Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2020 10:47 Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur. Hún hefur mátt sæta ásökunum að undanförnu sem snúast um að hún vilji grafa undan lögreglustjóranum. Alda Hrönn vísar þessu alfarið á bug. stöð 2 Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. Þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu, svohljóðandi: „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Stöð 2 og Vísir fjölluðu ítarlega um samskiptaerfiðleika innan embættisins í gær en þar kemur fram að þau fjögur vilji fá Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra frá. Vísir ræddi við Helga nú fyrir hádegi, þá til að inna hann eftir því hvað það væri nákvæmlega sem rangt væri í því sem fram hefur komið en hann sagði að málið væri viðkvæmt. Helgi Þ Kristjánsson er mannauðsstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum. Helgi hafnar því alfarið að hann ásamt Öldu Hrönn yfirlögfræðingi, Pétri fjármálastjóra og Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjóni hafi grafið undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Og á þessu stigi hafi þau fjögur ákveðið að tjá sig ekki umfram það sem fram kemur í hinni stuttu yfirlýsingu. Þau beri hag embættisins fyrir brjósti og telja ekki vert að fara í hártoganir um einstök atriði. Málefni lögregluembættisins á Suðurnesjum hafa verið til rannsóknar af hálfu ráðgjafafyrirtækisins Attentus – mannauður og ráðgjöf. Eftir því sem næst verður komist hefur verið unnin skýrsla og er hún nú til skoðunar innan veggja dómsmálaráðuneytisins. Eins og fram kom í ítarlegri úttekt Vísis í gær hafa kvartanir sem snýr að þeim fjórum verið lagðar fram á fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ásamt þremur öðrum ráðuneytismönnum. Víst er að loft er lævi blandið innan lögreglunnar suður með sjó og horfa hlutaeigandi nú til ráðherra; til hvaða ráða hún mun grípa. En ljóst er að á einhverja hnúta þarf að höggva. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. Þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu, svohljóðandi: „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Stöð 2 og Vísir fjölluðu ítarlega um samskiptaerfiðleika innan embættisins í gær en þar kemur fram að þau fjögur vilji fá Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra frá. Vísir ræddi við Helga nú fyrir hádegi, þá til að inna hann eftir því hvað það væri nákvæmlega sem rangt væri í því sem fram hefur komið en hann sagði að málið væri viðkvæmt. Helgi Þ Kristjánsson er mannauðsstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum. Helgi hafnar því alfarið að hann ásamt Öldu Hrönn yfirlögfræðingi, Pétri fjármálastjóra og Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjóni hafi grafið undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Og á þessu stigi hafi þau fjögur ákveðið að tjá sig ekki umfram það sem fram kemur í hinni stuttu yfirlýsingu. Þau beri hag embættisins fyrir brjósti og telja ekki vert að fara í hártoganir um einstök atriði. Málefni lögregluembættisins á Suðurnesjum hafa verið til rannsóknar af hálfu ráðgjafafyrirtækisins Attentus – mannauður og ráðgjöf. Eftir því sem næst verður komist hefur verið unnin skýrsla og er hún nú til skoðunar innan veggja dómsmálaráðuneytisins. Eins og fram kom í ítarlegri úttekt Vísis í gær hafa kvartanir sem snýr að þeim fjórum verið lagðar fram á fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ásamt þremur öðrum ráðuneytismönnum. Víst er að loft er lævi blandið innan lögreglunnar suður með sjó og horfa hlutaeigandi nú til ráðherra; til hvaða ráða hún mun grípa. En ljóst er að á einhverja hnúta þarf að höggva.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent