Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 10:23 Flugmóðurskipin USS Ronald Reagan og USS Nimitz á siglingu í Suður-Kínahafi fyrr í mánuðinum. Sjóher Bandaríkjanna/Samantha Jetzer Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. Þar að auki saka Ástralar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Yfirlýsingin mun án efa leiða til frekari vandræða í samskiptum ríkjanna, sem hafa farið versnandi að undanförnu. Þá er yfirlýsingin í samræmi við stöðu Bandaríkjanna, sem ítrekuð var fyrr í mánuðinum. Ríkisstjórn Donald Trump hefur sömuleiðis hafnað tilkalli Kína. Sjá einnig: Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Yfirvöld Kína hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja lögsögu sína ná upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Þar að auki eru rík fiskimið þar og aðrar náttúruauðlindir eins og jarðgas og jafnvel olía. Tilkallið byggir á korti frá 1947. Alþjóðagerðardómurinn í Haag úrskurðaði árið 2016 að tilkall Kína til hafsvæðisins sem um ræðir væri ólöglegt. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um mikla hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Vopnum hefur verið komið þar fyrir og hafa eyjur verið byggðar upp fyrir flotastöðvar og herflugvelli. Í yfirlýsingu Ástrala hafna þeir einnig ummælum yfirvalda Kína um að tilkall ríkisins til Paracel og Spratly eyjanna njóti alþjóðlegs stuðnings. Engin ummerki séu um það og er sérstaklega vísað í mótmæli Víetnam og Filippseyja gegn tilkallinu. Ástralar hvetja Kínverja og aðra sem að deilunum koma að leysa þeir með friðsömum hætti og í samræmi við alþjóðalög. Samkvæmt frétt Guardian eru Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, og Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, varnarmálaráðherra, á leið til Bandaríkjanna þar sem þær munu funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mark Esper, varnarmálaráðherra. The #AUSMIN2020 consulatations come at a critical time. Looking forward to meeting with @SecPompeo @EsperDoD & @lindareynoldswa for talks on working together to maintain #IndoPacific security & prosperity. https://t.co/Xlr9KHvhj0— Marise Payne (@MarisePayne) July 24, 2020 Bandaríkin hafa reglulega siglt herskipum um svæðið með því markmiði að tryggja frjálsar siglingar um það en því hafa Kínverjar tekið illa. Yfirvöld Kína hafa lagt til að Bandaríkin hætti því og segja siglingarnar ógna friði á svæðinu. Því hefur jafnvel verið hótað að bandarískum herskipum verði grandað. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur aukist til muna á undanförnum árum, með auknum umsvifum Kínverja í Kyrrahafinu og víðar. Kínverjar hafa varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og hafa fjárveitingar til hersins verið auknar til muna á undanförnum árum. Nútímavæðingin hefur gengið hratt fyrir sig og verið tiltölulega ódýr en það segja hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vera vegna þess að Kínverjar hafi getað vegna kaupa þeirra og þjófnaðar á tækni frá öðrum ríkjum. Þannig hafi Kínverjum jafnvel tekist að taka fram úr Bandaríkjunum á einhverjum sviðum. Suður-Kínahaf Ástralía Kína Bandaríkin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. Þar að auki saka Ástralar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Yfirlýsingin mun án efa leiða til frekari vandræða í samskiptum ríkjanna, sem hafa farið versnandi að undanförnu. Þá er yfirlýsingin í samræmi við stöðu Bandaríkjanna, sem ítrekuð var fyrr í mánuðinum. Ríkisstjórn Donald Trump hefur sömuleiðis hafnað tilkalli Kína. Sjá einnig: Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Yfirvöld Kína hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja lögsögu sína ná upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Þar að auki eru rík fiskimið þar og aðrar náttúruauðlindir eins og jarðgas og jafnvel olía. Tilkallið byggir á korti frá 1947. Alþjóðagerðardómurinn í Haag úrskurðaði árið 2016 að tilkall Kína til hafsvæðisins sem um ræðir væri ólöglegt. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um mikla hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Vopnum hefur verið komið þar fyrir og hafa eyjur verið byggðar upp fyrir flotastöðvar og herflugvelli. Í yfirlýsingu Ástrala hafna þeir einnig ummælum yfirvalda Kína um að tilkall ríkisins til Paracel og Spratly eyjanna njóti alþjóðlegs stuðnings. Engin ummerki séu um það og er sérstaklega vísað í mótmæli Víetnam og Filippseyja gegn tilkallinu. Ástralar hvetja Kínverja og aðra sem að deilunum koma að leysa þeir með friðsömum hætti og í samræmi við alþjóðalög. Samkvæmt frétt Guardian eru Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, og Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, varnarmálaráðherra, á leið til Bandaríkjanna þar sem þær munu funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mark Esper, varnarmálaráðherra. The #AUSMIN2020 consulatations come at a critical time. Looking forward to meeting with @SecPompeo @EsperDoD & @lindareynoldswa for talks on working together to maintain #IndoPacific security & prosperity. https://t.co/Xlr9KHvhj0— Marise Payne (@MarisePayne) July 24, 2020 Bandaríkin hafa reglulega siglt herskipum um svæðið með því markmiði að tryggja frjálsar siglingar um það en því hafa Kínverjar tekið illa. Yfirvöld Kína hafa lagt til að Bandaríkin hætti því og segja siglingarnar ógna friði á svæðinu. Því hefur jafnvel verið hótað að bandarískum herskipum verði grandað. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur aukist til muna á undanförnum árum, með auknum umsvifum Kínverja í Kyrrahafinu og víðar. Kínverjar hafa varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og hafa fjárveitingar til hersins verið auknar til muna á undanförnum árum. Nútímavæðingin hefur gengið hratt fyrir sig og verið tiltölulega ódýr en það segja hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vera vegna þess að Kínverjar hafi getað vegna kaupa þeirra og þjófnaðar á tækni frá öðrum ríkjum. Þannig hafi Kínverjum jafnvel tekist að taka fram úr Bandaríkjunum á einhverjum sviðum.
Suður-Kínahaf Ástralía Kína Bandaríkin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira