Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2020 18:32 Ferðamálastofa hefur krafið Mountaineers of Iceland skýringar á því hvers vegna fyrirtækið fór með 39 manna hóp í vélsleðaferð að Langjökli tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á síðastliðinn mánudag. Ferðamálastofa fór fram á afrit af öryggisáætlun Mountaineers of Iceland til að ganga úr skugga að það samrýmdist henni að hafa farið í þessa ferð. Stendur sú skoðun enn yfir og hefur lögreglan á Suðurlandi hafið sakamálarannsókn á þessari ferð. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir nýbúið að festa lög kvaðir um öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja. „Ég auðvitað geri þá kröfu að fyrirtæki fylgi sínum eigin öryggisáætlunum. Ég vil fyrst fá að vita hvort það hafi verið gert, áður en þeirri spurningu er varpað á stjórnvöld hvort regluverkið sé nægjanlega skýrt.“ Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland. Var fyrirtækið dæmt til að greiða hjónunum bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu. Ekki eru dæmi þess að ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið svipt starfsleyfi. Þórdís segir ferðaþjónustufyrirtæki eiga að átta sig á þeirri miklu ábyrgð sem þau bera. „Við eigum allt undir því að gera eins vel og við getum þegar kemur að öryggi ferðamanna þegar þeir koma hingað. Það er sameiginlegt verkefni. Við erum með regluverkið hjá okkur það. Ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er mjög mikil. Heilt yfir standa fyrirtæki undir þeirri ábyrgð og átta sig á alvarleika þess ef það er ekki gert. Ferðamálastofa er með málið hjá sér og við þurfum að sjá hvað kemur út úr því.“ Hún segir yfirvöld hafa ýmsar tillögur í vinnslu þegar kemur að betri aðgangsstýringu til að vernda landið og ferðamenn. Til að mynda liggur fyrir tillaga um að hægt sé að loka Reynisfjöru þegar aðstæður þar eru hættulegar. „Annað er síðan ef þú ert að ganga á eigin vegum upp á jökla. Það er spurning hvort það þurfi að gera ríkari kröfur til þeirra um öryggisáætlanir fyrir sig eða neyðarsenda eða annað slíkt. Það er framkvæmdaatriði. Að öðru leyti er hér almannaréttur, fólk getur farið um landið og gerir það á eigin ábyrgð, við erum ekki að fara að breyta því.“ 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ferðamálastofa hefur krafið Mountaineers of Iceland skýringar á því hvers vegna fyrirtækið fór með 39 manna hóp í vélsleðaferð að Langjökli tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á síðastliðinn mánudag. Ferðamálastofa fór fram á afrit af öryggisáætlun Mountaineers of Iceland til að ganga úr skugga að það samrýmdist henni að hafa farið í þessa ferð. Stendur sú skoðun enn yfir og hefur lögreglan á Suðurlandi hafið sakamálarannsókn á þessari ferð. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir nýbúið að festa lög kvaðir um öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja. „Ég auðvitað geri þá kröfu að fyrirtæki fylgi sínum eigin öryggisáætlunum. Ég vil fyrst fá að vita hvort það hafi verið gert, áður en þeirri spurningu er varpað á stjórnvöld hvort regluverkið sé nægjanlega skýrt.“ Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland. Var fyrirtækið dæmt til að greiða hjónunum bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu. Ekki eru dæmi þess að ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið svipt starfsleyfi. Þórdís segir ferðaþjónustufyrirtæki eiga að átta sig á þeirri miklu ábyrgð sem þau bera. „Við eigum allt undir því að gera eins vel og við getum þegar kemur að öryggi ferðamanna þegar þeir koma hingað. Það er sameiginlegt verkefni. Við erum með regluverkið hjá okkur það. Ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er mjög mikil. Heilt yfir standa fyrirtæki undir þeirri ábyrgð og átta sig á alvarleika þess ef það er ekki gert. Ferðamálastofa er með málið hjá sér og við þurfum að sjá hvað kemur út úr því.“ Hún segir yfirvöld hafa ýmsar tillögur í vinnslu þegar kemur að betri aðgangsstýringu til að vernda landið og ferðamenn. Til að mynda liggur fyrir tillaga um að hægt sé að loka Reynisfjöru þegar aðstæður þar eru hættulegar. „Annað er síðan ef þú ert að ganga á eigin vegum upp á jökla. Það er spurning hvort það þurfi að gera ríkari kröfur til þeirra um öryggisáætlanir fyrir sig eða neyðarsenda eða annað slíkt. Það er framkvæmdaatriði. Að öðru leyti er hér almannaréttur, fólk getur farið um landið og gerir það á eigin ábyrgð, við erum ekki að fara að breyta því.“
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira