Sonný sú eina á þessari öld | Haldið hreinu í meira en helming leikja sinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. ágúst 2020 17:00 Sonný Lára fagnar með samherjum sínum sumarið 2018, þegar Blikar urðu síðast Íslandsmeistarar. Vísir/Daníel Þór Breiðablik hefur byrjað Íslandsmótið frábærlega. Tveggja vikna sóttkví – eftir að mótið var farið af stað – virðist ekki hafa nein áhrif á liðið. Eftir sjö umferðir er liðið á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Þá hefur liðið skorað 28 mörk og á enn eftir að fá á sig mark. Sonný Lára Þráinsdóttir – markvörður og fyrirliði Breiðabliks – hefur staðið á milli stanganna líkt og undanfarin ár. Hún hefur aldrei byrjað tímabil betur en Blikaliðið á þó enn töluvert í land með því að jafna eigið met en liðið hélt hreinu 12 deildarleiki í röð sumarið 2015. Blikar fengu aðeins á sig fjögur mörk það sumarið og ef fer sem horfir gæti Sonný bætt eigið met. Það er ef Íslandsmótið fer aftur af stað, KSÍ frestað öllum leikjum til 5. ágúst á meðan Íþrótta- og Ólympíusamband vill fresta öllum æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst hið minnsta. Síðan Sonný Lára gekk í raðir Breiðabliks árið 2014 þá hefur hún spilað alls 114 deildarleiki fyrir félagið. Af þeim hefur hún leikið 67 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 64 mörk í þessum 114 leikjum. Þá er tölfræðin í raun enn lygilegri ef hún er miðuð við komu Þorsteins Halldórssonar í Kópavogsins. Síðan Þorsteinn tók við sem þjálfari Breiðabliks hefur Sonný leikið 97 deildarleiki. Í þeim hefur Sonný spilað 60 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 48 mörk í leikjunum. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, og Sonný Lára ræða saman. Sonný á að baki sjö landsleiki, þar af komu þrír á síðasta ári.Vísir/Bára Það verður forvitnilegt að sjá hvort Blikar bæti eigið met en sem stendur eru allar líkur á því. *Fréttin hefur verið uppfærð.* Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna hefur skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum. 30. júlí 2020 18:00 Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Breiðablik hefur byrjað Íslandsmótið frábærlega. Tveggja vikna sóttkví – eftir að mótið var farið af stað – virðist ekki hafa nein áhrif á liðið. Eftir sjö umferðir er liðið á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Þá hefur liðið skorað 28 mörk og á enn eftir að fá á sig mark. Sonný Lára Þráinsdóttir – markvörður og fyrirliði Breiðabliks – hefur staðið á milli stanganna líkt og undanfarin ár. Hún hefur aldrei byrjað tímabil betur en Blikaliðið á þó enn töluvert í land með því að jafna eigið met en liðið hélt hreinu 12 deildarleiki í röð sumarið 2015. Blikar fengu aðeins á sig fjögur mörk það sumarið og ef fer sem horfir gæti Sonný bætt eigið met. Það er ef Íslandsmótið fer aftur af stað, KSÍ frestað öllum leikjum til 5. ágúst á meðan Íþrótta- og Ólympíusamband vill fresta öllum æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst hið minnsta. Síðan Sonný Lára gekk í raðir Breiðabliks árið 2014 þá hefur hún spilað alls 114 deildarleiki fyrir félagið. Af þeim hefur hún leikið 67 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 64 mörk í þessum 114 leikjum. Þá er tölfræðin í raun enn lygilegri ef hún er miðuð við komu Þorsteins Halldórssonar í Kópavogsins. Síðan Þorsteinn tók við sem þjálfari Breiðabliks hefur Sonný leikið 97 deildarleiki. Í þeim hefur Sonný spilað 60 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 48 mörk í leikjunum. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, og Sonný Lára ræða saman. Sonný á að baki sjö landsleiki, þar af komu þrír á síðasta ári.Vísir/Bára Það verður forvitnilegt að sjá hvort Blikar bæti eigið met en sem stendur eru allar líkur á því. *Fréttin hefur verið uppfærð.*
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna hefur skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum. 30. júlí 2020 18:00 Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna hefur skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum. 30. júlí 2020 18:00
Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30