Guðmundur vill losna við „leiðindareglu“ úr handboltanum Sindri Sverrisson skrifar 23. júlí 2020 17:30 Guðmundur Guðmundsson íbygginn á svip á leik íslenska landsliðsins. VÍSIR/GETTY Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er á meðal þeirra sem harma breytingu sem gerð var á reglum handboltans fyrir nokkrum árum. Hann vill gera íþróttina meira aðlaðandi með reglubreytingu. Reglan sem um ræðir er sú að lið megi skipta markverði út fyrir aukasóknarmann, án þess að sá leikmaður þurfi að klæðast sérstöku vesti til aðgreiningar frá öðrum leikmönnum. Breytingin auðveldar þannig liðum til dæmis að sækja á sjö mönnum gegn sex varnarmönnum, eða að vera með sex leikmenn í sókn þó að leikmaður í liðinu hafi fengið tveggja mínútna brottvísun. Guðmundur tók ásamt fjölda annarra þjálfara þátt í könnun þýska tímaritsins Handballwoche um álit manna á reglunni og var yfirgnæfandi stuðningur við að breyta henni. Guðmundur var spurður hvort hann teldi handboltann meira aðlaðandi með því að hafa regluna í gildi: Leikurinn leiðinlegri fyrir áhorfendur „Nei, svo sannarlega ekki. Það sem við misstum til að mynda eru varnarafbrigði eins og 5-1, 3-2-1 og 3-3, sem er ekki mögulegt að nota gegn sjö manna sókn. Líf þjálfarans er einfaldað: Ef að liðið hans getur ekki spilað gegn framliggjandi vörn þá spilar hann bara með sjö gegn sex. Sóknirnar verða minna heillandi og einfaldari. Ef að rýnt er í leikina þar sem menn beita „7 á 6“ þá sést að sóknirnar eru alltaf eins – það verður meira um endurtekningar og leikurinn verður leiðinlegri fyrir áhorfendur,“ segir Guðmundur, og er harður á því að handboltinn hafi breyst til hins verra með reglunni. „Já, því með reglunni hefur ýmislegt verið tekið úr handboltanum. Tveggja mínútna brottvísun hefur til dæmis engin áhrif því það er hægt að setja strax aukasóknarmann inn,“ segir Guðmundur. Portúgal getað nýtt sér regluna vel Guðmundur er þjálfari Melsungen auk þess að stýra íslenska landsliðinu, og er spurður hvernig hann hafi breytt leikstíl sinna liða vegna reglunnar: „Auðvitað veltur það á því hvaða liði maður mætir. Nú þarf maður að þjálfa aðra þætti en áður, til að mynda að skora í tómt mark af löngu færi. Og sem landsliðsþjálfari hefur maður alltaf lítinn tíma til undirbúnings, og þann tíma vil ég nota til að einblína á aðra þætti. En Portúgal hefur til dæmis hagnast gríðarlega á því að FC Porto (þar sem margir landsliðsmenn Portúgals spila) spilar mjög mikið með 7 gegn 6 og það færði liðinu forskot til að komast svona langt á EM,“ sagði Guðmundur. „Að mínu mati ætti að hætta með þessa reglu, því þá yrði handboltinn meira aðlaðandi á ný, með miklum hreyfingum á mönnum, 1 á 1 leikstöðum og fjölbreyttari varnarleik. Fyrri staða, þar sem aukamaður klæddist vesti, gekk hins vegar ekki heldur,“ sagði Guðmundur. Handbolti Tengdar fréttir Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00 Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er á meðal þeirra sem harma breytingu sem gerð var á reglum handboltans fyrir nokkrum árum. Hann vill gera íþróttina meira aðlaðandi með reglubreytingu. Reglan sem um ræðir er sú að lið megi skipta markverði út fyrir aukasóknarmann, án þess að sá leikmaður þurfi að klæðast sérstöku vesti til aðgreiningar frá öðrum leikmönnum. Breytingin auðveldar þannig liðum til dæmis að sækja á sjö mönnum gegn sex varnarmönnum, eða að vera með sex leikmenn í sókn þó að leikmaður í liðinu hafi fengið tveggja mínútna brottvísun. Guðmundur tók ásamt fjölda annarra þjálfara þátt í könnun þýska tímaritsins Handballwoche um álit manna á reglunni og var yfirgnæfandi stuðningur við að breyta henni. Guðmundur var spurður hvort hann teldi handboltann meira aðlaðandi með því að hafa regluna í gildi: Leikurinn leiðinlegri fyrir áhorfendur „Nei, svo sannarlega ekki. Það sem við misstum til að mynda eru varnarafbrigði eins og 5-1, 3-2-1 og 3-3, sem er ekki mögulegt að nota gegn sjö manna sókn. Líf þjálfarans er einfaldað: Ef að liðið hans getur ekki spilað gegn framliggjandi vörn þá spilar hann bara með sjö gegn sex. Sóknirnar verða minna heillandi og einfaldari. Ef að rýnt er í leikina þar sem menn beita „7 á 6“ þá sést að sóknirnar eru alltaf eins – það verður meira um endurtekningar og leikurinn verður leiðinlegri fyrir áhorfendur,“ segir Guðmundur, og er harður á því að handboltinn hafi breyst til hins verra með reglunni. „Já, því með reglunni hefur ýmislegt verið tekið úr handboltanum. Tveggja mínútna brottvísun hefur til dæmis engin áhrif því það er hægt að setja strax aukasóknarmann inn,“ segir Guðmundur. Portúgal getað nýtt sér regluna vel Guðmundur er þjálfari Melsungen auk þess að stýra íslenska landsliðinu, og er spurður hvernig hann hafi breytt leikstíl sinna liða vegna reglunnar: „Auðvitað veltur það á því hvaða liði maður mætir. Nú þarf maður að þjálfa aðra þætti en áður, til að mynda að skora í tómt mark af löngu færi. Og sem landsliðsþjálfari hefur maður alltaf lítinn tíma til undirbúnings, og þann tíma vil ég nota til að einblína á aðra þætti. En Portúgal hefur til dæmis hagnast gríðarlega á því að FC Porto (þar sem margir landsliðsmenn Portúgals spila) spilar mjög mikið með 7 gegn 6 og það færði liðinu forskot til að komast svona langt á EM,“ sagði Guðmundur. „Að mínu mati ætti að hætta með þessa reglu, því þá yrði handboltinn meira aðlaðandi á ný, með miklum hreyfingum á mönnum, 1 á 1 leikstöðum og fjölbreyttari varnarleik. Fyrri staða, þar sem aukamaður klæddist vesti, gekk hins vegar ekki heldur,“ sagði Guðmundur.
Handbolti Tengdar fréttir Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00 Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00
Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00
Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46