Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júlí 2020 23:23 Örlygur Hnefill Örlygsson hótelstjóri: Annar hver maður á Húsavík er orðinn vinur Pierce Brosnan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var í október í fyrra sem fjölmennt kvikmyndatökulið nánast lagði undir sig Húsavík ásamt heimsfrægum kvikmyndastjörnum, Will Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan, til að gera kvikmynd um keppendur Íslands í Eurovision. Síðan myndin var frumsýnd í síðasta mánuði hafa Húsvíkingar fundið fyrir auknum áhuga á bænum. Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape-hotel, segir menn merkja þetta á aukinni netumferð á heimasíður og „líkar við“ viðbrögðum. „Þannig að við sjáum að fólk er að leita að Húsavík mjög ört þessa dagana,“ segir Örlygur. Og þá er um að gera að grípa tækifærið. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ segir hótelstjórinn og segir myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu. Aðdáendur Eurovision, sem misstu af keppninni í ár, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“ Álfabær eins og birtist í kvikmyndinni er risinn við hótel Örlygs.Mynd/Rafnar, Cape Hotel Húsavík. Hann er búinn að opna Ja ja Ding Dong-bar eftir helsta laginu úr myndinni og búinn að setja upp litla álfabyggð við hótelið, eins og þá sem kemur við sögu í myndinni. Þá er hann kominn í viðræður við rétthafana EBU um að fá að setja upp Eurovision safn á Húsavík. Margir Húsvíkingar léku aukahlutverk í myndinni og ekki spillti að hitta heimsfræga leikara. „Þeir blönduðu svo mikið geði, sérstaklega Pierce Brosnan. Hann fór hérna um bæinn. Eiginlega annar hver maður er orðinn vinur Pierce Brosnan hér á Húsavík. Það er dálítið skemmtilegt.“ -Þetta var dálítið ævintýri fyrir Húsvikinga? „Heldur betur.“ Meira í frétt Stöðvar 2: Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00 Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var í október í fyrra sem fjölmennt kvikmyndatökulið nánast lagði undir sig Húsavík ásamt heimsfrægum kvikmyndastjörnum, Will Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan, til að gera kvikmynd um keppendur Íslands í Eurovision. Síðan myndin var frumsýnd í síðasta mánuði hafa Húsvíkingar fundið fyrir auknum áhuga á bænum. Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape-hotel, segir menn merkja þetta á aukinni netumferð á heimasíður og „líkar við“ viðbrögðum. „Þannig að við sjáum að fólk er að leita að Húsavík mjög ört þessa dagana,“ segir Örlygur. Og þá er um að gera að grípa tækifærið. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ segir hótelstjórinn og segir myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu. Aðdáendur Eurovision, sem misstu af keppninni í ár, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“ Álfabær eins og birtist í kvikmyndinni er risinn við hótel Örlygs.Mynd/Rafnar, Cape Hotel Húsavík. Hann er búinn að opna Ja ja Ding Dong-bar eftir helsta laginu úr myndinni og búinn að setja upp litla álfabyggð við hótelið, eins og þá sem kemur við sögu í myndinni. Þá er hann kominn í viðræður við rétthafana EBU um að fá að setja upp Eurovision safn á Húsavík. Margir Húsvíkingar léku aukahlutverk í myndinni og ekki spillti að hitta heimsfræga leikara. „Þeir blönduðu svo mikið geði, sérstaklega Pierce Brosnan. Hann fór hérna um bæinn. Eiginlega annar hver maður er orðinn vinur Pierce Brosnan hér á Húsavík. Það er dálítið skemmtilegt.“ -Þetta var dálítið ævintýri fyrir Húsvikinga? „Heldur betur.“ Meira í frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00 Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30
Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22
Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00
Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30