Ferðamenn munu krefjast bóta frá Mountaineers of Iceland Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. janúar 2020 19:45 Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. Ferðamálastofa skoðar starfsleyfi fyrirtækisins og ferðamennirnir íhuga málsókn. Mountaineers of Iceland hafði aflýst öllum vélsleðaferðum dagsins nema þessari. Lagt var af stað klukkan eitt eftir hádegi í gær, tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á. Fyrirtækið taldi sig geta sloppið á undan veðrinu. Svo fór ekki og var ákveðið að grafa sig í fönn. Átti starfsmaður að sækja fólkið á snjótroðara en sá bilaði. Því var ekki hringt eftir hjálp frá björgunaraðilum fyrr en klukkan átta um kvöldið. Á meðan var beðið í bílum frá Mountaineers. Nokkrir af ferðamönnunum hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum vegna málsins. Hún segir fyrirtækið bera ábyrgð á því tjóni sem fólkið varð fyrir en segir of snemmt að segja til um það hvort einhverjir munu höfða mál gegn fyrirtækinu. Tók sérstaklega eftir tveimur börnum sem voru hálf dofin og glær „Að minnsta kosti það fólk sem hingað hefur leitað mun gera kröfu á hendur fyrirtækinu. Það varð fyrir tjóni, miskatjóni, sem fyrirtækið ber ábyrgð á, hvort sem það verður samið við þetta fyrirtæki eða farið í mál er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ sagði Lilja í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún hitti nokkra af ferðamönnunum í dag og sagði líðan þeirra hafa verið eftir atvikum ágæta. „Fólki var augljóslega brugðið og líka þreytt. Ég tók sérstaklega eftir tveimur börnum þarna sem voru nú hálf dofin og glær, verð ég að segja.“ Aðspurð hvort háttsemi Mountaineers of Iceland væri refsiverð sagði Lilja: „Mér finnst blasa við að hefja sakamálarannsókn á þessu atviki. Þetta er grafalvarlegt og það kemur til skoðunar hættubrot sem varðar fjögurra ára fangelsi, að stofna lífi fólks í hættu. Eins þarf líka að skoða leyfið sem fyrirtækið starfar eftir, hvort því hafi verið fylgt. Það er refsivert ef brotið hefur verið gegn því. Þannig að ég held nú að lögreglustjórinn á Suðurlandi hljóti nú að opna sakamálarannsókn á þessu atviki.“ Mountaineers of Iceland hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem starfsfólk kveðst harma atburðinn og biðst velvirðingar. Nánar má lesa um málið hér.Fréttin hefur verið uppfærð. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. Ferðamálastofa skoðar starfsleyfi fyrirtækisins og ferðamennirnir íhuga málsókn. Mountaineers of Iceland hafði aflýst öllum vélsleðaferðum dagsins nema þessari. Lagt var af stað klukkan eitt eftir hádegi í gær, tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á. Fyrirtækið taldi sig geta sloppið á undan veðrinu. Svo fór ekki og var ákveðið að grafa sig í fönn. Átti starfsmaður að sækja fólkið á snjótroðara en sá bilaði. Því var ekki hringt eftir hjálp frá björgunaraðilum fyrr en klukkan átta um kvöldið. Á meðan var beðið í bílum frá Mountaineers. Nokkrir af ferðamönnunum hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum vegna málsins. Hún segir fyrirtækið bera ábyrgð á því tjóni sem fólkið varð fyrir en segir of snemmt að segja til um það hvort einhverjir munu höfða mál gegn fyrirtækinu. Tók sérstaklega eftir tveimur börnum sem voru hálf dofin og glær „Að minnsta kosti það fólk sem hingað hefur leitað mun gera kröfu á hendur fyrirtækinu. Það varð fyrir tjóni, miskatjóni, sem fyrirtækið ber ábyrgð á, hvort sem það verður samið við þetta fyrirtæki eða farið í mál er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ sagði Lilja í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún hitti nokkra af ferðamönnunum í dag og sagði líðan þeirra hafa verið eftir atvikum ágæta. „Fólki var augljóslega brugðið og líka þreytt. Ég tók sérstaklega eftir tveimur börnum þarna sem voru nú hálf dofin og glær, verð ég að segja.“ Aðspurð hvort háttsemi Mountaineers of Iceland væri refsiverð sagði Lilja: „Mér finnst blasa við að hefja sakamálarannsókn á þessu atviki. Þetta er grafalvarlegt og það kemur til skoðunar hættubrot sem varðar fjögurra ára fangelsi, að stofna lífi fólks í hættu. Eins þarf líka að skoða leyfið sem fyrirtækið starfar eftir, hvort því hafi verið fylgt. Það er refsivert ef brotið hefur verið gegn því. Þannig að ég held nú að lögreglustjórinn á Suðurlandi hljóti nú að opna sakamálarannsókn á þessu atviki.“ Mountaineers of Iceland hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem starfsfólk kveðst harma atburðinn og biðst velvirðingar. Nánar má lesa um málið hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49
Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54
Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10