Óþægilega sýnileg? Stjórn Samtakanna '78 skrifar 8. ágúst 2020 07:00 Í dag hefði Gleðigangan átt að hlykkjast um stræti Reykjavíkur með tilheyrandi látum, gáska, glimmeri og skýrum skilaboðum í bland. Gleðigangan er sannkölluð sýnileikasprengja sem er venjulega endapunktur nokkurra daga hátíðar þar sem baráttugleði og seigla hinsegin samfélagsins er í fyrirrúmi. Hinsegin dagar eru okkar tími til þess að fá að vera við sjálf, án þess að afsaka okkur og án þess að fela okkur. Sá tími árs þar sem við erum ekki frávik í umræðunni. Stjórn Hinsegin daga tók þá ábyrgu og góðu ákvörðun að fella niður eða fresta allri dagskrá hátíðarinnar, með tilheyrandi tómleikatilfinningu fyrir okkur sem hlökkum til allt árið. Í stað stórrar göngu og fjölbreyttra viðburða hefur sýnileiki hinsegin fólks því tekið á sig aðra mynd í vikunni, m.a. í dagskrá RÚV. Af ljótri, en þó blessunarlega afmarkaðri, umræðu á netinu má sjá að sumt fólk hefur átt erfitt með að kyngja því að þættir um hinsegin fólk hafi verið sýndir á besta tíma í nokkra daga í röð. Við vitum að aðeins brotabrot þeirra sem upplifa þessar tilfinningar láta þær flakka á opinberum vettvangi. Góðu fréttirnar fyrir þennan hóp eru þær að nú getur fólk loksins gert sér í hugarlund hvernig það er að alast upp án fjölbreyttra fyrirmynda á skjánum. Hvernig það er að sjá nánast aldrei sjálf sig eða sinn veruleika endurspeglast í kvikmyndum, sjónvarpi eða bókmenntum. Það var veruleiki okkar allra sem hér skrifum og við ætlum ekki að sitja undir því að það teljist eðlileg skoðun að þannig eigi það að vera. Við eigum betra skilið, hinsegin ungmenni eiga betra skilið og eldra hinsegin fólk á sko aldeilis betra skilið. Sýnileiki okkar er tímabær. Fólk gleymir því kannski, en hjá hinsegin fólki eru allir dagar hinsegin. Við verðum fyrir öráreiti allt árið um kring, við söknum sýnileikans allt árið um kring. Við breytum bókum fyrir börnin okkar svo þau megi fá fyrirmyndir og speglun allt árið um kring. Við fetum þá fínu línu að vera stolt og sýnileg, fyrir okkur sjálf sem og þau sem yngri eru, en látum jafnframt lítið fyrir okkur fara í aðstæðum þar sem við gætum orðið fyrir ofbeldi allt árið um kring. Við sættum okkur við að sögur gagnkynhneigðs sís fólks séu sagðar allt árið um kring, þær upphafðar og stillt upp eins og þær fangi veruleika allra. En nú eru Hinsegin dagar. Þeir eru uppbrot á því sem telst venjulegt og þess vegna eru þeir svona mikilvægir. Nú fær hinsegin samfélagið eina viku þar sem okkar raunveruleiki er sýndur og fólk eins og við er í aðalhlutverki. Fjölbreyttar fyrirmyndir, ólíkar upplifanir og allskonar fólk er mikilvægt fyrir allt samfélagið, ekki bara hinsegin fólk. Þegar við setjum okkur í spor hvers annars stuðlum við að samkennd og kærleika. Við hvetjum fólk til þess að æfa sig í því í dag og alla aðra daga. Gleðilega hinsegin daga. Stjórn Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í dag hefði Gleðigangan átt að hlykkjast um stræti Reykjavíkur með tilheyrandi látum, gáska, glimmeri og skýrum skilaboðum í bland. Gleðigangan er sannkölluð sýnileikasprengja sem er venjulega endapunktur nokkurra daga hátíðar þar sem baráttugleði og seigla hinsegin samfélagsins er í fyrirrúmi. Hinsegin dagar eru okkar tími til þess að fá að vera við sjálf, án þess að afsaka okkur og án þess að fela okkur. Sá tími árs þar sem við erum ekki frávik í umræðunni. Stjórn Hinsegin daga tók þá ábyrgu og góðu ákvörðun að fella niður eða fresta allri dagskrá hátíðarinnar, með tilheyrandi tómleikatilfinningu fyrir okkur sem hlökkum til allt árið. Í stað stórrar göngu og fjölbreyttra viðburða hefur sýnileiki hinsegin fólks því tekið á sig aðra mynd í vikunni, m.a. í dagskrá RÚV. Af ljótri, en þó blessunarlega afmarkaðri, umræðu á netinu má sjá að sumt fólk hefur átt erfitt með að kyngja því að þættir um hinsegin fólk hafi verið sýndir á besta tíma í nokkra daga í röð. Við vitum að aðeins brotabrot þeirra sem upplifa þessar tilfinningar láta þær flakka á opinberum vettvangi. Góðu fréttirnar fyrir þennan hóp eru þær að nú getur fólk loksins gert sér í hugarlund hvernig það er að alast upp án fjölbreyttra fyrirmynda á skjánum. Hvernig það er að sjá nánast aldrei sjálf sig eða sinn veruleika endurspeglast í kvikmyndum, sjónvarpi eða bókmenntum. Það var veruleiki okkar allra sem hér skrifum og við ætlum ekki að sitja undir því að það teljist eðlileg skoðun að þannig eigi það að vera. Við eigum betra skilið, hinsegin ungmenni eiga betra skilið og eldra hinsegin fólk á sko aldeilis betra skilið. Sýnileiki okkar er tímabær. Fólk gleymir því kannski, en hjá hinsegin fólki eru allir dagar hinsegin. Við verðum fyrir öráreiti allt árið um kring, við söknum sýnileikans allt árið um kring. Við breytum bókum fyrir börnin okkar svo þau megi fá fyrirmyndir og speglun allt árið um kring. Við fetum þá fínu línu að vera stolt og sýnileg, fyrir okkur sjálf sem og þau sem yngri eru, en látum jafnframt lítið fyrir okkur fara í aðstæðum þar sem við gætum orðið fyrir ofbeldi allt árið um kring. Við sættum okkur við að sögur gagnkynhneigðs sís fólks séu sagðar allt árið um kring, þær upphafðar og stillt upp eins og þær fangi veruleika allra. En nú eru Hinsegin dagar. Þeir eru uppbrot á því sem telst venjulegt og þess vegna eru þeir svona mikilvægir. Nú fær hinsegin samfélagið eina viku þar sem okkar raunveruleiki er sýndur og fólk eins og við er í aðalhlutverki. Fjölbreyttar fyrirmyndir, ólíkar upplifanir og allskonar fólk er mikilvægt fyrir allt samfélagið, ekki bara hinsegin fólk. Þegar við setjum okkur í spor hvers annars stuðlum við að samkennd og kærleika. Við hvetjum fólk til þess að æfa sig í því í dag og alla aðra daga. Gleðilega hinsegin daga. Stjórn Samtakanna ‘78.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun