Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 08:00 Jasmín Erla skoraði eitt þeirra tíu marka sem skoruð voru í gær. Vísir/Vilhelm Varnarleikur var ekki í hávegum hafður er Stjarnan og Þróttur mættust í Pepsi Max deild kvenna í gær. Bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér sem lengst frá fallsæti. Þróttur var með pálmann í höndunum þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með 5-5 jafntefli. Tölur sem venjulega sjást í yngri flokkum en ekki í efstu deild. Þróttur var með yfirhöndina nær allan leikinn og komst 2-0 yfir með mörkum Sóley Maríu Steinarsdóttur og Lauru Hughes. Jana Sól Valdimarsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Þrótti aftur tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn að nýju niður í eitt mark á markamínútunni frægu eða 43. mínútu leiksins. Ólöf Sigríður skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þróttar í þann mund sem fyrri hálfleik lauk. Staðan því 4-2 Þrótti í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn í 4-3 þegar tæpur klukkutími var liðinn en Ólöf Sigríður fullkomnaði þrennu sína og virtist hafa tryggt Þrótti sigurinn með marki á 75. mínútu. Allt kom þó fyrir ekki og Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna undir lok leiks. Lokatölur því eins og áður sagði 5-5. Gyða Kristín (t.v.) kom inn af bekknum og jafnaði metin fyrir Stjörnuna.Vísir/Vilhelm Er þetta markahæsti leikur Pepsi Max deildar kvenna í meira en ár. Aðeins einu sinni á síðustu leiktíð náði komst markaskorun í einum og sama leiknum upp í tveggja stafa tölu. Það er tíu mörk eða fleiri. Sá leikur var töluvert meira óspennandi en Breiðablik vann ÍBV 9-2 á Kópavogsvelli þann 16. júlí 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika þann daginn. Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir gerðu tvö mörk hvor. Þá skoruðu þær Karolína Lea Vilhjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt hvort markið. Mörk ÍBV skoruðu Emma Rose Kelly og Cloé Lacasse. Sumarið 2018 var einnig einn leikur sem náði tveggja stafa tölu í markaskorun og var hann álíka óspennandi og sá sem fram fór síðasta sumar. Þór/KA vann FH 9-1 á Þórsvelli á Akureyri þann 17. ágúst. Síðan þarf að fara allt til ársins 2014 til að finna síðasta leik sem innihélt tíu mörk eða fleiri. Þá vann Breiðablik 13-0 sigur á FH. Sumarið 2012 gerðu Afturelding og Valur 4-4 jafntefli í Mosfellsbæ. Er það sá jafnteflisleikur sem kemst hvað næst leik gærdagsins í markaskorun. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Varnarleikur var ekki í hávegum hafður er Stjarnan og Þróttur mættust í Pepsi Max deild kvenna í gær. Bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér sem lengst frá fallsæti. Þróttur var með pálmann í höndunum þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með 5-5 jafntefli. Tölur sem venjulega sjást í yngri flokkum en ekki í efstu deild. Þróttur var með yfirhöndina nær allan leikinn og komst 2-0 yfir með mörkum Sóley Maríu Steinarsdóttur og Lauru Hughes. Jana Sól Valdimarsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Þrótti aftur tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn að nýju niður í eitt mark á markamínútunni frægu eða 43. mínútu leiksins. Ólöf Sigríður skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þróttar í þann mund sem fyrri hálfleik lauk. Staðan því 4-2 Þrótti í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn í 4-3 þegar tæpur klukkutími var liðinn en Ólöf Sigríður fullkomnaði þrennu sína og virtist hafa tryggt Þrótti sigurinn með marki á 75. mínútu. Allt kom þó fyrir ekki og Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna undir lok leiks. Lokatölur því eins og áður sagði 5-5. Gyða Kristín (t.v.) kom inn af bekknum og jafnaði metin fyrir Stjörnuna.Vísir/Vilhelm Er þetta markahæsti leikur Pepsi Max deildar kvenna í meira en ár. Aðeins einu sinni á síðustu leiktíð náði komst markaskorun í einum og sama leiknum upp í tveggja stafa tölu. Það er tíu mörk eða fleiri. Sá leikur var töluvert meira óspennandi en Breiðablik vann ÍBV 9-2 á Kópavogsvelli þann 16. júlí 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika þann daginn. Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir gerðu tvö mörk hvor. Þá skoruðu þær Karolína Lea Vilhjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt hvort markið. Mörk ÍBV skoruðu Emma Rose Kelly og Cloé Lacasse. Sumarið 2018 var einnig einn leikur sem náði tveggja stafa tölu í markaskorun og var hann álíka óspennandi og sá sem fram fór síðasta sumar. Þór/KA vann FH 9-1 á Þórsvelli á Akureyri þann 17. ágúst. Síðan þarf að fara allt til ársins 2014 til að finna síðasta leik sem innihélt tíu mörk eða fleiri. Þá vann Breiðablik 13-0 sigur á FH. Sumarið 2012 gerðu Afturelding og Valur 4-4 jafntefli í Mosfellsbæ. Er það sá jafnteflisleikur sem kemst hvað næst leik gærdagsins í markaskorun.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti