Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 08:52 Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, verður hæst setti embættismaður ríkisins sem heimsótt hefur Taívan frá 1979. AP/Jacquelyn Martin Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Kína gerir tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Í heimsókn sinni mun Azar meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, og samkvæmt American Institute in Taiwan, sem er í raun óopinbert sendiráð Bandaríkjanna í Taívan, munu þau ræða heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og fleiri málefni, samkvæmt tilkynningu frá AIT. „Taívan hefur verið fyrirmynd varðandi gegnsæi og alþjóðasamvinnu í Covid-19 faraldrinum og löngu fyrir hann,“ segir Azar í tilkynningu. Hann sagðist hlakka til að ítreka stuðning Donald Trump gagnvart Taívan og undirstrika þá sameiginlegu trú ríkjanna að frjáls samfélög séu besta leiði til að verja heilsu íbúa. Utanríkisráðuneyti Kína hefur þegar fordæmt heimsóknina og hefur lagt fram formleg mótmæli í Washington DC. Reuters hefur eftir Wang Wenbin, talsmanni ráðuneytisins, að málefni Taívan sé gríðarlega mikilvægt í samskiptum Bandaríkjanna og Kína og þar að auki viðkvæmt. Vegna þrýstings frá Kína hefur Taívan verið meinuð aðkoma að alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Kína þar að auki beitt þau fáu ríki sem hafa átt í formlegum samskiptum við Taívan gífurlegum þrýstingi. Flest þeirra ríkja hafa nú slitið þeim samskiptum. Taívan Bandaríkin Kína Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Kína gerir tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Í heimsókn sinni mun Azar meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, og samkvæmt American Institute in Taiwan, sem er í raun óopinbert sendiráð Bandaríkjanna í Taívan, munu þau ræða heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og fleiri málefni, samkvæmt tilkynningu frá AIT. „Taívan hefur verið fyrirmynd varðandi gegnsæi og alþjóðasamvinnu í Covid-19 faraldrinum og löngu fyrir hann,“ segir Azar í tilkynningu. Hann sagðist hlakka til að ítreka stuðning Donald Trump gagnvart Taívan og undirstrika þá sameiginlegu trú ríkjanna að frjáls samfélög séu besta leiði til að verja heilsu íbúa. Utanríkisráðuneyti Kína hefur þegar fordæmt heimsóknina og hefur lagt fram formleg mótmæli í Washington DC. Reuters hefur eftir Wang Wenbin, talsmanni ráðuneytisins, að málefni Taívan sé gríðarlega mikilvægt í samskiptum Bandaríkjanna og Kína og þar að auki viðkvæmt. Vegna þrýstings frá Kína hefur Taívan verið meinuð aðkoma að alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Kína þar að auki beitt þau fáu ríki sem hafa átt í formlegum samskiptum við Taívan gífurlegum þrýstingi. Flest þeirra ríkja hafa nú slitið þeim samskiptum.
Taívan Bandaríkin Kína Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira