Fólk á meginlandi Evrópu býr sig nú undir aðra hitabylgju. Búist er við að heitast verði á Spáni þar sem reiknað er með að hitinn nái 40 stigum um helgina.
Yfirvöld í Frakklandi hafa sömuleiðis varað við hitabylgjunni og hafa hvatt eldri borgara til að halda sig í loftkældum rýmum. Sömuleiðis er búist við sambærilegu veðri í Þýskalandi og Belgíu.
Í Ítalíu hafa yfirvöld fyrirskipað 75 manns, aðallega ferðamönnum, að yfirgefa hús undir Planpincieux-jöklinum við Mont Blanc þar sem hætta sé talin á að jökullinn gefi sig vegna mikilla hlýinda og hlaupi niður dalinn við þorpið Courmayeur.
Vísindamenn fylgjast nú náið með jöklinum sem er í 2.600-2.800 metra hæð og um 500 þúsund rúmmetrar að rúmmáli.