Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 10:23 Flugmóðurskipin USS Ronald Reagan og USS Nimitz á siglingu í Suður-Kínahafi fyrr í mánuðinum. Sjóher Bandaríkjanna/Samantha Jetzer Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. Þar að auki saka Ástralar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Yfirlýsingin mun án efa leiða til frekari vandræða í samskiptum ríkjanna, sem hafa farið versnandi að undanförnu. Þá er yfirlýsingin í samræmi við stöðu Bandaríkjanna, sem ítrekuð var fyrr í mánuðinum. Ríkisstjórn Donald Trump hefur sömuleiðis hafnað tilkalli Kína. Sjá einnig: Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Yfirvöld Kína hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja lögsögu sína ná upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Þar að auki eru rík fiskimið þar og aðrar náttúruauðlindir eins og jarðgas og jafnvel olía. Tilkallið byggir á korti frá 1947. Alþjóðagerðardómurinn í Haag úrskurðaði árið 2016 að tilkall Kína til hafsvæðisins sem um ræðir væri ólöglegt. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um mikla hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Vopnum hefur verið komið þar fyrir og hafa eyjur verið byggðar upp fyrir flotastöðvar og herflugvelli. Í yfirlýsingu Ástrala hafna þeir einnig ummælum yfirvalda Kína um að tilkall ríkisins til Paracel og Spratly eyjanna njóti alþjóðlegs stuðnings. Engin ummerki séu um það og er sérstaklega vísað í mótmæli Víetnam og Filippseyja gegn tilkallinu. Ástralar hvetja Kínverja og aðra sem að deilunum koma að leysa þeir með friðsömum hætti og í samræmi við alþjóðalög. Samkvæmt frétt Guardian eru Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, og Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, varnarmálaráðherra, á leið til Bandaríkjanna þar sem þær munu funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mark Esper, varnarmálaráðherra. The #AUSMIN2020 consulatations come at a critical time. Looking forward to meeting with @SecPompeo @EsperDoD & @lindareynoldswa for talks on working together to maintain #IndoPacific security & prosperity. https://t.co/Xlr9KHvhj0— Marise Payne (@MarisePayne) July 24, 2020 Bandaríkin hafa reglulega siglt herskipum um svæðið með því markmiði að tryggja frjálsar siglingar um það en því hafa Kínverjar tekið illa. Yfirvöld Kína hafa lagt til að Bandaríkin hætti því og segja siglingarnar ógna friði á svæðinu. Því hefur jafnvel verið hótað að bandarískum herskipum verði grandað. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur aukist til muna á undanförnum árum, með auknum umsvifum Kínverja í Kyrrahafinu og víðar. Kínverjar hafa varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og hafa fjárveitingar til hersins verið auknar til muna á undanförnum árum. Nútímavæðingin hefur gengið hratt fyrir sig og verið tiltölulega ódýr en það segja hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vera vegna þess að Kínverjar hafi getað vegna kaupa þeirra og þjófnaðar á tækni frá öðrum ríkjum. Þannig hafi Kínverjum jafnvel tekist að taka fram úr Bandaríkjunum á einhverjum sviðum. Suður-Kínahaf Ástralía Kína Bandaríkin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. Þar að auki saka Ástralar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Yfirlýsingin mun án efa leiða til frekari vandræða í samskiptum ríkjanna, sem hafa farið versnandi að undanförnu. Þá er yfirlýsingin í samræmi við stöðu Bandaríkjanna, sem ítrekuð var fyrr í mánuðinum. Ríkisstjórn Donald Trump hefur sömuleiðis hafnað tilkalli Kína. Sjá einnig: Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Yfirvöld Kína hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja lögsögu sína ná upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Þar að auki eru rík fiskimið þar og aðrar náttúruauðlindir eins og jarðgas og jafnvel olía. Tilkallið byggir á korti frá 1947. Alþjóðagerðardómurinn í Haag úrskurðaði árið 2016 að tilkall Kína til hafsvæðisins sem um ræðir væri ólöglegt. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um mikla hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Vopnum hefur verið komið þar fyrir og hafa eyjur verið byggðar upp fyrir flotastöðvar og herflugvelli. Í yfirlýsingu Ástrala hafna þeir einnig ummælum yfirvalda Kína um að tilkall ríkisins til Paracel og Spratly eyjanna njóti alþjóðlegs stuðnings. Engin ummerki séu um það og er sérstaklega vísað í mótmæli Víetnam og Filippseyja gegn tilkallinu. Ástralar hvetja Kínverja og aðra sem að deilunum koma að leysa þeir með friðsömum hætti og í samræmi við alþjóðalög. Samkvæmt frétt Guardian eru Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, og Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, varnarmálaráðherra, á leið til Bandaríkjanna þar sem þær munu funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mark Esper, varnarmálaráðherra. The #AUSMIN2020 consulatations come at a critical time. Looking forward to meeting with @SecPompeo @EsperDoD & @lindareynoldswa for talks on working together to maintain #IndoPacific security & prosperity. https://t.co/Xlr9KHvhj0— Marise Payne (@MarisePayne) July 24, 2020 Bandaríkin hafa reglulega siglt herskipum um svæðið með því markmiði að tryggja frjálsar siglingar um það en því hafa Kínverjar tekið illa. Yfirvöld Kína hafa lagt til að Bandaríkin hætti því og segja siglingarnar ógna friði á svæðinu. Því hefur jafnvel verið hótað að bandarískum herskipum verði grandað. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur aukist til muna á undanförnum árum, með auknum umsvifum Kínverja í Kyrrahafinu og víðar. Kínverjar hafa varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og hafa fjárveitingar til hersins verið auknar til muna á undanförnum árum. Nútímavæðingin hefur gengið hratt fyrir sig og verið tiltölulega ódýr en það segja hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vera vegna þess að Kínverjar hafi getað vegna kaupa þeirra og þjófnaðar á tækni frá öðrum ríkjum. Þannig hafi Kínverjum jafnvel tekist að taka fram úr Bandaríkjunum á einhverjum sviðum.
Suður-Kínahaf Ástralía Kína Bandaríkin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira