Viðræður um stuðningsaðgerðir skiluðu engu Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2020 08:03 Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði það siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. EPA Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni nú gefa út forsetatilskipun um hvað muni felast í aðgerðunum það sem eftir lifi árs. Leiðtogar Demókrata á þingi lýstu yfir vonbrigðum vegna niðurstöðunnar. „Við vorum reiðubúin að lækka um billjón ef þeir hefðu hækkað sig um billjón. Þeir sögðu alls ekki,“ er haft eftir Demókratanum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Pelosi sagði það nú siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. Demókratar og Repúblikanar deildu enn um hvernig skyldi nálgast stuðning á fjölda sviða bandarísks þjóðfélags, þar á meðal hvernig skuli styðja við skólana, fjármagna skimun, leigubætur og fyrirhugaðar kosningar. Hafa staðið í tvær vikur Fyrri stuðningsaðgerðir runnu sitt skeið síðasta dag júlímánaðar og hafa Demókratar og Repúblikanar síðustu tvær vikurnar átt í viðræðum um framhaldinu skyldi háttað. Viðræðurnar hafa hins vegar engu skilað, en Demókratar vildu leggja til 3,4 billjónir Bandaríkjadala, en Repúblikanar eina billjón. Repúblikanar harma sömuleiðis að ekki hafi náðst samkomulag. „Þetta var ekki fyrsti valkostur okkar,“ sagði fjármálaráðherrann Steven Mnuchin sem segist ennfremur ætla að leggja það til við forsetann að hann gefi nú út forsetatilskipun um framhaldið. Lítur til fjögurra sviða Trump forseti hefur sjálfur sagst vera reiðubúinn að gefa úr forsetatilskipun um stuðningsaðgerðir á fjórum sviðum – stuðning við atvinnulausa, námslán, áframhaldandi frest þegar kemur að útburði úr húsum og svo greiðslu launatengdra gjalda. Deilurnar hafa ekki síst staðið um stuðning við atvinnulausa þar sem leiðtogar Repúblikana hafa viljað lækka stuðning alríkisstjórnarinnar úr 600 í 200 dali í viku og að kostnaður falli í auknum mæli á einstök ríki. Demókratar hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þess að gefin sé út forsetatilskipun til að leysa hnútinn um stuðningsaðgerðirnar og hafa sagst reiðubúnir að fara með málið fyrir dómstóla ef þörf krefur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni nú gefa út forsetatilskipun um hvað muni felast í aðgerðunum það sem eftir lifi árs. Leiðtogar Demókrata á þingi lýstu yfir vonbrigðum vegna niðurstöðunnar. „Við vorum reiðubúin að lækka um billjón ef þeir hefðu hækkað sig um billjón. Þeir sögðu alls ekki,“ er haft eftir Demókratanum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Pelosi sagði það nú siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. Demókratar og Repúblikanar deildu enn um hvernig skyldi nálgast stuðning á fjölda sviða bandarísks þjóðfélags, þar á meðal hvernig skuli styðja við skólana, fjármagna skimun, leigubætur og fyrirhugaðar kosningar. Hafa staðið í tvær vikur Fyrri stuðningsaðgerðir runnu sitt skeið síðasta dag júlímánaðar og hafa Demókratar og Repúblikanar síðustu tvær vikurnar átt í viðræðum um framhaldinu skyldi háttað. Viðræðurnar hafa hins vegar engu skilað, en Demókratar vildu leggja til 3,4 billjónir Bandaríkjadala, en Repúblikanar eina billjón. Repúblikanar harma sömuleiðis að ekki hafi náðst samkomulag. „Þetta var ekki fyrsti valkostur okkar,“ sagði fjármálaráðherrann Steven Mnuchin sem segist ennfremur ætla að leggja það til við forsetann að hann gefi nú út forsetatilskipun um framhaldið. Lítur til fjögurra sviða Trump forseti hefur sjálfur sagst vera reiðubúinn að gefa úr forsetatilskipun um stuðningsaðgerðir á fjórum sviðum – stuðning við atvinnulausa, námslán, áframhaldandi frest þegar kemur að útburði úr húsum og svo greiðslu launatengdra gjalda. Deilurnar hafa ekki síst staðið um stuðning við atvinnulausa þar sem leiðtogar Repúblikana hafa viljað lækka stuðning alríkisstjórnarinnar úr 600 í 200 dali í viku og að kostnaður falli í auknum mæli á einstök ríki. Demókratar hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þess að gefin sé út forsetatilskipun til að leysa hnútinn um stuðningsaðgerðirnar og hafa sagst reiðubúnir að fara með málið fyrir dómstóla ef þörf krefur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna