Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2020 10:40 Áhrifavaldurin Helgi Jean Claessen renndi sér niður Stuðlagil á dögunum. Vísir/Vilhelm/Skjáskot/Helgi Jean Claessen „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. Það vakti talsverða athygli þegar Helgi Jean birti myndband á Instagram-síðu hans þar sem sjá má hann dóla sér niður Jöklu á uppblásnum einhyrningi þar sem hún rennur um Stuðlagil, sem skyndilega er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. „Okkur líst ekkert á að við erum að sjá á samfélagsmiðlum svona hegðun,“ sagði Jónas sem ræddi bátsferð Helga í Reykjavík síðdegis í gær. Þar sagði hann að Landsbjörg hefði áhyggjur af því að aðrir taki upp á því að apa eftir áhrifavaldinum. „Þarna eru strengir þannig að þetta er alls ekki hættulaust. Við þekkjum það vel að svona myndbirtingar hvetur til álíka hegðunar. Það þarf ekki að rifja upp annað en Justin Bieber á flugvélaflaki á Sólheimasandi eða á klettanöf við Fjaðrárgljúfur. Allar myndirnar sem komu í kjölfarið á því.“ Á dögunum var fjallað um áhyggjur jarðfræðingsins Snorra Zóphóníassonar af því að fólk stingi sér til sunds í Stuðlagili, því að þar væri lúmsk hætta á ferð þrátt fyrir að áin liti út fyrir að vera lygn í gilinu. Stuðlagil er hér.Grafík/Tótla „Nokkur brögð eru að því að fólk leggist til sunds í hyl í Stuðlagili og gorti af. Þetta er hættulegt. Út úr hylnum fellur áin í streng sem enginn getur synt á móti. Hættan er lúmsk ekki þarf annað en lenda út í að því er virðist sakleysislegan stað þar sem straumurinn er að auka hraðann. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þegar tvær konur fóru út í lygnan hyl og hrifust með útfallinu. Fæst fólk er læst á straumlag í ám,“ skrifaði Snorri. Jónas virðist taka undir áhyggjur Snorra, þó að þeir sem hafi reynsli og þekkingu til geti stungið sér til sunds víða utan viðurkenndra bað- og sundstaða þurfi að velja sér stað og stund. „Auðvitað er ekkert að því að synda í vötnum og sjó hafi menn reynslu og þekkingu þar sem það er hægt. Þetta er kannski ekki staður til þess.“ Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Umhverfismál Fljótsdalshérað Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
„Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. Það vakti talsverða athygli þegar Helgi Jean birti myndband á Instagram-síðu hans þar sem sjá má hann dóla sér niður Jöklu á uppblásnum einhyrningi þar sem hún rennur um Stuðlagil, sem skyndilega er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. „Okkur líst ekkert á að við erum að sjá á samfélagsmiðlum svona hegðun,“ sagði Jónas sem ræddi bátsferð Helga í Reykjavík síðdegis í gær. Þar sagði hann að Landsbjörg hefði áhyggjur af því að aðrir taki upp á því að apa eftir áhrifavaldinum. „Þarna eru strengir þannig að þetta er alls ekki hættulaust. Við þekkjum það vel að svona myndbirtingar hvetur til álíka hegðunar. Það þarf ekki að rifja upp annað en Justin Bieber á flugvélaflaki á Sólheimasandi eða á klettanöf við Fjaðrárgljúfur. Allar myndirnar sem komu í kjölfarið á því.“ Á dögunum var fjallað um áhyggjur jarðfræðingsins Snorra Zóphóníassonar af því að fólk stingi sér til sunds í Stuðlagili, því að þar væri lúmsk hætta á ferð þrátt fyrir að áin liti út fyrir að vera lygn í gilinu. Stuðlagil er hér.Grafík/Tótla „Nokkur brögð eru að því að fólk leggist til sunds í hyl í Stuðlagili og gorti af. Þetta er hættulegt. Út úr hylnum fellur áin í streng sem enginn getur synt á móti. Hættan er lúmsk ekki þarf annað en lenda út í að því er virðist sakleysislegan stað þar sem straumurinn er að auka hraðann. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þegar tvær konur fóru út í lygnan hyl og hrifust með útfallinu. Fæst fólk er læst á straumlag í ám,“ skrifaði Snorri. Jónas virðist taka undir áhyggjur Snorra, þó að þeir sem hafi reynsli og þekkingu til geti stungið sér til sunds víða utan viðurkenndra bað- og sundstaða þurfi að velja sér stað og stund. „Auðvitað er ekkert að því að synda í vötnum og sjó hafi menn reynslu og þekkingu þar sem það er hægt. Þetta er kannski ekki staður til þess.“
Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Umhverfismál Fljótsdalshérað Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira