Smituðum fjölgar áfram hratt í heiminum Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 18:02 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum á Indlandi. AP/Rafiq Maqbool Heildarfjöldi þeirra sem vitað er að smitast hafa af Covid-19 er kominn yfir 20 milljónir. Nánar tiltekið hafa 20.138.860 smitast, þegar þetta er skrifað og samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. Minnst 737.520 hafa dáið. Af þeim sem vitað er að hafa smitast eru langflestir í Bandaríkjunum eða 5,1 milljón. Í Brasilíu hafa rúmlega þrjár milljónir smitast og 2,2 milljónir á Indlandi. Frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst smituðust tíu milljónir á sex mánuðum. Frá því tók einungis sex vikur að ná í 20 milljónir. Samkvæmt AP fréttaveitunni telja sérfræðingar að raunverulegur fjöldi smitaðra sé mun hærri. Sérstaklega með tilliti til takmarkaðar skimunar víða um heim og þess að allt að 40 prósent smitaðra sýni ekki einkenni. Þá eru sömuleiðis vísbendingar um að raunverulegur fjöldi látinna gæti verið hærri en opinberar tölur segja til um. Ríki Evrópu virðast að mestu hafa náð tökum á faraldrinum en með tilslökunum á ferðatakmörkunum og smitvörnum tók smituðum að fjölga víða á nýjan leik. Jean Castex, nýr forsætisráðherra Frakklands, varaði við því í dag að mögulega yrði erfitt að stöðva útbreiðsluna sem á sér stað þar í landi um þessar mundir. Castex sagði almenning vera orðinn kærulausan og allir þyrftu að taka höndum saman. Í dag var tilkynnt að smituðum hefði fjölgað um 1.397 á milli daga, sem er tvöfalt fleiri en degi áður. Í heildina hafa 239.355 smitast, samkvæmt opinberum tölum, og 30.327 hafa dáið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Bandaríkin Brasilía Indland Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Heildarfjöldi þeirra sem vitað er að smitast hafa af Covid-19 er kominn yfir 20 milljónir. Nánar tiltekið hafa 20.138.860 smitast, þegar þetta er skrifað og samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. Minnst 737.520 hafa dáið. Af þeim sem vitað er að hafa smitast eru langflestir í Bandaríkjunum eða 5,1 milljón. Í Brasilíu hafa rúmlega þrjár milljónir smitast og 2,2 milljónir á Indlandi. Frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst smituðust tíu milljónir á sex mánuðum. Frá því tók einungis sex vikur að ná í 20 milljónir. Samkvæmt AP fréttaveitunni telja sérfræðingar að raunverulegur fjöldi smitaðra sé mun hærri. Sérstaklega með tilliti til takmarkaðar skimunar víða um heim og þess að allt að 40 prósent smitaðra sýni ekki einkenni. Þá eru sömuleiðis vísbendingar um að raunverulegur fjöldi látinna gæti verið hærri en opinberar tölur segja til um. Ríki Evrópu virðast að mestu hafa náð tökum á faraldrinum en með tilslökunum á ferðatakmörkunum og smitvörnum tók smituðum að fjölga víða á nýjan leik. Jean Castex, nýr forsætisráðherra Frakklands, varaði við því í dag að mögulega yrði erfitt að stöðva útbreiðsluna sem á sér stað þar í landi um þessar mundir. Castex sagði almenning vera orðinn kærulausan og allir þyrftu að taka höndum saman. Í dag var tilkynnt að smituðum hefði fjölgað um 1.397 á milli daga, sem er tvöfalt fleiri en degi áður. Í heildina hafa 239.355 smitast, samkvæmt opinberum tölum, og 30.327 hafa dáið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Bandaríkin Brasilía Indland Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira