Íbúar Kópaskers rólegir yfir „Lottumálinu“ Vésteinn Örn Pétursson og Kristján Már Unnarsson skrifa 24. júlí 2020 19:48 Frá Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. Þetta hundrað manna samfélag við Öxarfjörð er búið að vera það umtalaðasta á Íslandi þessa vikuna. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, birti á dögunum orðsendingu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist „alls ekki mæla með að koma“ á Kópasker og Raufarhöfn. Þórdís hefur síðan beðist afsökunar á orðum sínum. Viðbrögðin létu þrátt fyrir það ekki á sér standa. Þórdís fékk þó nokkur skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni var hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Þórdís hefur sagt að hún ætli að kæra skilaboðin til lögreglu. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór á stúfana og spurði íbúa bæjarins hvað honum þætti um umræðuna. „Þetta er vissulega mjög leiðinlegt, en við vitum að þetta er ekki satt. Það er svona búið að blása þetta mál óþarflega upp að mínu mati,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir, íbúi á Kópaskeri. Halldís telur málið komið út í öfgar.Vísir/Arnar Leikkonan kvartaði undan því að hún hefði fengið ósanngjörn ummæli um sig. Heldur þú að fólk héðan [frá Kópaskeri] hafi verið að tala illa um hana? „Ég náttúrulega veit það ekki fyrir víst en mér finnst það ólíklegt. Mér finnst þetta vera komið út í öfgar bæði hvernig fólk talar til hennar og hvernig þetta er orðið allt saman.“ Á Kópaskeri er mikil þjónusta. Pósthús, banki, verslun, veitingastaður og meira að segja bensínstöð. En verður þessi umræða til þess að fæla fólk frá því að koma á Kópasker eða verður þetta bara til þess að auglýsa staðinn? „Já, þetta hlýtur að auka hann [ferðamannastrauminn] frekar en hitt.“ Og margt fyrir ferðamenn að sækja og skoða hér? „Já, alveg hellingur. Fjaran, gönguleiðir og bara allur fjandinn.“ En Kópasker er orðið frægara fyrir vikið? „Já. Það er gott að vera á Kópaskeri,“ sagði Halldís að lokum. Norðurþing Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. Þetta hundrað manna samfélag við Öxarfjörð er búið að vera það umtalaðasta á Íslandi þessa vikuna. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, birti á dögunum orðsendingu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist „alls ekki mæla með að koma“ á Kópasker og Raufarhöfn. Þórdís hefur síðan beðist afsökunar á orðum sínum. Viðbrögðin létu þrátt fyrir það ekki á sér standa. Þórdís fékk þó nokkur skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni var hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Þórdís hefur sagt að hún ætli að kæra skilaboðin til lögreglu. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór á stúfana og spurði íbúa bæjarins hvað honum þætti um umræðuna. „Þetta er vissulega mjög leiðinlegt, en við vitum að þetta er ekki satt. Það er svona búið að blása þetta mál óþarflega upp að mínu mati,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir, íbúi á Kópaskeri. Halldís telur málið komið út í öfgar.Vísir/Arnar Leikkonan kvartaði undan því að hún hefði fengið ósanngjörn ummæli um sig. Heldur þú að fólk héðan [frá Kópaskeri] hafi verið að tala illa um hana? „Ég náttúrulega veit það ekki fyrir víst en mér finnst það ólíklegt. Mér finnst þetta vera komið út í öfgar bæði hvernig fólk talar til hennar og hvernig þetta er orðið allt saman.“ Á Kópaskeri er mikil þjónusta. Pósthús, banki, verslun, veitingastaður og meira að segja bensínstöð. En verður þessi umræða til þess að fæla fólk frá því að koma á Kópasker eða verður þetta bara til þess að auglýsa staðinn? „Já, þetta hlýtur að auka hann [ferðamannastrauminn] frekar en hitt.“ Og margt fyrir ferðamenn að sækja og skoða hér? „Já, alveg hellingur. Fjaran, gönguleiðir og bara allur fjandinn.“ En Kópasker er orðið frægara fyrir vikið? „Já. Það er gott að vera á Kópaskeri,“ sagði Halldís að lokum.
Norðurþing Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira