Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 13:56 Hér má sjá hvaða hverfi höfuðborgarsvæðisins verða að líkindum heitvatnslaus í 30 klukkustundir. veitur Veitur munu loka fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti í Reykjavík í um 30 klukkustundir eftir helgi. Áætlað er að fyrir vikið muni um 50 þúsund manns vera heitavatnslaus frá klukkan 02:00 aðfaranótt 18. ágúst til klukkan 09:00 að morgni 19. ágúst, frá þriðjudegi fram á miðvikudag. Að sögn Veitna er þetta gert vegna tengingar nýrrar stofnlagnar hitaveitunnar við Árbæ. Verið sé að fjölga heimilum sem fá heitt vatn frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. „Við það þarf að sækja minna af heitu vatni í borholur Veitna í Reykjavík og Mosfellsbæ. Með því er tryggt að þessi mikilvægu lághitasvæði nýtast íbúum höfuðborgarsvæðisins til langrar framtíðar,“ segir í útskýringu Veitna. Til þess að gera umrædda breytingu þurfi að tæma hina svokölluðu Suðuræð, sem er ein af megin flutningsleiðunum á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu, og tengja við hina nýju stofnlögn. Suðuræðin flytur heitt vatn frá tönkum á Reynisvatnsheiði til efri hverfa höfuðborgarsvæðisins ásamt Hafnarfirði. Hér má finna kort af þeim heimilum sem verða heitavatnslaus: Lokanir í Hafnarfirði. Lokanir í Garðabær Hraun og Urriðaholt. Lokanir í Garðabær Búðir og Lundir. Lokanir í Kópavogi - Salir og Lindir. Lokanir í Kópavogi - Vatnsendi. Lokanir í Reykjavík - Norðlingaholt. Orkumál Umhverfismál Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Veitur munu loka fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti í Reykjavík í um 30 klukkustundir eftir helgi. Áætlað er að fyrir vikið muni um 50 þúsund manns vera heitavatnslaus frá klukkan 02:00 aðfaranótt 18. ágúst til klukkan 09:00 að morgni 19. ágúst, frá þriðjudegi fram á miðvikudag. Að sögn Veitna er þetta gert vegna tengingar nýrrar stofnlagnar hitaveitunnar við Árbæ. Verið sé að fjölga heimilum sem fá heitt vatn frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. „Við það þarf að sækja minna af heitu vatni í borholur Veitna í Reykjavík og Mosfellsbæ. Með því er tryggt að þessi mikilvægu lághitasvæði nýtast íbúum höfuðborgarsvæðisins til langrar framtíðar,“ segir í útskýringu Veitna. Til þess að gera umrædda breytingu þurfi að tæma hina svokölluðu Suðuræð, sem er ein af megin flutningsleiðunum á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu, og tengja við hina nýju stofnlögn. Suðuræðin flytur heitt vatn frá tönkum á Reynisvatnsheiði til efri hverfa höfuðborgarsvæðisins ásamt Hafnarfirði. Hér má finna kort af þeim heimilum sem verða heitavatnslaus: Lokanir í Hafnarfirði. Lokanir í Garðabær Hraun og Urriðaholt. Lokanir í Garðabær Búðir og Lundir. Lokanir í Kópavogi - Salir og Lindir. Lokanir í Kópavogi - Vatnsendi. Lokanir í Reykjavík - Norðlingaholt.
Orkumál Umhverfismál Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira