Gilda lög í vopnuðum átökum? Brynhildur Bolladóttir skrifar 8. janúar 2020 13:00 Þónokkuð hefur verið fjallað um orð Trump Bandaríkjaforseta um að hann hafi áætlanir um 52 írönsk skotmörk í hernaðarlegum aðgerðum, mörg þeirra mikilvæg í íranskri menningu. Eflaust spyrja sig margir hvers vegna þetta skipti máli og hvort Trump megi ekki bara gera það sem hann vill? Gilda einhver lög í stríði? Stutta svarið er já, í vopnuðum átökum gilda lög. Alþjóðleg mannúðarlög gilda á tímum ófriðar, þau helgast bæði af venjurétti sem og Genfarsamningunum svokölluðu sem urðu 70 ára á síðasta ári sem og þremur viðbótarbókunum við þá auk annarra mikilvægra samninga á sviði mannúðarlaga. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari Genfarsamninganna frá 1949 og viðauka við þá. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Menningarverðmæti líkt og söfn, sögulegar minjar eða fornleifar eru hluti af sjálfsmynd fólks og njóta einnig verndar. Árásir á menningarverðmæti eru svo miklu meira en eyðilegging á múrsteinum, viði eða steypu. Þær eru árásir á sjálfsmynd, minni og sögu, reisn og framtíð komandi kynslóða. Hvað segja alþjóðleg mannúðarlög um menningarverðmæti í stríði? Alþjóðleg mannúðarlög skylda aðila vopnaðra átaka til að vernda og virða menningarverðmæti. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er óheimilt að ráðast á menningarverðmæti eða nota í hernaðarlegum tilgangi, nema hernaðarleg nauðsyn krefjist þess. Ennfremur mega aðilar að átökunum ekki hertaka, eyðileggja eða skemma menningarverðmæti og verða að stöðva þjófnað, skothríð eða skemmdarverk sem beinast gegn slíkum verðmætum. Fylgifiskur þess að glata menningarverðmætum er að fólk, samfélög og þjóðfélög glatar þeim og sögunni. Til að setja þetta í eitthvað samhengi sem við getum mögulega skilið þá má nefna nokkur dæmi um staði sem okkur þykir vænt um og viljum halda. Árbæjarsafn. Þjóðveldisbærinn á Stöng. Listasafn Íslands. Þjóðminjasafnið. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu. Hallgrímskirkja. Þá reikar hugurinn til Parísar og Notre Dame sem brann á síðasta ári og heimurinn fylgdist með. Þar var vissulega ekki um skotmark vopnaðra átaka að ræða en bruni hennar hafði áhrif langt út fyrir landsteina Frakklands. Kveðið er á um lagalega vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum bæði í venjurétti sem og alþjóðasamningum, þar á meðal Haag-samningnum frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum, tveimur bókunum hans svo og viðbótarbókunum frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949. Ísland hefur ekki fullgilt Haag-samninginn frá 1954 en fyrir þinginu liggur þingsályktunartillaga þess efnis. Það er full ástæða til að fullgilda hann og það er full ástæða fyrir Ísland að tala um fyrir aukinni virðingu fyrir Genfarsamningunum, að þeir séu virtir í hvívetna hvort sem um sé að ræða menningarverðmæti eða þær manneskjur sem njóta verndar á tímum vopnaðra átaka lögum samkvæmt. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Íran Brynhildur Bolladóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þónokkuð hefur verið fjallað um orð Trump Bandaríkjaforseta um að hann hafi áætlanir um 52 írönsk skotmörk í hernaðarlegum aðgerðum, mörg þeirra mikilvæg í íranskri menningu. Eflaust spyrja sig margir hvers vegna þetta skipti máli og hvort Trump megi ekki bara gera það sem hann vill? Gilda einhver lög í stríði? Stutta svarið er já, í vopnuðum átökum gilda lög. Alþjóðleg mannúðarlög gilda á tímum ófriðar, þau helgast bæði af venjurétti sem og Genfarsamningunum svokölluðu sem urðu 70 ára á síðasta ári sem og þremur viðbótarbókunum við þá auk annarra mikilvægra samninga á sviði mannúðarlaga. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari Genfarsamninganna frá 1949 og viðauka við þá. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Menningarverðmæti líkt og söfn, sögulegar minjar eða fornleifar eru hluti af sjálfsmynd fólks og njóta einnig verndar. Árásir á menningarverðmæti eru svo miklu meira en eyðilegging á múrsteinum, viði eða steypu. Þær eru árásir á sjálfsmynd, minni og sögu, reisn og framtíð komandi kynslóða. Hvað segja alþjóðleg mannúðarlög um menningarverðmæti í stríði? Alþjóðleg mannúðarlög skylda aðila vopnaðra átaka til að vernda og virða menningarverðmæti. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er óheimilt að ráðast á menningarverðmæti eða nota í hernaðarlegum tilgangi, nema hernaðarleg nauðsyn krefjist þess. Ennfremur mega aðilar að átökunum ekki hertaka, eyðileggja eða skemma menningarverðmæti og verða að stöðva þjófnað, skothríð eða skemmdarverk sem beinast gegn slíkum verðmætum. Fylgifiskur þess að glata menningarverðmætum er að fólk, samfélög og þjóðfélög glatar þeim og sögunni. Til að setja þetta í eitthvað samhengi sem við getum mögulega skilið þá má nefna nokkur dæmi um staði sem okkur þykir vænt um og viljum halda. Árbæjarsafn. Þjóðveldisbærinn á Stöng. Listasafn Íslands. Þjóðminjasafnið. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu. Hallgrímskirkja. Þá reikar hugurinn til Parísar og Notre Dame sem brann á síðasta ári og heimurinn fylgdist með. Þar var vissulega ekki um skotmark vopnaðra átaka að ræða en bruni hennar hafði áhrif langt út fyrir landsteina Frakklands. Kveðið er á um lagalega vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum bæði í venjurétti sem og alþjóðasamningum, þar á meðal Haag-samningnum frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum, tveimur bókunum hans svo og viðbótarbókunum frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949. Ísland hefur ekki fullgilt Haag-samninginn frá 1954 en fyrir þinginu liggur þingsályktunartillaga þess efnis. Það er full ástæða til að fullgilda hann og það er full ástæða fyrir Ísland að tala um fyrir aukinni virðingu fyrir Genfarsamningunum, að þeir séu virtir í hvívetna hvort sem um sé að ræða menningarverðmæti eða þær manneskjur sem njóta verndar á tímum vopnaðra átaka lögum samkvæmt. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun