Ólína segir börnin hafa óttast um líf sitt þessa skelfingarnótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 14:39 Ólína Þorvarðardóttir var á meðal á annað hundrað björgunarsveitarfólks sem stóð vaktina í gærkvöldi og fram á morgun. Vísir/Baldur Hrafnkell Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona og fræðimaður, var á meðal björgunarsveitarfólks sem sinnti þeim 39 sem komust í háska undir Langjökli í gær og nótt. Sárast finni hún til með börnunum sem sannarlega hafi óttast um líf sitt enda rík ástæða til. „Að baki er erfið nótt í blind-þreifandi-byl undir Bláfellshálsi og Langjökli. Nótt sem einkenndist af ótta og ugg um afdrif 49 manns sem ýmist grafin í fönn eða skjálfandi upp við hvort annað í óupphituðum vélarvana bíl, börn og fullorðnir, biðu björgunar í allan gærdag og fram á nótt. Veðrið var hreint út sagt ólýsanlegt og með ólíkindum að björgunaraðilum skyldi yfirleitt takast að athafna sig með þeim árangri að allir virðast ætla að komast heilir á húfi frá þessari þrekraun.“ Sjá má aðstæðurnar á vettvangi hér að neðan. Ólína, sem hefur verið til umfjöllunar undanfarna daga vegna skipanar þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, er í björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni. Hún segir í færslu á Facebook að þegar sveitin hafi loksins komist í skálann í Geldingarfelli, eftir að hafa tímunum saman pjakkað þangað á björgunarsveitarbílnum í öskubyl og skipst á að ganga á undan honum langleiðina - hafi þau sett upp hjálparstöð í skálanum. Stöðinvar fyrsti áfangastaður hópanna á langri og seinfarinni leið þeirra til byggða. „Fólkið var hrakið, hrætt og þreytt. Margir með augljós einkenni ofkælingar. Til allrar hamingju var hægt að færa það úr vosklæðunum, koma því í þurra kuldagalla og gefa heita drykki áður en lengra var haldið. Síðan var haldið áfram með fólkið í fjöldahjálparstöð á Gullfossi þar sem það fékk læknisaðstoð og faglega aðhlynningu. Það ferðalag var seinlegt og erfitt enda aðstæður eins og þær verða verstar í grimmdarklóm íslenskrar vetrarveðráttu.“ Hún þykist vita að það muni taka marga sem lentu í þessu langan tíma að jafna sig eftir þetta. „Sumir jafna sig kannski aldrei. Sárast finn ég til með börnunum sem sannarlega óttuðust um líf sitt og höfðu ríka ástæðu til. Þetta var sannkölluð skelfingarnótt en það vakti einhver verndarhönd yfir aðgerðum á vettvangi í gær.“ Ólína lofar guði fyrir giftusamlega björgun við erfiðustu veðuraðstæður sem orðið geti á Íslandi. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona og fræðimaður, var á meðal björgunarsveitarfólks sem sinnti þeim 39 sem komust í háska undir Langjökli í gær og nótt. Sárast finni hún til með börnunum sem sannarlega hafi óttast um líf sitt enda rík ástæða til. „Að baki er erfið nótt í blind-þreifandi-byl undir Bláfellshálsi og Langjökli. Nótt sem einkenndist af ótta og ugg um afdrif 49 manns sem ýmist grafin í fönn eða skjálfandi upp við hvort annað í óupphituðum vélarvana bíl, börn og fullorðnir, biðu björgunar í allan gærdag og fram á nótt. Veðrið var hreint út sagt ólýsanlegt og með ólíkindum að björgunaraðilum skyldi yfirleitt takast að athafna sig með þeim árangri að allir virðast ætla að komast heilir á húfi frá þessari þrekraun.“ Sjá má aðstæðurnar á vettvangi hér að neðan. Ólína, sem hefur verið til umfjöllunar undanfarna daga vegna skipanar þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, er í björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni. Hún segir í færslu á Facebook að þegar sveitin hafi loksins komist í skálann í Geldingarfelli, eftir að hafa tímunum saman pjakkað þangað á björgunarsveitarbílnum í öskubyl og skipst á að ganga á undan honum langleiðina - hafi þau sett upp hjálparstöð í skálanum. Stöðinvar fyrsti áfangastaður hópanna á langri og seinfarinni leið þeirra til byggða. „Fólkið var hrakið, hrætt og þreytt. Margir með augljós einkenni ofkælingar. Til allrar hamingju var hægt að færa það úr vosklæðunum, koma því í þurra kuldagalla og gefa heita drykki áður en lengra var haldið. Síðan var haldið áfram með fólkið í fjöldahjálparstöð á Gullfossi þar sem það fékk læknisaðstoð og faglega aðhlynningu. Það ferðalag var seinlegt og erfitt enda aðstæður eins og þær verða verstar í grimmdarklóm íslenskrar vetrarveðráttu.“ Hún þykist vita að það muni taka marga sem lentu í þessu langan tíma að jafna sig eftir þetta. „Sumir jafna sig kannski aldrei. Sárast finn ég til með börnunum sem sannarlega óttuðust um líf sitt og höfðu ríka ástæðu til. Þetta var sannkölluð skelfingarnótt en það vakti einhver verndarhönd yfir aðgerðum á vettvangi í gær.“ Ólína lofar guði fyrir giftusamlega björgun við erfiðustu veðuraðstæður sem orðið geti á Íslandi.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54
Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25