Fylkir fær efnilegan leikmann frá Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. júlí 2020 10:00 Unnar Steinn í leik gegn Álftanesi í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Vísir/HAG Fram gerði sér lítið fyrir og sló Pepsi Max deildarlið Fylkis út úr Mjólkurbikarnum í gær eftir vítaspyrnukeppni. Þar með eru drengirnir úr Safamýrinni – sem leika í Lengjudeildinni – komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á meðan Fylkismenn þarf að bíta í það súra epli að vera dottnir úr leik. Árbæingar fóru þó ekki tómhentir heim á leið en seint í gærkvöldi gaf félagið út tilkynningu þess efnis að Unnar Steinn Ingvarsson – tvítugur leikmaður Fram – myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Kemur þetta nokkuð á óvart þar sem Unnar Steinn hefur verið mikið orðaður við Breiðablik undanfarnar vikur og mánuði. „Unnar Steinn er gríðarlega efnilegur miðjumaður og bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. Er þetta í takt við leikmannastefnu Fylkis en fyrir tímabilið náðu þeir til að mynda í hinn unga Þórð Gunnar Hafþórsson frá Vestra. Hann skoraði mark þeirra í gær. Einnig sóttu þeir Arnór Borg Guðjohnsen en sá lét reka sig af velli í gær. Unnar Steinn hóf leikinn í gær á varamannabekk Fram en var settur inn á þegar 79 mínútur voru búnar af leiknum. Hann hefur hins vegar spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan 2018. Alls hefur hann leikið 61 deildar- og bikarleik fyrir Fram og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann einnig 14 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fylkir er sem stendur í 3. sæti Pepsi Max deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki. Stjörnumenn koma þar á eftir með 14 eftir aðeins sex leiki. Fram er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með 14 stig eftir átta umferðir, aðeins tveimur stigum frá toppliði Leiknis Reykjavíkur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1. 30. júlí 2020 22:01 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Fram gerði sér lítið fyrir og sló Pepsi Max deildarlið Fylkis út úr Mjólkurbikarnum í gær eftir vítaspyrnukeppni. Þar með eru drengirnir úr Safamýrinni – sem leika í Lengjudeildinni – komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á meðan Fylkismenn þarf að bíta í það súra epli að vera dottnir úr leik. Árbæingar fóru þó ekki tómhentir heim á leið en seint í gærkvöldi gaf félagið út tilkynningu þess efnis að Unnar Steinn Ingvarsson – tvítugur leikmaður Fram – myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Kemur þetta nokkuð á óvart þar sem Unnar Steinn hefur verið mikið orðaður við Breiðablik undanfarnar vikur og mánuði. „Unnar Steinn er gríðarlega efnilegur miðjumaður og bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. Er þetta í takt við leikmannastefnu Fylkis en fyrir tímabilið náðu þeir til að mynda í hinn unga Þórð Gunnar Hafþórsson frá Vestra. Hann skoraði mark þeirra í gær. Einnig sóttu þeir Arnór Borg Guðjohnsen en sá lét reka sig af velli í gær. Unnar Steinn hóf leikinn í gær á varamannabekk Fram en var settur inn á þegar 79 mínútur voru búnar af leiknum. Hann hefur hins vegar spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan 2018. Alls hefur hann leikið 61 deildar- og bikarleik fyrir Fram og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann einnig 14 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fylkir er sem stendur í 3. sæti Pepsi Max deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki. Stjörnumenn koma þar á eftir með 14 eftir aðeins sex leiki. Fram er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með 14 stig eftir átta umferðir, aðeins tveimur stigum frá toppliði Leiknis Reykjavíkur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1. 30. júlí 2020 22:01 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1. 30. júlí 2020 22:01