Man City við það að kaupa varnarmann Bournemouth Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 07:00 Nathan Aké mun að öllum líkindum leika í ljósbláu á næstu leiktíð. Adam Davy/Getty Images Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester City – stefnir á að bæta varnarlínu sína þegar tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lýkur. Pep hefur fengið nóg af slökum frammistöðum þeirra John Stones og Nicolas Otamendi. Hann ætlar sér að eyða pening í miðvörð eða miðverði þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný og virðist sem Nathan Aké, varnarmaður Bournemouth, sé fyrstur á blaði. Allavega ef eitthvað er að marka heimildir The Guardian. Bournemouth's Nathan Aké expected to join Manchester City in £35m transfer https://t.co/NJjKGsAzd0— The Guardian (@guardian) July 20, 2020 Aké mun kosta City „litlar“ 35 milljónir punda en Bournemouth er svo gott sem fallið. Það virðist ekki hafa áhrif á áhuga City að þessi hollenski varnarmaður hefur verið hluti af varnarlínu sem hefur fengið á sig 64 mörk til þessa á leiktíðinni. Aðeins Norwich City og Aston Villa hafa fengið á sig fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Stefnir í að öll þrjú þeirra falli um deild en Norwich er nú þegar fallið. Athygli vekur að Aké er örvfættur en Pep vill helst spila með réttfættan miðvörð hægra megin í vörninni og örvfættan vinstra megin. Þar hefur Aymeric Laporte verið undanfarin misseri en hann hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Hvort City muni leika með tvo örvfætta miðverði á næstu leiktíð eða ef til vill spila með þriggja manna varnarlínu á eftir að koma í ljós þegar fram líða stundir. Chelsea hefur einnig áhuga á að fá hinn 25 ára gamla Aké til sín en félagið seldi hann til Bournemouth á 20 milljónir punda sumarið 2017. Þá er talið að John Stones gæti farið til Arsenal þar sem Mikael Arteta er við stjórnvölin en hann var aðstoðarþjálfari Pep hjá City áður en hann tók við Lundúnaliðinu. Aké hefur leikið 108 leiki fyrir Bornemouth síðan hann gekk í raðir liðsins og þá hefur hann leikið 13 A-landsleiki fyrir Holland. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester City – stefnir á að bæta varnarlínu sína þegar tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lýkur. Pep hefur fengið nóg af slökum frammistöðum þeirra John Stones og Nicolas Otamendi. Hann ætlar sér að eyða pening í miðvörð eða miðverði þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný og virðist sem Nathan Aké, varnarmaður Bournemouth, sé fyrstur á blaði. Allavega ef eitthvað er að marka heimildir The Guardian. Bournemouth's Nathan Aké expected to join Manchester City in £35m transfer https://t.co/NJjKGsAzd0— The Guardian (@guardian) July 20, 2020 Aké mun kosta City „litlar“ 35 milljónir punda en Bournemouth er svo gott sem fallið. Það virðist ekki hafa áhrif á áhuga City að þessi hollenski varnarmaður hefur verið hluti af varnarlínu sem hefur fengið á sig 64 mörk til þessa á leiktíðinni. Aðeins Norwich City og Aston Villa hafa fengið á sig fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Stefnir í að öll þrjú þeirra falli um deild en Norwich er nú þegar fallið. Athygli vekur að Aké er örvfættur en Pep vill helst spila með réttfættan miðvörð hægra megin í vörninni og örvfættan vinstra megin. Þar hefur Aymeric Laporte verið undanfarin misseri en hann hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Hvort City muni leika með tvo örvfætta miðverði á næstu leiktíð eða ef til vill spila með þriggja manna varnarlínu á eftir að koma í ljós þegar fram líða stundir. Chelsea hefur einnig áhuga á að fá hinn 25 ára gamla Aké til sín en félagið seldi hann til Bournemouth á 20 milljónir punda sumarið 2017. Þá er talið að John Stones gæti farið til Arsenal þar sem Mikael Arteta er við stjórnvölin en hann var aðstoðarþjálfari Pep hjá City áður en hann tók við Lundúnaliðinu. Aké hefur leikið 108 leiki fyrir Bornemouth síðan hann gekk í raðir liðsins og þá hefur hann leikið 13 A-landsleiki fyrir Holland.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira