Mikið lið var sent á vettvang, tækjabílar slökkviliðs frá Laugarvatni og Selfossi, sjúkrabílar frá Selfossi og höfuðborgarsvæðinu auk lögreglu sem kom fyrst á staðinn en þá voru þeir sem í rútunni voru að týnast út úr henni einn af öðrum. Ekki þurfti að beita klippum til að ná fólki út. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði á vettvangi slyssins í nótt mildi að ekki hafi farið verr. „Þetta er hreint ótrúlegt því eins og þú sérð þá er eins og rútunni sé lagt hérna á hliðina því sitthvoru megin er brött öxl. Þetta er bara mesta mildi og svo er rétt að það komi fram að það voru allir í bílbeltum og það er bara engin spurning að það hafði mikið að segja um hversu lítil meiðsli eru á fólki,“ Meiðsli þeirra sem í rútunni voru eru ekki alvarleg.Vísir/Jóhann K. Vegur endurbættur á um átta kílómetra kafla nýverið Vegurinn þar sem slysið varð í gærkvöldi, liggur í gegnum þjóðgarðinn, hann var endurbættur nýverið á um átta kílómetra kafla til austurs, frá þjónustumiðstöðinni. Vegurinn var opnaður aftur fyrir umferð um miðjan september í fyrra. Lengi hafa verið áhyggjur um alvegleg slys á þessum slóðum vegna þess hve þröngur vegurinn er í gegnum Þingvelli og mikil umferð hópferðabíla, með erlenda ferðamenn. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík eftir slysið í gær en aðrir voru fluttir í þjónustumiðstöðina þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Það var mat þeirra að ekki þurfti að flytja fleiri á spítala nema þeir sjálfir óskuðu þess. Slysið á Þingvöllum í gær er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á aðeins þremur dögum en daginn fyrir gamlársdag lentu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut. Fimmtán voru þá í bílunum tveimur. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir menn hafa áhyggjur af þróuninni. „Við höfum svo sem sagt það áður að við höfum heilmiklar áhyggjur af þeirri þróun. Við erum að fá hjá okkur alltaf meira og meira af þessum hópslysum sem er kannski eðlileg þróun í því að fjölgun ferðamanna er töluvert mikil og hún er mikil á svæðinu hjá okkur,“ segir Sveinn Kristján. Skýrsla tekin af ökumanni í dag og rútan fjarlægð Mikil hálka var á vettvangi slyssins í gær og snjór yfir öllu. Lögreglan hefur tildrög slyssins til rannsóknar. „Rannsóknin mun halda áfram og reynt að ná betri skýrslu af ökumanni núna í dag geri ég ráð fyrir. Bílinn verður væntanlega fjarlægður í dag,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
Bláskógabyggð Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Rúta valt skammt frá Þingvöllum Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni. 2. janúar 2020 23:54 Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. 3. janúar 2020 02:57 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Rúta valt skammt frá Þingvöllum Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni. 2. janúar 2020 23:54
Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. 3. janúar 2020 02:57