Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 14:25 Frá aðstæðum uppi á jökli í nótt. Landsbjörg Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið út í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. „Auðvitað er ég reið. Reið út í þess menn því þeir hafa ekki burði til að standa fyrir svona ferðum,“ sagði Virginia í samtali við Ríkisútvarpið í fjöldahjálparstöðinni á Gullfossi í morgun. Virginia var á meðal þeirra 39 ferðalanga sem lögðu upp í vélsleðaferð við Langjökul í gær. Drengir hennar ellefu og fjórtán ára voru með í för en sá yngist í hópnum var sex ára gamall. Hún segir ferðina hafa byrjað ljómandi vel. Sögðust vita af gulri viðvörun „Þeir létu okkur fá galla en útskýrðu ekki hvernig gallarnir áttu að nýtast í svona veðri. Þegar veðrið skall á tók ég eftir því að vindurinn blés undir skálmina.“ Eftir um klukkustund voru þau komin að jöklinum og þá hafi leiðsögumennirnir tjáð fólkinu að líklega yrði ekkert af ferðum á jökulinn daginn eftir vegna veðurs. Þá hafi þeir tjáð fólkinu að gul viðvörun væri í gangi og þeir því vitað það. „Þegar við höfðum snúið við var veðrið orðið mjög slæmt. Við ókum í um klukkustund og þá var fólk farið að falla af vélsleðunum. Það var eins og við kæmumst bara nokkra metra áfram á klukkutíma.“ Eftir annan klukkutíma hafi ferð þeirra verið stöðvuð. Allir hafi farið af sleðunum og við hafi tekið löng bið. Eftir nokkrar klukkustundir var þeim troðið í stóra bíla á vegum fyrirtækisins en það var svo ekki fyrr en klukkan eitt í nótt, hálfum sólarhring eftir að lagt var á jökulinn, sem björgunarsveitarfólk kom ferðalöngunum og tíu leiðsögumönnum til bjargar. „Þetta var ekki góður dagur. Hvernig getur land á borð við Ísland, sem gerir út á ferðaþjónustu, leyft svona fyrirtæki að starfa?“ spyr Virginia í samtali við Ríkisútvarpið. Hræddur þegar fólkið gróf sig í fönn Rob, ferðamaður frá Englandi, segist líkt og Virginia hafa verið hræddur. Ekki síst þegar þau voru að grafa sig í fönn í snjónum og ekki vitað hvenær von væri á aðstoð. „Ég held að allir hefðu verið það.“ Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson sem tók þátt í aðgerðum segir að félagarnir hafi rætt það á leiðinni upp eftir hve undrandi þeir væru á ákvörðun Mountaineers of Iceland að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“ 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið út í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. „Auðvitað er ég reið. Reið út í þess menn því þeir hafa ekki burði til að standa fyrir svona ferðum,“ sagði Virginia í samtali við Ríkisútvarpið í fjöldahjálparstöðinni á Gullfossi í morgun. Virginia var á meðal þeirra 39 ferðalanga sem lögðu upp í vélsleðaferð við Langjökul í gær. Drengir hennar ellefu og fjórtán ára voru með í för en sá yngist í hópnum var sex ára gamall. Hún segir ferðina hafa byrjað ljómandi vel. Sögðust vita af gulri viðvörun „Þeir létu okkur fá galla en útskýrðu ekki hvernig gallarnir áttu að nýtast í svona veðri. Þegar veðrið skall á tók ég eftir því að vindurinn blés undir skálmina.“ Eftir um klukkustund voru þau komin að jöklinum og þá hafi leiðsögumennirnir tjáð fólkinu að líklega yrði ekkert af ferðum á jökulinn daginn eftir vegna veðurs. Þá hafi þeir tjáð fólkinu að gul viðvörun væri í gangi og þeir því vitað það. „Þegar við höfðum snúið við var veðrið orðið mjög slæmt. Við ókum í um klukkustund og þá var fólk farið að falla af vélsleðunum. Það var eins og við kæmumst bara nokkra metra áfram á klukkutíma.“ Eftir annan klukkutíma hafi ferð þeirra verið stöðvuð. Allir hafi farið af sleðunum og við hafi tekið löng bið. Eftir nokkrar klukkustundir var þeim troðið í stóra bíla á vegum fyrirtækisins en það var svo ekki fyrr en klukkan eitt í nótt, hálfum sólarhring eftir að lagt var á jökulinn, sem björgunarsveitarfólk kom ferðalöngunum og tíu leiðsögumönnum til bjargar. „Þetta var ekki góður dagur. Hvernig getur land á borð við Ísland, sem gerir út á ferðaþjónustu, leyft svona fyrirtæki að starfa?“ spyr Virginia í samtali við Ríkisútvarpið. Hræddur þegar fólkið gróf sig í fönn Rob, ferðamaður frá Englandi, segist líkt og Virginia hafa verið hræddur. Ekki síst þegar þau voru að grafa sig í fönn í snjónum og ekki vitað hvenær von væri á aðstoð. „Ég held að allir hefðu verið það.“ Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson sem tók þátt í aðgerðum segir að félagarnir hafi rætt það á leiðinni upp eftir hve undrandi þeir væru á ákvörðun Mountaineers of Iceland að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent