Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 13:57 Navalní við höfuðstöðvar FBK-sjóðsins þegar lögregla gerði húsleit þar í desember. Vísir/EPA Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað gert húsleitir á skrifstofu FBK-sjóðsins, fryst bankareikninga hans og starfsmenn og sjálfboðaliðar eru reglulega handteknir á mótmælum. Navalní segir að síðasta hálmstráið hafi verið 88 milljóna rúblna, jafnvirði um 173 milljóna króna, sekt sem sjóðurinn var dæmdur til að greiða nýlega. Viðfangsefni spillingarrannsókna sjóðsins hafa stundum leitað til dómstóla vegna umfjöllunar og haft sigur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kostnaðurinn hefur sligað sjóðinn svo að Navalní segir að nú þurfi hann að leggja hann formlega niður. „Það hefur þegar verið lagt hald á allt sem við áttum í fyrri lögreglurassíum. Núna ætla þeir að hafa með sér stofnunina sjálfa,“ segir Navalní. Mögulegt er að sambærilegur sjóður verði stofnaður undir nýju nafni og kennitölu. Hvatti Navalní stuðningsmenn sjóðsins til að gerast áskrifendur að þeim nýja. Navalní ætlaði að bjóða sig fram til forseta gegn Vladímír Pútín árið 2018 en dómstólar bönnuðum honum það vegna fjársvikamála sem hann segir að eigi sér pólitískar rætur. Rússland Tengdar fréttir Navalní kvartar undan rússneskum stjórnvöldum til Mannréttindadómstólsins Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar kvartar vegna peningaþvættisrannsóknar sem rússnesk yfirvöld hófu eftir að hann hvatti til mótmæla í fyrra. Hann segir yfirvöld hafa tæmt og fryst bankareikninga sína fyrr í þessari viku. 6. mars 2020 14:06 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað gert húsleitir á skrifstofu FBK-sjóðsins, fryst bankareikninga hans og starfsmenn og sjálfboðaliðar eru reglulega handteknir á mótmælum. Navalní segir að síðasta hálmstráið hafi verið 88 milljóna rúblna, jafnvirði um 173 milljóna króna, sekt sem sjóðurinn var dæmdur til að greiða nýlega. Viðfangsefni spillingarrannsókna sjóðsins hafa stundum leitað til dómstóla vegna umfjöllunar og haft sigur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kostnaðurinn hefur sligað sjóðinn svo að Navalní segir að nú þurfi hann að leggja hann formlega niður. „Það hefur þegar verið lagt hald á allt sem við áttum í fyrri lögreglurassíum. Núna ætla þeir að hafa með sér stofnunina sjálfa,“ segir Navalní. Mögulegt er að sambærilegur sjóður verði stofnaður undir nýju nafni og kennitölu. Hvatti Navalní stuðningsmenn sjóðsins til að gerast áskrifendur að þeim nýja. Navalní ætlaði að bjóða sig fram til forseta gegn Vladímír Pútín árið 2018 en dómstólar bönnuðum honum það vegna fjársvikamála sem hann segir að eigi sér pólitískar rætur.
Rússland Tengdar fréttir Navalní kvartar undan rússneskum stjórnvöldum til Mannréttindadómstólsins Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar kvartar vegna peningaþvættisrannsóknar sem rússnesk yfirvöld hófu eftir að hann hvatti til mótmæla í fyrra. Hann segir yfirvöld hafa tæmt og fryst bankareikninga sína fyrr í þessari viku. 6. mars 2020 14:06 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Navalní kvartar undan rússneskum stjórnvöldum til Mannréttindadómstólsins Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar kvartar vegna peningaþvættisrannsóknar sem rússnesk yfirvöld hófu eftir að hann hvatti til mótmæla í fyrra. Hann segir yfirvöld hafa tæmt og fryst bankareikninga sína fyrr í þessari viku. 6. mars 2020 14:06