Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 18:30 Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum gagnrýnir ástandið á bráðamóttöku spítalans harðlega í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir stöðuna ómögulega og þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið við öllum þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Hann segir að deildin sé þegar yfirfull og gæti ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum til dæmi komi upp hópslys. Í greininni segir Már að skýrslu spítalans um starfsemina komi fram að skráðar innlagnir hafi verið 226 dagar í október 2017. 471 dagar á sama tíma, ári síðar og komnir í 573 daga í október í fyrra. Það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur fyrst og fremst áhyggjur af núna, um ástandið sem geti skapast á bráðamóttökunni þegar inflúensan sem mun leggjast yfir á næstu vikum og mánuðum. Óttast er að ef inflúensan nær sér á strik geti það haft alvarlegar afleiðingar á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítalans tekur undir gagnrýni „Ástandið er því miður ekki eins og við myndum vilja hafa það á bráðamóttökunni en ástæðurnar fyrir því liggja ekki innan bráðamóttökunnar sjálfrar. Þetta er stórt vandamál sem hefur byggst upp yfir langan tíma og það mun taka langan tíma að vinda ofan af því aftur,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum.Vísir/Sigurjón Áhyggjurnar nú snúa að því ef inflúensufaraldur leggst yfir á næstu vikum og mánuðum „Þá sjáum við gjarnan að það fjölgar hjá okkur um fjóra til fimm einstaklinga sem eru í bið eftir innlögn hjá okkur á bráðamóttökunni og það er vegna þess að það er skrotur á einangrunarrýmum á spítalanum. þegar það verður að þá verður ennþá erfiðara ástand hjá okkur,“ segir Jón Magnús. Már telur í grein sinni að stórslys sé í vændum og fyrirsjáanlegt að staðan sem uppi er geti ekki farið vel. Þróunin sé ógnvænleg og ástandið galið. Landspítalin hefur ráðist í miklar skipulagsbreytingar, meðal annars til þess að vinna á þessum vanda. Hvenær getum við farið að sjá árangur af þessum skipulagsbreytingum og þá betra ástandi innan bráðamóttökunnar?„Sumt að því sem er verið að gera innan spítalans mun hafa áhrif á þetta og við erum að vonast til þess að sjá það á næstu mánuðum. Hins vegar eru aðrar breytingar sem eru utan spítalans sem eru að gerast líka og þurfa að koma til eins og uppbygging hjúkrunarheimila, kjarasamningar við hjúkrunarstarfsfólk og efling heimaþjónustu. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23 Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum gagnrýnir ástandið á bráðamóttöku spítalans harðlega í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir stöðuna ómögulega og þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið við öllum þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Hann segir að deildin sé þegar yfirfull og gæti ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum til dæmi komi upp hópslys. Í greininni segir Már að skýrslu spítalans um starfsemina komi fram að skráðar innlagnir hafi verið 226 dagar í október 2017. 471 dagar á sama tíma, ári síðar og komnir í 573 daga í október í fyrra. Það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur fyrst og fremst áhyggjur af núna, um ástandið sem geti skapast á bráðamóttökunni þegar inflúensan sem mun leggjast yfir á næstu vikum og mánuðum. Óttast er að ef inflúensan nær sér á strik geti það haft alvarlegar afleiðingar á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítalans tekur undir gagnrýni „Ástandið er því miður ekki eins og við myndum vilja hafa það á bráðamóttökunni en ástæðurnar fyrir því liggja ekki innan bráðamóttökunnar sjálfrar. Þetta er stórt vandamál sem hefur byggst upp yfir langan tíma og það mun taka langan tíma að vinda ofan af því aftur,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum.Vísir/Sigurjón Áhyggjurnar nú snúa að því ef inflúensufaraldur leggst yfir á næstu vikum og mánuðum „Þá sjáum við gjarnan að það fjölgar hjá okkur um fjóra til fimm einstaklinga sem eru í bið eftir innlögn hjá okkur á bráðamóttökunni og það er vegna þess að það er skrotur á einangrunarrýmum á spítalanum. þegar það verður að þá verður ennþá erfiðara ástand hjá okkur,“ segir Jón Magnús. Már telur í grein sinni að stórslys sé í vændum og fyrirsjáanlegt að staðan sem uppi er geti ekki farið vel. Þróunin sé ógnvænleg og ástandið galið. Landspítalin hefur ráðist í miklar skipulagsbreytingar, meðal annars til þess að vinna á þessum vanda. Hvenær getum við farið að sjá árangur af þessum skipulagsbreytingum og þá betra ástandi innan bráðamóttökunnar?„Sumt að því sem er verið að gera innan spítalans mun hafa áhrif á þetta og við erum að vonast til þess að sjá það á næstu mánuðum. Hins vegar eru aðrar breytingar sem eru utan spítalans sem eru að gerast líka og þurfa að koma til eins og uppbygging hjúkrunarheimila, kjarasamningar við hjúkrunarstarfsfólk og efling heimaþjónustu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23 Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23
Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45