Fatlaðir fá sanngirnisbætur verði frumvarp að lögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. janúar 2020 19:58 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. stöð 2 Áttatíu til níutíu fatlaðir einstaklingar sem voru vistaðir sem börn á stofnunum ríkisins fá þriggja til sex milljóna króna sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar verði frumvarp sem áætlað er að leggja fyrir vorþing að lögum. Formaður Landssambands Þroskahjálpar segir sumar stofnanirnar enn starfandi.Árið 2007 voru sett lög sem tóku til barna sem voru vistuð á árum áður á vistheimilum á vegum barnanefndar þar sem kanna átti hvort börnin hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð. Vistheimilisnefnd sá um rannsóknina og á síðasta ári voru svo greiddar út sanngirnisbætur til tólf hundruð einstaklinga vegna misgjörða á slíkum heimilum. Í lokaskýrslu um sanngirnisbæturnar kom fram að það þyrfti að kanna aðbúnað fatlaðra barna á slíkum stofnunum. Málið hefur verið til meðferðar hjá forsætisráðherra og í samráðsgátt stjórnvalda er nú beðið um umsagnir vegna fyrirhugaðs frumvarps um sanngirnisbætur fatlaðra barna. Katrín Jakobsdóttir segir að markmiðið sé að ljúka þessu máli á næstu misserum.stöð 2 „Ég held að það sé hægt að vinna þetta mjög hratt og mér finnst það mikilvægt ekki síst í ljósi þess að margt af þessu fólki er orðið fullorðið og býr jafnvel enn við óásættanlegar aðstæður. Það er að segja, hefur ekkert val um hvar það býr eða með hverjum eða getur tekið ákvarðanir um sitt eigið líf,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. Hún segir um margar stofnanir að ræða þar sem grunur sé á um illa meðferð og sumar séu enn starfandi. „Tvær af þessum stofnunum eru enn starfandi og í gömlu lögunum er gert ráð fyrir að einungis séu skoðaðar stofnanir sem ekki starfa lengur. Þess vegna er mikilvægt að því sé breytt í lögunum. Mér finnst full ástæða til þess að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að hafa samband við þetta fólk og gefi þeim tækifæri á því að segja sögu sína og að á það sé hlustað,“ sagði Bryndís. Að sögn forsætisráðherra er markmiðið að ljúka þessu máli á næstu misserum. „Ég set það markmið að leggja þetta frumvarp fram á vorþingi og síðan verðum við bara að sjá til hvort það hlýtur náð fyrir augum þingsins og þá er hægt að ráðast í þessi mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Vistheimili Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Sjá meira
Áttatíu til níutíu fatlaðir einstaklingar sem voru vistaðir sem börn á stofnunum ríkisins fá þriggja til sex milljóna króna sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar verði frumvarp sem áætlað er að leggja fyrir vorþing að lögum. Formaður Landssambands Þroskahjálpar segir sumar stofnanirnar enn starfandi.Árið 2007 voru sett lög sem tóku til barna sem voru vistuð á árum áður á vistheimilum á vegum barnanefndar þar sem kanna átti hvort börnin hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð. Vistheimilisnefnd sá um rannsóknina og á síðasta ári voru svo greiddar út sanngirnisbætur til tólf hundruð einstaklinga vegna misgjörða á slíkum heimilum. Í lokaskýrslu um sanngirnisbæturnar kom fram að það þyrfti að kanna aðbúnað fatlaðra barna á slíkum stofnunum. Málið hefur verið til meðferðar hjá forsætisráðherra og í samráðsgátt stjórnvalda er nú beðið um umsagnir vegna fyrirhugaðs frumvarps um sanngirnisbætur fatlaðra barna. Katrín Jakobsdóttir segir að markmiðið sé að ljúka þessu máli á næstu misserum.stöð 2 „Ég held að það sé hægt að vinna þetta mjög hratt og mér finnst það mikilvægt ekki síst í ljósi þess að margt af þessu fólki er orðið fullorðið og býr jafnvel enn við óásættanlegar aðstæður. Það er að segja, hefur ekkert val um hvar það býr eða með hverjum eða getur tekið ákvarðanir um sitt eigið líf,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. Hún segir um margar stofnanir að ræða þar sem grunur sé á um illa meðferð og sumar séu enn starfandi. „Tvær af þessum stofnunum eru enn starfandi og í gömlu lögunum er gert ráð fyrir að einungis séu skoðaðar stofnanir sem ekki starfa lengur. Þess vegna er mikilvægt að því sé breytt í lögunum. Mér finnst full ástæða til þess að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að hafa samband við þetta fólk og gefi þeim tækifæri á því að segja sögu sína og að á það sé hlustað,“ sagði Bryndís. Að sögn forsætisráðherra er markmiðið að ljúka þessu máli á næstu misserum. „Ég set það markmið að leggja þetta frumvarp fram á vorþingi og síðan verðum við bara að sjá til hvort það hlýtur náð fyrir augum þingsins og þá er hægt að ráðast í þessi mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Vistheimili Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Sjá meira