Einkenni kulnunar meðal hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra algengari en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 13:30 Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunar- og viðskiptafræðingur telur að það þurfi að gera breytingar á Landspítalanum til að gera hann að eftirsóknaverðum vinnustað. Vísir/Vilhelm Fimmtungur hjúkrunarfræðinga upplifir alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum samkvæmt nýbirtri rannsókn sem fór fram í lok árs 2015. Fram kemur að mönnun er ábótavant og þá ætluðu tvöfalt fleiri en í fyrri rannsóknum að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum . Rannsakandi telur að ástandið hafi síst batnað síðan þá. Í rannsókn sem gerð var meðal allra starfandi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum í nóvember 2015 komu fram sláandi niðurstöður um kulnun í starfi. Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunar- og viðskiptafræðingur gerði rannsóknina sem meistaraprófsritgerð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Helstu niðurstöður eru þær að einkenni kulnunar eru mun alvarlegri og algengari í dag en þau voru áður. Nú er staðan sú að einn fimmti er með alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum, í fyrri rannsókn sem gerð var 2002 voru það innan við 6%“ segir Jana. Þá voru mun fleiri að hugsa um að skipta um starfsvettvang að sögn Jönu. „Það voru ríflega 17% sem hugsuðu sér að hætta störfum á Landspítalanum á næstu sex til tólf mánuðum,“ segir Jana. Rannsóknin beindist að áhrifaþáttum í starfsumhverfinu þannig voru vinnuaðstæður kannaðar sem áhrifavaldur á kulnun. „Niðurstöðurnar eru þær nákvæmlega sömu og í fyrri rannsóknum og við erum í raun að staðfesta 40 ára gamlar rannsóknir. Það að starfsumhverfi, samskipti við stjórnendur,, mönnunin og að þú hafir stjórn yfir þínum störfum sem hafa mest áhrif á kulnun. Hún segir að sífellt fleiri hverfi frá hjúkrunarstörfum vegna álags. „Það þarf að gera einhverjar breytingar til að gera Landspítalann að eftirsóknaverðum vinnustað,“ segir Jana. Jana telur að ástandið á Landspítalanum hafi síst batnað frá því hún gerði sína rannsókn í lok árs 2015. „Við erum að bera þessa rannsókn við aðra sem var gerð árið 2002 og ástandið hefur orðið alvarlega síðan þá og hefur síst batnað síðustu ár,“ segir hún að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Fimmtungur hjúkrunarfræðinga upplifir alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum samkvæmt nýbirtri rannsókn sem fór fram í lok árs 2015. Fram kemur að mönnun er ábótavant og þá ætluðu tvöfalt fleiri en í fyrri rannsóknum að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum . Rannsakandi telur að ástandið hafi síst batnað síðan þá. Í rannsókn sem gerð var meðal allra starfandi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum í nóvember 2015 komu fram sláandi niðurstöður um kulnun í starfi. Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunar- og viðskiptafræðingur gerði rannsóknina sem meistaraprófsritgerð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Helstu niðurstöður eru þær að einkenni kulnunar eru mun alvarlegri og algengari í dag en þau voru áður. Nú er staðan sú að einn fimmti er með alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum, í fyrri rannsókn sem gerð var 2002 voru það innan við 6%“ segir Jana. Þá voru mun fleiri að hugsa um að skipta um starfsvettvang að sögn Jönu. „Það voru ríflega 17% sem hugsuðu sér að hætta störfum á Landspítalanum á næstu sex til tólf mánuðum,“ segir Jana. Rannsóknin beindist að áhrifaþáttum í starfsumhverfinu þannig voru vinnuaðstæður kannaðar sem áhrifavaldur á kulnun. „Niðurstöðurnar eru þær nákvæmlega sömu og í fyrri rannsóknum og við erum í raun að staðfesta 40 ára gamlar rannsóknir. Það að starfsumhverfi, samskipti við stjórnendur,, mönnunin og að þú hafir stjórn yfir þínum störfum sem hafa mest áhrif á kulnun. Hún segir að sífellt fleiri hverfi frá hjúkrunarstörfum vegna álags. „Það þarf að gera einhverjar breytingar til að gera Landspítalann að eftirsóknaverðum vinnustað,“ segir Jana. Jana telur að ástandið á Landspítalanum hafi síst batnað frá því hún gerði sína rannsókn í lok árs 2015. „Við erum að bera þessa rannsókn við aðra sem var gerð árið 2002 og ástandið hefur orðið alvarlega síðan þá og hefur síst batnað síðustu ár,“ segir hún að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent