Skilar upprunaábyrgðarbréfum aftur til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 10:48 Koen Kjartan vill að íslensk raforkufyrirtæki selji íslenskum heimilum og fyrirtækjum vottaða græna raforku. Vísir/Vilhelm Belgi sem var búsettur hér á landi í tæp tuttugu ár ætlar að afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þúsund upprunaábyrgðarbréf á hádegi í dag. Hann segir ekki marga Íslendinga vita af því að ábyrgðarbréfin séu seld úr landi og íslensk orka sé því oft ekki vottuð sem græn orka. Koen Kjartan er búsettur í Belgíu en hann bjó hér á landi á árunum 1999 til 2018 áður en hann flutti aftur heim. Hann hefur keypt þúsund upprunaábyrgðarbréf sem hann hyggst skila aftur til Íslands í dag. „Fyrir hvert megavatt af íslenskri raforku sem fyrirtækja búa til af grænni raforku fá þau upprunaábyrgð. Þessa upprunaábyrgð eru þau að selja til raforkufyrirtækja í Belgíu.“ „Belgísk raforkufyrirtæki eru að nota þessa upprunaábyrgð til að lita sína eigin orku, sem er frá kolum og kjarnorku, græna og svo selja þau þessa orku, sem er í rauninni kjarnorka, búin að líma grænan límmiða á, áfram til belgískra heimila og segja „nú ert þú að kaupa hjá okkur græna orku.“ Samt er það ennþá sama skítaorkan sem er bara búið að líma grænan límmiða á,“ sagði Koen Kjartan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kjarnorka er þó nokkuð hrein orka segir hann en hann segir málið vera að það kosti mikið meira fyrir belgísk heimili að kaupa græna orku, þannig að belgísk orkufyrirtæki selji orkuna dýrari með þessum græna stimpli en samt sé það enn sama kjarnorkan nema búið sé að setja á hana ábyrgðarvottun, og hvert bréf kosti tuttugu þúsund krónur. „Það er nóg að kaupa þrjú svona bréf til að skaffa einu heimili græna orku í eitt ár, svo það kostar minna en eina evru til að skaffa einu heimili græna orku fyrir eitt ár.“ Vilja að Ísland selji sína grænu orku til íslenskra heimila og fyrirtækja „Okkur langar að Ísland hætti að selja þessa upprunavottun til Belgíu svo að belgísk raforkufyrirtæki búi til sína eigin grænu orku.“ Hann segist ekki vita hvað íslensk raforkufyrirtæki græði mikið á sölu svona upprunaábyrgðarbréfa en að árið 2018 hafi 4 prósent af orku sem seld var á Íslandi verið 4 prósent, þannig að 96 prósent allrar orku sem seld var hér á landi hafi í raun ekki verið græn. Þá segir hann belgísk orkufyrirtæki einnig kaupa upprunavottunarbréf frá Noregi og fleiri löndum, málið sé hins vegar að hér á Íslandi sé aðeins græn orka og það sé vitað að það liggi engar rafmagnssnúrur frá Íslandi til Evrópu svo hægt sé að selja grænu orkuna sjálfa í Evrópu. „Við viljum bara að Ísland selji sína grænu orku hér til íslenskra heimila og íslenskra fyrirtækja og selji þetta ekki til útlanda. Þetta er ekki bara Belgía, þetta er líka Frakkland og Þýskaland sem kaupa þessa vottun,“ segir Koen Kjartan. Koen Kjartan ætlar að fara upp í ráðherrabústað á hádegi í dag og afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þúsund upprunaábyrgðarbréf. „Við ætlum að láta hana vita að við vorum að kaupa þessa upprunaábyrgð frá Íslandi og við komum bara með þau til baka, þið getið bara gefið þau á íslensk heimili svo þau geti notað sína eigin grænu orku.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Koen Kjartan í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að nafn Koens Kjartans væri skrifað Cohen. Því hefur verið breytt. Orkumál Belgía Umhverfismál Bítið Tengdar fréttir Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00 Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Belgi sem var búsettur hér á landi í tæp tuttugu ár ætlar að afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þúsund upprunaábyrgðarbréf á hádegi í dag. Hann segir ekki marga Íslendinga vita af því að ábyrgðarbréfin séu seld úr landi og íslensk orka sé því oft ekki vottuð sem græn orka. Koen Kjartan er búsettur í Belgíu en hann bjó hér á landi á árunum 1999 til 2018 áður en hann flutti aftur heim. Hann hefur keypt þúsund upprunaábyrgðarbréf sem hann hyggst skila aftur til Íslands í dag. „Fyrir hvert megavatt af íslenskri raforku sem fyrirtækja búa til af grænni raforku fá þau upprunaábyrgð. Þessa upprunaábyrgð eru þau að selja til raforkufyrirtækja í Belgíu.“ „Belgísk raforkufyrirtæki eru að nota þessa upprunaábyrgð til að lita sína eigin orku, sem er frá kolum og kjarnorku, græna og svo selja þau þessa orku, sem er í rauninni kjarnorka, búin að líma grænan límmiða á, áfram til belgískra heimila og segja „nú ert þú að kaupa hjá okkur græna orku.“ Samt er það ennþá sama skítaorkan sem er bara búið að líma grænan límmiða á,“ sagði Koen Kjartan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kjarnorka er þó nokkuð hrein orka segir hann en hann segir málið vera að það kosti mikið meira fyrir belgísk heimili að kaupa græna orku, þannig að belgísk orkufyrirtæki selji orkuna dýrari með þessum græna stimpli en samt sé það enn sama kjarnorkan nema búið sé að setja á hana ábyrgðarvottun, og hvert bréf kosti tuttugu þúsund krónur. „Það er nóg að kaupa þrjú svona bréf til að skaffa einu heimili græna orku í eitt ár, svo það kostar minna en eina evru til að skaffa einu heimili græna orku fyrir eitt ár.“ Vilja að Ísland selji sína grænu orku til íslenskra heimila og fyrirtækja „Okkur langar að Ísland hætti að selja þessa upprunavottun til Belgíu svo að belgísk raforkufyrirtæki búi til sína eigin grænu orku.“ Hann segist ekki vita hvað íslensk raforkufyrirtæki græði mikið á sölu svona upprunaábyrgðarbréfa en að árið 2018 hafi 4 prósent af orku sem seld var á Íslandi verið 4 prósent, þannig að 96 prósent allrar orku sem seld var hér á landi hafi í raun ekki verið græn. Þá segir hann belgísk orkufyrirtæki einnig kaupa upprunavottunarbréf frá Noregi og fleiri löndum, málið sé hins vegar að hér á Íslandi sé aðeins græn orka og það sé vitað að það liggi engar rafmagnssnúrur frá Íslandi til Evrópu svo hægt sé að selja grænu orkuna sjálfa í Evrópu. „Við viljum bara að Ísland selji sína grænu orku hér til íslenskra heimila og íslenskra fyrirtækja og selji þetta ekki til útlanda. Þetta er ekki bara Belgía, þetta er líka Frakkland og Þýskaland sem kaupa þessa vottun,“ segir Koen Kjartan. Koen Kjartan ætlar að fara upp í ráðherrabústað á hádegi í dag og afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þúsund upprunaábyrgðarbréf. „Við ætlum að láta hana vita að við vorum að kaupa þessa upprunaábyrgð frá Íslandi og við komum bara með þau til baka, þið getið bara gefið þau á íslensk heimili svo þau geti notað sína eigin grænu orku.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Koen Kjartan í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að nafn Koens Kjartans væri skrifað Cohen. Því hefur verið breytt.
Orkumál Belgía Umhverfismál Bítið Tengdar fréttir Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00 Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00
Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30
Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20