Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 13:45 Írakar fylgjast með Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, í sjónvarpi. EPA/GAILAN HAJI Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. Þannig geti Íranir sagt við að þeir hafi brugðist við því að hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið felldur í loftárás í síðustu viku, án þess þó að eiga von á frekari hefndaraðgerðum Bandaríkjanna. Enn sem komið er virðist sem enginn hafi látið lífið í árásunum og hafa yfirvöld Írak sagst hafa fengið skilaboð frá nágrönnum sínum um að von væri á eldflaugum. Árásin í nótt var verulega óhefðbundin að því leyti að Íranir gerðu ekki minnstu tilraun til að fela að eldflaugunum hefði verið skotið þaðan og lýstu því meira að segja yfir að þeir hefðu skotið flaugunum. Þrátt fyrir það að hermenn Bandaríkjanna hafi ekki haft nægan tíma til að leita skjóls í byrgjum, lést enginn þeirra. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, mætti á fund þjóðaröryggisráðs Íran í kjölfar dauða Soleimani og krafðist hann þess að hefndaraðgerðir Íran yrðu framkvæmdar án milliliða. Sjá einnig: Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Ef rétt reynist gæti það haft nokkrar ástæður. Ein þeirra gæti verið að yfirvöld Íran hafa ekki áhuga á frekari átökum við Bandaríkin. Sé það tilfellið þurfa Íranir að halda aftur af vopnahópum sem ríkið stendur við bakið á og eru virkir víða um Mið-Austurlönd. Leiðtogi einna slíkra samtaka hét til dæmis því í dag að árásum á hermenn Bandaríkjanna í Írak væri ekki lokið. Nánast strax eftir árásirnar voru fjölmiðlar í Íran farnir að segja fréttir af miklu mannfalli meðal bandarískra hermanna og herinn sagði tugi hafa fallið, svo það er ekki ólíklegt að árásirnar hafi að mestu verið fyrir íbúa Íran. Annar möguleiki er að Íranir séu að reyna að veita Bandaríkjamönnum falskt öryggi og vinni að undirbúningi frekari árása, sem tæki tíma og undirbúning. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Bandaríkjunum síðan Donald Trump, forseti, tísti í nótt og sagði að allt væri í góðu lagi. Fjölmiðlar ytra segja forsetann hafa fundað stíft með ráðgjöfum sónum og herforingjum. Það að enginn hafi dáið í árásunum í nótt gefur Trump gott svigrúm til að segja staðar numið og draga úr spennu á milli ríkjanna. Hann mun ávarpa bandarísku þjóðina og heiminn allann klukkan fjögur að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. Þannig geti Íranir sagt við að þeir hafi brugðist við því að hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið felldur í loftárás í síðustu viku, án þess þó að eiga von á frekari hefndaraðgerðum Bandaríkjanna. Enn sem komið er virðist sem enginn hafi látið lífið í árásunum og hafa yfirvöld Írak sagst hafa fengið skilaboð frá nágrönnum sínum um að von væri á eldflaugum. Árásin í nótt var verulega óhefðbundin að því leyti að Íranir gerðu ekki minnstu tilraun til að fela að eldflaugunum hefði verið skotið þaðan og lýstu því meira að segja yfir að þeir hefðu skotið flaugunum. Þrátt fyrir það að hermenn Bandaríkjanna hafi ekki haft nægan tíma til að leita skjóls í byrgjum, lést enginn þeirra. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, mætti á fund þjóðaröryggisráðs Íran í kjölfar dauða Soleimani og krafðist hann þess að hefndaraðgerðir Íran yrðu framkvæmdar án milliliða. Sjá einnig: Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Ef rétt reynist gæti það haft nokkrar ástæður. Ein þeirra gæti verið að yfirvöld Íran hafa ekki áhuga á frekari átökum við Bandaríkin. Sé það tilfellið þurfa Íranir að halda aftur af vopnahópum sem ríkið stendur við bakið á og eru virkir víða um Mið-Austurlönd. Leiðtogi einna slíkra samtaka hét til dæmis því í dag að árásum á hermenn Bandaríkjanna í Írak væri ekki lokið. Nánast strax eftir árásirnar voru fjölmiðlar í Íran farnir að segja fréttir af miklu mannfalli meðal bandarískra hermanna og herinn sagði tugi hafa fallið, svo það er ekki ólíklegt að árásirnar hafi að mestu verið fyrir íbúa Íran. Annar möguleiki er að Íranir séu að reyna að veita Bandaríkjamönnum falskt öryggi og vinni að undirbúningi frekari árása, sem tæki tíma og undirbúning. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Bandaríkjunum síðan Donald Trump, forseti, tísti í nótt og sagði að allt væri í góðu lagi. Fjölmiðlar ytra segja forsetann hafa fundað stíft með ráðgjöfum sónum og herforingjum. Það að enginn hafi dáið í árásunum í nótt gefur Trump gott svigrúm til að segja staðar numið og draga úr spennu á milli ríkjanna. Hann mun ávarpa bandarísku þjóðina og heiminn allann klukkan fjögur að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09
Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03