Jóhannes í forstjórastól Wise og Hrannar kveður eftir þrettán ára starf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2020 14:38 Jóhannes starfaði í fimm ár hjá Össur en flytur sig nú yfir til Wise. Jóhannes H. Guðjónsson er nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Wise lausna. Hann tók við starfinu um áramótin. Á sama tíma lætur Hrannar Erlingsson, framkvæmdastjóri Wise til þrettán ára, af störfum. „Hrannar hefur staðið sig gríðarlega vel í að byggja upp það sterka og leiðandi fyrirtæki sem Wise er í dag,“ segir í tilkynningu frá Wise. Ákvörðunin sé Hrannars. Nýr stjórnarformaður félagsins er Jónas Hagan Guðmundsson sem tekur við af Gunnari Birni Gunnarssyni sem tekur við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Stefán Þór Stefánsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri ráðgjafa- og þjónustusviðs félagsins. Í tilkynningu frá Wise kemur fram að við kaup Vörðu Capital á Wise í október síðastliðnum hefðu eigendurnir ákveðið að gera ofannefndar breytingar. Þá standi til að sameina Hugbúnað hf., Centara ehf. og Wise lausnir ehf. undir merki Wise lausna. Einnig séu viðræður í gangi um aðkomu fleiri öflugra fjárfesta sem muni styrkja félagið til frekari vaxtar. Til stóð að sameina Wise og Advania á síðasta ári en Samkeppniseftirlitið gaf ekki grænt ljós á samrunann. Jónas Hagan stjórnarformaður Wise segir í tilkynningu að félagið hafi náð frábærum árangri hér heima og erlendis sem hann þakkar mikilli reynslu og þekkingu starfsfólksins á þróun viðskiptalausna Wise. „Saman hlökkum við til að takast á við spennandi tækifæri sem félögin hafa myndað saman síðustu ár. Til stendur að bæta við fleiri öflugum fjárfestum í eigendahóp Wise og skoða kaup og sameiningar til að styrkja Wise enn frekar.“ Hjá Wise starfa um 75 starfmenn en félagið sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Á meðal 500 viðskiptavina Wise eru sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi, fjármálum, framleiðslu, verslun og ýmiskonar sérfræðiþjónustu. Tækni Vistaskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira
Jóhannes H. Guðjónsson er nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Wise lausna. Hann tók við starfinu um áramótin. Á sama tíma lætur Hrannar Erlingsson, framkvæmdastjóri Wise til þrettán ára, af störfum. „Hrannar hefur staðið sig gríðarlega vel í að byggja upp það sterka og leiðandi fyrirtæki sem Wise er í dag,“ segir í tilkynningu frá Wise. Ákvörðunin sé Hrannars. Nýr stjórnarformaður félagsins er Jónas Hagan Guðmundsson sem tekur við af Gunnari Birni Gunnarssyni sem tekur við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Stefán Þór Stefánsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri ráðgjafa- og þjónustusviðs félagsins. Í tilkynningu frá Wise kemur fram að við kaup Vörðu Capital á Wise í október síðastliðnum hefðu eigendurnir ákveðið að gera ofannefndar breytingar. Þá standi til að sameina Hugbúnað hf., Centara ehf. og Wise lausnir ehf. undir merki Wise lausna. Einnig séu viðræður í gangi um aðkomu fleiri öflugra fjárfesta sem muni styrkja félagið til frekari vaxtar. Til stóð að sameina Wise og Advania á síðasta ári en Samkeppniseftirlitið gaf ekki grænt ljós á samrunann. Jónas Hagan stjórnarformaður Wise segir í tilkynningu að félagið hafi náð frábærum árangri hér heima og erlendis sem hann þakkar mikilli reynslu og þekkingu starfsfólksins á þróun viðskiptalausna Wise. „Saman hlökkum við til að takast á við spennandi tækifæri sem félögin hafa myndað saman síðustu ár. Til stendur að bæta við fleiri öflugum fjárfestum í eigendahóp Wise og skoða kaup og sameiningar til að styrkja Wise enn frekar.“ Hjá Wise starfa um 75 starfmenn en félagið sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Á meðal 500 viðskiptavina Wise eru sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi, fjármálum, framleiðslu, verslun og ýmiskonar sérfræðiþjónustu.
Tækni Vistaskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira