Erlent

Bresk herskip fylgja breskum skipum í Persaflóa

Andri Eysteinsson skrifar
HMS Montrose (v) er eitt þeirra skipa sem mun fylgja breskum skipun í Persaflóa.
HMS Montrose (v) er eitt þeirra skipa sem mun fylgja breskum skipun í Persaflóa. EPA/Olivier Hoslet

Skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa vegna ólgunnar sem myndast hefur eftir að Bandaríski herinn réð Íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum. Talið er að Íran muni með einhverju móti reyna að hefna fyrir lát Soleimani. BBC greinir frá.

Bresku herskipin hafa því verið fengin til þessBB að verja þau skip sem sigla undir breskum fána sem stödd eru í Persaflóa.

Utanríkisráðherra Bretlands, Dominic Raab segir að Bretar stefni að því að lægja öldurnar í deilunum. Raab sem mun í vikunni ræða við bandarískan kollega sinn, Mike Pompeo, sagði að Bretar ynnu að því að róa ástandið í samvinnu við evrópskar og amerískar vinaþjóðir sínar. Þá sagðist hann einnig skilja stöðuna sem Bandaríkin hafi verið komin í.

„Bandaríkin taka ákvörðunina sjálf. Ríkið á rétt á að beita valdi sínu í sjálfsvörn,“ sagði Raab. Varnarmálaráðherra Breta, Ben Wallace, tók undir með Raab og sagði samkvæmt þjóðarrétti væri Bandaríkjunum heimilt að verjast gegn þeim sem ógna ríkinu.

Wallace sagði að herskipin HMS Montrose og HMS Defender muni verja bresk skip sem sigla um Hormuz-sund líkt og gert var á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×